Björgunarsveitir leita týnds skíðahóps í Ölpunum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. mars 2024 22:36 Hópurinn hélt af stað í gærdag frá skíðasvæðinu í Zermatt, nærri fjallinu Matterhorn. EPA Mikill fjöldi björgunarfólks í Sviss leitar nú hóps skíðafólks sem ekki hefur spurst til síðan í nótt. Vegna slæmra veðurskilyrða gengur leitin hægt. Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður. Sviss Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira
Í frétt BBC segir að sex manna hópur hafi haldið af stað frá skíðasvæðinu í Zermatt í átt að bænum Arolla með fram landamærum Sviss og Ítalíu. Ekki hafi spurst til hópsins síðan hann var staðsettur nærri Tete Blanche fjallinu í nótt. Samkvæmt upplýsingum frá lögregluyfirvöldum á svæðinu hefur allt tiltækt björgunarlið verið kallað til en vegna veðuraðstæðna sé lítið hægt að gera að svo stöddu. Mikil snjókoma og vindar hafa verið á svæðinu síðastliðinn sólarhring. Skíðasvæðið Saas-Fee, sem staðsett er nærri Zermatt, er lokað vegna of mikillar snjókomu. Talsmaður flugbjörgunarsveitar Zermatt segir í samtali við BBC að veðuraðstæður bjóði ekki upp á flug yfir svæðið að svo stöddu. Hann telur líklegra að veðrið hafi yfirbugað hópinn frekar en að hann hafi orðið fyrir snjóflóði. Ekki mikil snjóflóðahætta sé á svæðinu þar sem þau eru sögð hafa týnst. Hann segir ekki hægt að greina tal í síðustu orðsendingunni sem kom frá hópnum, en hún veiti viðbragðsaðilum þó vísbendingar um staðsetningu þeirra. Nöfn og þjóðerni fólksins í hópnum liggja ekki fyrir að svo stöddu. Leiðin sem hópurinn hugðist skíða er hluti af Haute Route leiðinni, sem liggur frá Zermatt til Chamonix. Leiðin er einungis við hæfi þeirra reyndustu í íþróttinni og nokkra daga tekur að klára hana. Talsmaður björgunarsveitanna segir ekki útilokað að hópurinn sé enn á lífi hafi þau náð að grafa sig ofan í holu. Vonast sé til þess að hægt verði að fljúga þyrlum yfir svæðið sem fyrst en til þess þurfi veðrið að ganga niður.
Sviss Mest lesið Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fleiri fréttir Eldur við flugvöll á Grænlandi Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Sprenging eftir að gestir opnuðu út Íranir óttist „Sýrlandsvæðingu“ Vinna með yfirvöldum í níu löndum að bera kennsl á látna Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Sjá meira