Febrúar heitasti febrúarmánuður sögunnar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:22 Fólk horfir á sólina setjast á óvenju heitum febrúardegi í Kansas City í Bandaríkjunum. AP/Charlie Riedel Febrúar síðastliðinn var heitasti febrúar mánuður sögunnar og níundi mánuðurinn í röð þar sem fyrra hitamet fellur. Þá hefur yfirborð sjávar aldrei mælst heitara en það mældist í síðasta mánuði. Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian. Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira
Febrúar var 1,77 gráðum heitari en meðalhiti febrúarmánaða á árunum 1850 til 1900 og 0,18 gráðum heitari en meðalhitinn árin 1991 til 2020. Meðalhitinn síðustu tólf mánuði var einnig sá hæsti sem mælst hefur í sögunni, eða 1,56 stigum hærri en fyrir iðnbyltinguna. Þetta þýðir að 1,5 gráðu múrinn, sem miðað var við í loftslagsviðræðum til að takmarka verstu afleiðingar hnattrænnar hlýnunar, hefur verið rofinn. Að minnsta kosti tímabundið. „Það eru nú svo margar sannanir sem styðja við þá staðreynd að loftslagið er að hlýna að ef þú afneitar loftslagsbreytingum þá geturðu alveg eins haldið því fram að jörðin sé flöt,“ segir Friederike Otto, sérfræðingur í loftslagsfræðum við Grantham-stofnunina við Imperial College London. Hann segir það ekki þurfa að koma neinum á óvart að annað hitamet hafi fallið. Maðurinn haldi áfram að brenna olíu, gasi og kolum og tengslin þarna á milli séu mjög skýr. „Það er engin silfurkúla eða töfralausn þegar kemur að loftlagsmálum. Við vitum hvað við þurfum að gera: Hætta að brenna jarðefnaeldsneytum og skipta þeim út fyrir sjálfbæra, endurnýjanlega orkugjafa. Þar til við gerum það munu öfgafullir veðuratburðir knúnir af loftslagsbreytingum halda áfram að eyðileggja líf og lífsviðurværi.“ Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá Guardian.
Loftslagsmál Veður Vísindi Mest lesið Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Innlent Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Innlent Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Innlent Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Erlent Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Erlent Fleiri fréttir Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Sjá meira