Ríkt traust til lögreglu Eygló Harðardóttir skrifar 4. mars 2024 13:01 Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lögreglan Eygló Harðardóttir Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Sjá meira
Í löggæsluáætlun segir að lögreglan eigi að vera í stakk búin til þess að gæta almannaöryggis, halda uppi lögum og reglu og tryggja réttaröryggi og stjórnarskrárvarin réttindi borgaranna í takt við samfélagslega og tæknilega þróun. Þar segir: „Löggæslan verður ekki rekin af lögreglu einni og sér heldur er hún samstarfsverkefni samfélagsins með því að vinna að sameiginlegum markmiðum. Því skiptir miklu máli að upplifun almennings af þjónustu lögreglu sé jákvæð og að borið sé traust til starfa hennar.“ Kannanir bæði lögreglu og annarra sýna að meirihluti landsmanna hefur jákvætt viðhorf til lögreglu. Um 80% þátttakenda í viðhorfskönnun lögreglu 2023 svöruðu því til að lögregla skili mjög góðu eða frekar góðu starfi í þeirra hverfi eða byggðarlagi. Tæplega 72% svöruðu að þeim finnist lögreglan mjög eða frekar aðgengileg þar sem þau búa og 80% þeirra sem leituðu til lögreglunnar voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustu og aðstoð lögreglu þegar eftir henni var leitað. Samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð Þegar skoðað er hverjir bera minna traust til lögreglu og hennar starfa er það frekar yngra fólk á aldrinum 18 til 25 ára. Þetta sýnir hversu mikilvæg samfélagslöggæsla og svæðisbundið samráð um afbrotavarnir með helstu lykilaðilum og lögreglu er. Með auknu fjármagni til löggæslu er unnið að því að efla forvarnarstarf, fjölga samfélagslögreglumönnum og tryggja samhæfingu forvarna og fræðslu á landsvísu. Með slíkri samvinnu fær lögreglan og þeirra helstu samstarfsaðilar aukinn skilning og innsýn inn í áskoranir hvers umdæmis. Gott dæmi um slíkt eru samráðsvettvangar á borð við Saman gegn ofbeldi, Barnahús, AGO í Eyjum og Öruggara Austurland og Suðurnes. Traust er byggt upp þegar t.d. samfélagslögreglumenn heimsækja skóla yfir veturinn, kíkja á reiðhjólin á vorin eða spila tölvuleiki á netinu með börnum. Við slík tilefni segja þau frá því t.d. hvernig lögreglan starfar, ræða umferðarreglurnar, skaðsemi vímuefna eða hvernig megi verjast netbrotum. Fólk í viðkvæmri stöðu Mikill áhugi er að gera enn betur þegar kemur að fólki sem er jaðarsett eða í sérlega viðkvæmri stöðu. Lögreglan er oft þau sem eru fyrst á vettvang þegar kallað er eftir aðstoð vegna gruns um ofneyslu eða annan sjálfskaða. Árið 2022 ákvað heilbrigðisráðherra að heimila og auka aðgengi að neyðarlyfinu Naloxone í nefúðaformi. Lyfið er notað sem neyðarmeðferð við þekktri eða ætlaðri ofskömmtun ópíóða. Lögreglumenn hringinn í kringum landið lögðu áherslu á að þau hefðu aðgengi að nefúðanum til að hjálpa við slíkar kringumstæður. Því voru sameiginlegar verklagsreglur lögreglunnar um notkun á Naloxone nefúðanum samþykktar í nóvember síðastliðnum. Hefur lögreglan einnig óskað eftir aðkomu að vinnu við mótun á verklagi vegna einstaklinga í sjálfsvígshættu, mögulega með sameiginlegum bakvöktum með heilbrigðiskerfinu. Ætíð er hægt að leita til lögreglu í síma 112 í neyð. Bein númer lögreglunnar má finna á www.logreglan.is Höfundur er verkefnastjóri hjá embætti ríkislögreglustjóra.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun