Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:22 Fólk horfir á sólina setjast á óvenju heitum febrúardegi í Kansas City í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira
Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur „Við veljum Danmörku“ Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Sjá meira