Milljarðaplástur Natan Kolbeinsson skrifar 12. mars 2024 09:00 Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Natan Kolbeinsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Viðreisn Grunnskólar Rekstur hins opinbera Sveitarstjórnarmál Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Það tókst! Aðilar vinnumarkaðarins og breiðfylkingin (fyrir utan VR) komust að samkomulagi og undirrituðu kjarasamninga. Til að það tækist þurfti samt aðkomu frá ríkisstjórninni upp á 80 milljarða króna - og hún svaraði kallinu. Yfirlýst markmið er að ná fram langtímasamningum á vinnumarkaði, minnka verðbólgu og koma á stöðugleika. Ég mun seint skilja hvernig 80 milljarða innspýting í hagkerfið, sem ríkið þarf að öllum líkindum að fjármagna með lántöku, eigi að verða til þess að minnka verðbólgu. En það er önnur saga. Það sem vakti athygli mína, öðru fremur, er það sem ríkisstjórnin hefur ákveðið að kalla tilraunaverkefni til fjögurra ára um ókeypis skólamáltíðir í grunnskólum. Í stuttu máli lofar ríkið að greiða 75% af kostnaði við skólamáltíðir, á móti 25% framlagi sveitarfélaga, í fjögur ár. Hvað gerist að þeim tíma loknum? Ég held að við getum öll getið okkur til um að ríkið muni draga sig út úr tilraunaverkefninu og skilji það eftir óskipt í höndum sveitarfélaganna. Sveitarfélögin, sem eru orðin ansi vön því að fá verkefni frá ríkinu í fangið án þess að þeim fylgi króna. Sömu fjármununum væri betur varið beint til sveitarfélaga, sem gætu þá sjálf ráðið hvernig væri rétt að ráðstafa þeim til hagsbóta fyrir íbúa sína. Nú þegar eru kerfi til staðar sem tryggir mörgum börnum skólamáltíð. Oft á tíðum er um að ræða einu góðu máltíðina sem þau fá yfir daginn. Þau kerfi skipta máli og að sjálfsögðu viljum við tryggja að þessi kerfi grípi alla þá sem þurfa á því að halda. Þess vegna skiptir líka máli að vegferð eins og þessi sé skoðuð í þaula, til að mynda út frá gæðum og kostnað. Eða út frá tekjum fjölskyldna til að tryggja sem besta nýtingu opinberra fjármuna. Við hljótum öll að spyrja okkur af hverju enginn var að ræða um ókeypis skólamáltíðir fyrir tveimur vikum síðan en núna sé það allsráðandi samtal ríkisstjórnar sem stendur á brauðfótum við óánægða sveitarstjórnarmenn úr þeirra eigin röðum og stéttarfélög með veikt umboð. Gæti verið að þetta sé bara enn einn milljarða króna plásturinn á samstarf ríkisstjórnar, sem hefði kannski gott að því að viðurkenna frekar ósigur og boða til kosninga? Höfundur er formaður Viðreisnar í Reykjavík.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun