Réttur til sambúðar á hjúkrunarheimilum og búsetu á landsbyggðinni Eyjólfur Ármannsson skrifar 11. mars 2024 13:00 „Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson Flokkur fólksins Hjúkrunarheimili Mest lesið Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
„Það er eins og við séum slitin í sundur, það er ekki hægt að segja annað, og einmitt þegar kannski væri mest þörfin fyrir stuðning.“ Þetta sagði viðmælandi í Kastljóssviðtali árið 2013. Eiginkona hans þurfti að flytjast á hjúkrunarheimili og hann vildi fara með henni en fékk ekki samþykkt færni- og heilsumat. Maðurinn heimsótti konuna sína daglega í þrjú ár. Öll viljum við fá að eldast með reisn. Við viljum njóta efri áranna í faðmi fjölskyldu okkar. Því miður er fjölskyldusameining ekki tryggð í lögum um málefni aldraðra. Réttur til dvalar á hjúkrunarheimili er bundinn því skilyrði að viðkomandi hafi undirgengist færni- og heilsumat sem sýni fram á þörf hans fyrir hjúkrunar- eða dvalarrými. Það gerist reglulega þegar einstaklingar þurfa heilsu sinnar vegna að leggjast inn á hjúkrunarheimili að þeir verða viðskila við maka sinn. Flokkur fólksins hefur lagt fram frumvarp sem boðar breytingar á lögum sem tryggja réttinn til sambúðar í dvalar- og hjúkrunarrýmum. Réttur til sambúðar, eðli málsins samkvæmt, nær ekki aðeins til dvalar á sömu stofnun, heldur veitir maka rétt til dvalar í sama rými. Mikilvægt er að staðið verði vörð um minni hjúkrunarheimili á landsbyggðinni og eldri borgarar geti dvalið með maka sínum á hjúkrunarheimili í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast hreppaflutningum. Viðvarandi skortur á hjúkrunarheimilum, alls staðar á landinu, sem og rekstravandi hjúkrunarheimila gerir það að verkum að erfitt er að fá þingmeirihluta fyrir fyrrnefndu frumvarpi Flokks fólksins. Sjö hundruð eldri borgarar eru á biðlista eftir hjúkrunarrýmum og ríkisstjórnin virðist ekki ætla að gera mikið til þess að taka á þessari krísu. Uppbygging hjúkrunarheimila verður að taka tillit til rétts til sambúðar, mismunandi búsetu og fjölbreytileika eldri borgara. Með núverandi vanrækslustefnu stjórnvalda er erfitt að tryggja hjónum rétt til sambúðar á hjúkrunarheimilum. Flokkur fólksins hefur lengi kallað eftir þjóðarátaki í uppbyggingu á hjúkrunarheimilum og við teljum það eðlilegt ef tillaga okkar um breytingu á lögum um málefni aldraðra verði hlutur af því átaki. Tryggja þarf öldruðum rétt til sambúðar í ellinni, en ekki viðskilnað! Höfundur er þingmaður Flokks fólksins í Norðvesturkjördæmi.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun