Engin samkeppni, aðeins samstaða Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 8. mars 2024 09:01 Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2024 Sigríður Hrund Pétursdóttir Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Það er auðvelt að upplifa og óttast að vera ekki nógu góð. Að efast og finna vanmátt er eðlilegt og manlegt. Við minnkum okkur og felum ljósið sem í okkur býr. Lifum hálfar eða í hnipri. Stífðar. Frumkrafturinn er kvenlægur og býr í okkur öllum. Það býr allt innra með okkur. Það þarf ekki að leita út á við að eigin getu og hæfni. Styrkurinn til að sleppa tökunum, klifra út úr púpunni og breiða út vængina er til staðar nú þegar, rétt eins og hæfnin til að anda, sjúga og sparka. Við tökum óttatilfinninguna, föðmum hana og þökkum fyrir að hún minni okkur á hversu sterkar við erum og breytum henni í framkvæmdaorku. Kvíðakitlið og fiðrildin í maganum verða að hlátri, söng og dansi. Að ganga einu skrefi lengra en þú þorir og getur, og svo annað skref og eitt í viðbót. Allt í einu er kominn gönguslóði og leiðarljós fyrir aðrar konur. Mundu hver þú ert og hvaðan þú kemur. Tengdu þig frumkraftinum og opnaðu hjartað. Valdið er okkar – það er engin fjarstýring á konum. Að alast upp í Þorpi sem á sterka kærleiksríka kvennamenningu er mesta ríkidæmi sem við veitum okkur því það ber vott um visku og virðingu og leiðir af sér hringrásarlærdóm og endalaust þakklæti. Vert þú Þorpið. Taktu þátt. Leiðarvísir að samstöðu í Þorpinu: Stattu með konum – alltaf. Við þurfum ekki að vera sammála en við erum samhuga. Vertu Leiðagreiðari – veittu konum framgöngu, taktu símtalið, opnaðu dyrnar, gefðu rými og stígðu til hliðar (takk Guðni fyrir að skapa blævæng tækifæra) Lyftu konum upp og áfram endalaust – vertu Ör og bentu í rétta átt, léttu á með konum, hlúðu að þeim og nærðu Fjárfestu í konum og fjármagnaðu konur – við skulum ekki fóðra kerfið sem við erum að forðast. Sprotafjármagn til nýsköpunar ratar t.d. í mýflugumynd í hendur kvenna sem þýðir að við þurfum og verðum að taka ákvörðun um að breyta nú þegar og gera betur. Núverandi kerfi hamlar vexti okkar og heftir. Fjárfesting í konum er fjárfesting í samfélagi. Hvar og hvernig vex fjármagn þitt? Að leggja rækt við kvenlæga sprota, fyrirtæki og þjónustu kvenna er sjálfbærni. Það er engin sjálfbærni án kvenna. Við komum sem ein en stöndum sem tíu þúsund – á Íslandi eru konur rétt tæplega tvö hundruð þúsund og standa á herðum forforeldra sinna. Stöndum í samstöðu hnarreistar, með hökuna upp og andlitið í Ljósið. Hugsum, tölum og hegðum okkur eins og við erum – Einstakar, Dýrmætar og Fágætar. Verum leiðandi og mótandi í alþjóðaþorpinu – skjaldmeyjar norðursins sem vernda lýðræði, tjáningarfrelsi og jafnræði. Háfleygt? Svo sannarlega, enda stunda ég ekki meðalkvennsku, það fer mér ekki. Konur – lyftum hver annarri upp og áfram linnulaust, hvetjum, styðjum, huggum, líknum og elskum. Sameinaðar erum við allt, sundraðar erum við ekkert. Til hamingju með alþjóðadag kvenna 8. mars 2024 – mín Karþagó: Samstaða kvenna og með konum mun bjarga heiminum. Þar komið þið eitursterkir inn frá kantinum piltar og bakkið okkur upp, Klettarnir sem þið eruð. Við hittumst í miðjunni og fögnum sigri! Verulega líklega með vöfflukaffi, sultu og rjóma… Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun