Meirihluti á bláþræði Guðmundur Árni Stefánsson skrifar 8. mars 2024 15:30 Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Árni Stefánsson Hafnarfjörður Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Grunnskólar Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Halldór 12.07.25 Halldór Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Sjá meira
Bæjarstjórnarmeirihluti, Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokks, Í Hafnarfirði hékk á bláþræði í gær, fimmtudaginn, 7.febrúar. Ástæðan var andstaða fulltrúa Sjálfstæðisflokksins við það hliðarákvæði kjarasamninga, að börnum í grunnskólum yrði boðnar gjaldfrjálsar máltíðir í skólum. Það vildi Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði ekki. Fulltrúi Framsóknar studdi málið. Samfylkingin hafði forystu í málinu; komu því á dagskrá og knúðu fram samþykkt þess að lyktum. Ferill málsins var eftirfarandi: Bæjarráðsfulltrúar Samfylkingarinnar - Jafnaðarflokks Íslands, fluttu tillögu þess efnis á nefndum bæjarráðsfundi að morgni fimmtudagsins, að Hafnarfjarðarbær styddi heilshugar gjaldfrjálsar máltíðir og eins að bærinn myndi lækka verulega gjaldskrár sínar; úr 9,9% hækkun sem meirihlutinn samþykkti við gerð fjárhagsáætlunar í desember, í 3,5 á yfirstandandi ári. Þetta er í samræmi við óskir aðila vinnumarkaðarins og enda markmiðið að ná niður verðbólgu - og langþráðum stöðugleika. Jafnaðarmenn styðja heilshugar þessa nálgun. Uppákoma íhaldsins En þá varð fjandinn laus í Hafnarfirði. Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins með bæjarstjórann í broddi fylkingar fannst tillagan ómöguleg. Fulltrúi Framsóknar fannst þetta hins vegar skynsamleg nálgun, enda framsóknarmenn um allt land umhugað um að samningar næðust á þessum nótum. Óskað þá bæjarstjóri eftir fundarhléi til að freista þess að halda meirihlutanum saman. Það fundarhlé stóð í hálfa aðra klukkustund. Og í kjölfar þess óskaði bæjarstjórnarmeirihluti þessara flokka eftir því að fundinum yrði frestað í rúmar fimm klukkustundir til að meirihlutanum gæfist ráðrúm til að ná áttum og finna lausnir. Það gekk eftir og þegar fundur hófst að nýju eftir þessar rúmu 5 klukkustundir, hafði Framsókn tekist að beygja Sjálfstæðisflokkin. Þá samþykkti Sjálfstæðisflokkurinn frían mat í skólum. Sem hann hafði verið á móti fyrr á deginum! En auðvitað gat Sjálfstæðisflokkurinn ekki samþykkt tillögu jafnaðarmanna - það mátti ekki. En suðu saman aðra tillögu sem var efnislega nákvæmlega eins og tillaga jafnaðarmanna. Samþykktu að lækka gjaldskrár og fríum skólamat lofað. Enda mun ríkissjóður standa straum af stærstum hluta kostnaðar við skólamatinn. Nei að morgni og já síðdegis En þessi biti var beiskur og stór til að kyngja fyrir sjálfstæðismenn; að láta jafnaðarmenn og framsókn beygja sig í duftið. Og óyndi flokksins vegna niðurlægingar hans. birtist í því að skamma Samfylkinguna!! Bæjarstjóri og oddviti íhaldsins bókaði að undirritaður, höfundur þessarar greina, oddviti Samfylkingarininar í Hafnarfirði, hafi brotið trúnað!! Og í hverju átti það trúnaðarbrot að vera fólgið? Jú, í því að segja almenningi og fjölmiðlum frá því að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði hefði verið á móti tillögu um frían skólamat á bæjarráðsfundi um morguninn. En svo samþykkja þá ráðstöfun að kvöldi til að halda höktandi meirihluta á lífi - enn um sinn. Nei, það verður aldrei leyndarmál og á ekki að vera það, að Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði var eins og fjúkandi lauf á þessum margskipta og einstæða bæjarráðsfundi í gær. Þess ber einnig að geta, að fríar máltíðir í grunnskólum, er að finna í málefnasamningi þessa meirihluta. Sem gerir þessa andstöðu Hafnarfjarðaríhaldsins enn óskiljanlegri. Ragnar Reykás í Hafnarfirði Það er margt skrýtið í kýrhausnum og ekki að undra að almenningur skilji stundum lítið í flækjum stjórnmálanna. Þessi uppákoma í pólitíkinni í Hafnarfirði í gær, er svo sannarlega þeirrar gerðar. Svona eins konar Hafnarfjarðarbrandari íhaldsins. Það má finna Ragnar Reykás víða. Hann var í Hafnarfirði í gær í gervi Sjálfstæðisflokksins. Þar var hann móti máliinu að morgni dags, en svo með því með að síðdegis. Höfundur er oddviti Samfylkingarinnar - Jafnarflokks Íslands í Hafnarfirði.
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar