Eik var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns og slítur samstarfi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. mars 2024 20:40 Kristján Ólafur var rekstrarstjóri nýrrar mathallar sem opna á, á Glerártorgi á Akureyri. Eik fasteignafélag hefur nú slitið samstarfi við Kristján í ljósi frétta af skattalagabrotum hans. Vísir Eik fasteignafélagi var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns Ólafs Sigríðarsonar, sem var ráðinn rekstrarstjóri nýrrar mathallar á Glerártorgi á Akureyri. Eik hefur nú slitið samstarfi við Kristján. Sturla G. Eðvarðsson framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Eik tekur við rekstrarstjórn á meðan framhald ræðst. „Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“ Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
„Ég er tekinn við þessu verkefni tímabundið. Ég hef verið inni í þessu verkefni frá upphafi í sjálfu sér þannig að þetta er ekki nýtt fyrir mig,“ segir Sturla í samtali við fréttastofu. Ákvörðun um að slíta samstarfi við Kristján Ólaf hafi verið tekin í samtali og samráði við hann sjálfan. RÚV greindi frá málinu fyrr í kvöld. „Já, við kölluðum eftir þessum fundi og hann leiddi okkur í þessa átt. Það var engin reiði eða neitt svoleiðis. Hér er um einhverja stefnubreytingu að ræða, þannig lagað. Þetta hefur engin áhrif á útlit eða uppsetningu mathallarinnar.“ Hann segir þessa ákvörðun snúa að skattalagabrotum Kristjáns Ólafs, sem greint var frá í fréttum í lok síðasta mánaðar. Kristján Ólafur var dæmdur í níu mánaða skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir skattsvik. Var honum gert að greiða 87,4 milljónir í sekt til ríkissjóðs innan 360 daga. Brotin framdi Kristján sem stjórnandi og prófkúruhafi MK Capital, sem kom meðal annars að rekstri Wok On. Í kjölfar dómsins kom í ljós að Kristján Ólafur var ekki lengur eigandi Wok On. Hann hafði selt fyrirtækið til Davíðs Viðarssonar, eiganda Vy-þrifa og Pho Vietnam. Davíð hafði þá komist í fréttirnar vegna ólöglegs matvælalagers Vy-þrifa í Sóltúni. Davíð var svo í síðustu viku handtekinn ásamt átta öðrum. Hann og fimm til viðbótar var úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna gruns um mansal á veitingastöðum hans, hótelum og gistihúsum, og skipulagða glæpastarfsemi. „Tengsl hans við Davíð Viðarsson eru annað mál, sem ég veit svo sem ekkert um en þetta snýr að skattalagabrotum hans og þessu moldviðri sem hefur þyrlast upp í kringum þetta. Maður svo sem veit ekkert hvernig það er en við viljum ekki láta bendla okkur við svona,“ segir Sturla. Þannig að ykkur var ekki kunnugt um skattalagabrot Kristjáns áður en fjallað var um þetta í fréttum? „Nei, það koma í ljós stórfelld skattalagabrot og okkur var ekki kunnugt um það. Það kom hvergi fram í okkar samskiptum að hann væri væntanlega að fá dóm í þessum málum. Það hefði verið eðlilegast hefði hann skýrt frá því í upphafi en svo var ekki.“
Akureyri Mál Davíðs Viðarssonar Veitingastaðir Eik fasteignafélag Tengdar fréttir Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01 Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26 „Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16 Mest lesið Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Viðskipti innlent Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Viðskipti innlent „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Viðskipti innlent „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg Viðskipti innlent Frá Sýn til Fastus Viðskipti innlent Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Viðskipti innlent Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Viðskipti innlent Fleiri fréttir Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Fundinum mikilvæga frestað Staðfesta þunga sekt vegna tuga dulinna auglýsinga Kári lætur af störfum sem forstjóri PCC á Bakka Reisa minnst 2.600 fermetra á Völlunum á tólf mánuðum Lífeyrissjóður tannlækna sameinast Frjálsa Mun fljúga milli Keflavíkur og Montreal næsta sumar Hagvöxtur mun minni en reiknað var með Sjá meira
Úrskurðuð í áframhaldandi gæsluvarðhald Sex manns voru úrskurðuð í áframhaldandi tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot á atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða glæpastarfsemi. 12. mars 2024 18:01
Gengið vel að fá upplýsingar frá meintum mansalsþolendum Lögreglu gengur afar vel að fá upplýsingar frá þolendum meints mansals Davíðs Viðarsson. Þeim var létt þegar lögreglan handtók sex manns í tengslum við málið. 11. mars 2024 18:26
„Þetta er alveg skelfileg meðferð á starfsfólki“ Formaður MATVÍS segir meðferðina á starfsfólki hjá fyrirtækjum Davíðs Viðarssonar hafa verið skelfilega. Ábendingum um slæma meðferð á starfsfólki á öðrum stöðum hefur fjölgað eftir að upp komst um málið. 11. mars 2024 12:16