Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 20:40 Kristján Ólafur var rekstrarstjóri nýrrar mathallar sem opna á, á Glerártorgi á Akureyri. Eik fasteignafélag hefur nú slitið samstarfi við Kristján í ljósi frétta af skattalagabrotum hans. Vísir Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. „Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“ Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
„Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“
Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Davíð Tómas ráðinn framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Sjá meira
Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16