Hafnarfjörður í fremstu röð sveitarfélaga Valdimar Víðisson skrifar 22. febrúar 2024 13:47 Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Valdimar Víðisson Hafnarfjörður Mest lesið Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Betri er auðmjúkur syndari en drambsamur dýrlingur Stefanía Arnardóttir Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Skoðun Börn, ungmenni og geðheilsa Tómas Þór Þórðarson,Gunnar Örn Jóhannsson skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kærleikur í kaós Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Níu af hverjum tíu íbúum eru ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað. Hafnarfjörður vermir nú annað sætið af stærstu sveitarfélögunum í ánægju bæjarbúa með heildarupplifun af þjónustu sveitarfélaga. Þetta kemur fram í nýrri þjónustukönnun Gallups sem kynnt var í bæjarráði í vikunni. Samkvæmt könnunni er Hafnarfjörður yfir meðaltali í 10 þáttum af þeim 12 sem mældir eru en í tveimur þáttum erum við í meðaltali. Bærinn er hærri þegar kemur að heildaránægju með sveitarfélagið, aðstöðu til íþróttaiðkunar, ánægju með menningarmálin, þjónustu við leik- og grunnskóla, þjónustu við eldra fólk, sorphirðu og skipulagsmál. Þessar niðurstöður staðfesta að meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í bæjarstjórn Hafnarfjarðar er á réttri leið. Við höfum m.a. lagt mikla áherslu á fjölskyldufólk og það sést með myndarlegum systkinaafsláttum í leik- og grunnskólum, flest ritföng í grunnskólum er foreldrum að kostnaðarlausu, við höfum endurskipulagt leikskóladaginn, styrkt dagforeldrakerfið og nýfæddir Hafnfirðingar fá gjöf frá bænum. Ánægja með menningarmálin skorar hátt í þessari könnun og erum við þar efst sveitarfélaga. Meirihlutinn hefur lagt mikla áherslu á menningu og listir og endurspeglast það í þeim fjölmörgu viðburðum sem haldnir eru allt árið um kring í Hafnarfirði. Á síðustu sex árum hafa verið opnaðir þrír nýir búsetukjarnar fyrir fatlað fólk. Ekkert annað sveitarfélag státar af öðrum eins árangri. Búsetukjarninn í Stuðlaskarði er í eigu íbúanna og er það einsdæmi hér á landi. Hafinn er undirbúningur að fjórða búsetukjarnanum og bindum við vonir við að hann rísi innan fárra ára. Ánægja með aðstöðu til íþróttaiðkunar er annar þáttur sem kemur vel út í Hafnarfirði. Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks hefur stutt vel við íþróttalíf í bænum. Á vordögum opnar á Selhellu glæsilegasta brettahöll landsins. Brettafélag Hafnarfjarðar kemur að allri hönnun innanhús og þessi nýja brettahöll mun gjörbylta allri aðstöðu fyrir þau börn og ungmenni sem stunda þessar íþróttir. Í lok þessa árs er stefnt að opnun glæsilegs knatthús Hauka á Ásvöllum og snemma á næsta ári opnar ný reiðhöll Sörla. Þess utan hefur aðstaðan hjá FH verið bætt. Þjónusta við eldra fólk skorar einnig yfir meðaltali í Hafnarfirði. Meirihlutinn hefur fest í sessi frístundastyrk fyrir eldra fólk, heilsuefling hefur verið efld og þjónustan bætt með tilkomu nýs hjúkrunarheimilis við Sólvang. Aukin áhersla hefur verið á fegrun bæjarins síðustu ár. Það verkefni hefur tekist vel og bærinn skartar sínu fegursta allt árið um kring. Fallegur bær sem tekur vel á móti hverjum þeim sem sækir hann heim. Þessar niðurstöður Gallups sýna að við erum á réttri leið. Við erum kosin til að þjónusta íbúa bæjarins og þessi könnun sýnir svo ekki verður um villst að það erum við að gera og gerum það vel. Við ætlum að halda áfram á þessari braut og gera enn betur. Hafnfirðingar geta treyst því. Höfundur er formaður bæjarráðs og oddviti Framsóknar í bæjarstjórn Hafnarfjarðar.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun