Þarf lítil þúfa alltaf að velta þungu hlassi? Hildur Telma Hauksdóttir skrifar 6. mars 2024 13:00 Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eurovision Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Varðandi málefni Palestínu eru okkur iðulega færð þau rök að lítið ríki eins og Ísland hafi svo lítil áhrif þannig að afhverju ættum við að gera eitthvað? Í sambandi við þátttöku RÚV í Eurovision, þrátt fyrir að Ísraelar taki þátt, er gjarnan vísað í það að Ísland ætti aðeins að segja sig úr keppni með hinum Norðurlöndunum eða ef við vitum að önnur ríki fylgja eftir. Hvers vegna er það? Hvers vegna getur Ísland ekki tekið sjálfstæða ákvörðun og sama þótt við værum eina ríkið sem segði sig úr keppninni eða ef önnur ríki fylgi, þá gætum við verið stolt af þeirri ákvörðun og afstöðu. Ísland ber ekki ábyrgð á því hvernig önnur ríki myndu álíta afboðun þátttöku okkar en við berum ábyrgð á því hvort við munum standa réttum megin við söguna. Klárlega yrði minni eftirsjá við það að líta tilbaka og sjá að við gerðum það sem í okkar valdi stóð varðandi þessa söngvakeppni. Ein söngvakeppni skiptir engu máli ef við setjum hana í samhengi við þjóðarmorðið sem hefur átt sér stað síðustu 6 mánuði og síðustu 75 ár. Nú hafa yfir 30.000 Palestínubúar verið drepnir. Þjóðarmorðið hefur staðið yfir í um 6 mánuði og lítið virðist ganga í að koma á varanlegu vopnahléi. Ísraelar njóta enn stuðnings ríkja þrátt fyrir að hörmungarnar eru að eiga sér stað fyrir framan nefin á okkur. Eurovision er og hefur alltaf verið pólitísk keppni sem kristallaðist þegar Rússum var meinuð þátttaka í keppninni. Alþingi hefur fordæmt aðgerðir Ísraela en þátttaka Íslands í Eurovision væri ekki endurspeglun á þeirri afstöðu. Keppnin gefur sig út fyrir að vera friðar- og sameiningartákn Evrópu en svo er ekki að sjá miðað við núverandi stöðu. Skoðanakannanir, kommentakerfi og skoðanaskipti um allt land hafa sýnt fram á að gríðarlega stór hópur Íslendinga vill að Ísland taki ekki þátt í Eurovision í ár. Skoðanakönnun frá því í desember sýnir að 76% Íslendinga finnst að Ísrael ætti ekki að fá að taka þátt í Eurovision og 60% landsmanna finnst að Ísland ætti að draga sig úr keppni ef Ísraelar taka þátt. Skiptir þjóðarvilji engu máli í samanburði við auglýsingatekjur ríkisstofnunar? Sumir hafa furðað sig á því hvers vegna Íslendingar eru svona uppteknir af sniðgöngu Eurovision í samanburði við önnur ríki. Hvers vegna fögnum við því ekki frekar að íslenskur almenningur vilji taka skýra afstöðu? Að íslenskum almenningi er greinilega ekki sama um þjóðarmorðið sem er í gangi og að okkur sé annt um fólk sem hefur búið við hörmulegar aðstæður árum saman. Ég átta mig ekki á, eftir að telja upp öll þessi rök, hvað þarf meira til? Svipuðum spurningum er síðan hægt að varpa til íslenskra stjórnvalda sem vitna gjarnan í að við tökum ákvarðanir í samræmi við nágrannaríki eða að Ísland geti ekki haft raunveruleg áhrif. Rökin fyrir því að Ísland hefji ekki viðskiptabann við Ísrael eru þau að það myndi ekki gera neitt ef við ein myndum leggja það til. Ástandið er of flókið og því tekin ákvörðun um að gera ekki neitt en frysting fjárlaga til UNRWA, neyðaraðstoðar til Gaza, er hins vegar einfalt mál sem afgreitt var strax. Tregða íslenskra stjórnvalda við að ná í Palestínubúa sem höfðu fengið dvalarleyfi á vegum fjölskyldusameiningar einkenndist til dæmis af því að hlutfallslega ætti Ísland aðeins að sækja 2-3 einstaklinga miðað við hin Norðurlöndin, skiptir „miðað við höfðatölu“ lögmál Íslendinga virkilega svona miklu máli? Rökin fyrir því að vera hlutlaus á sviði Sameinuðu Þjóðanna var sú að við kusum í samræmi við ríki sem við berum okkur saman við. Ísland hefur áður haft áhrif á alþjóðavettvangi en það þarf vilja og kjark til þess að reyna á það aftur. Þó að samanburður og samstörf við nágrannaríki getur verið gott og gagnlegt tól í ýmsum málaflokkum þá má það ekki verða að einhvers konar skildi fyrir ákveðnum aðgerðum eða aðgerðarleysi. Við eigum að geta tekið sjálfstæðar ákvarðanir, staðið með þeim og séð svo hvort litla þúfan velti þungu hlassi. Ísland hefur nú val um það hvort við ætlum að skrifa okkur réttu eða röngu megin við söguna. Hvernig viljum við eftir 10 ár geta litið til baka til þessa tíma? Höfundur er nemi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun