Ungt fólk vill völd Geir Finnsson skrifar 22. febrúar 2024 07:31 Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geir Finnsson Félagasamtök Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Í hvert sinn sem þjóðin gengur í gegnum erfiðleika er það ungt fólk sem stendur í framlínunni. Þegar COVID-19 faraldurinn stóð yfir var það ungt fólk sem sinnti einna helst framlínustörfum og fórnuðu nemendur félagslífi sínu og öðrum ómissandi þáttum í lífi sínu sem fást aldrei aftur. Þetta var ekki í fyrsta skiptið sem reynt var á seiglu og dugnað ungs fólks á krefjandi tímum og verður líklegast ekki það síðasta. Nú þegar verðbólga og aðrir efnahagsörðugleikar hafa leikið þjóðina grátt hafa helstu aðgerðir hins opinbera fórnað tækifærum ungs fólks til þess að komast inn á húsnæðismarkað, í nafni stöðugleika. Þetta ástand endurspeglar þá víðtæku þróun að á meðan við göngum í gegnum erfiðleika þykir það oftar en ekki sjálfsagt að ungt fólk beri hlutfallslega mestan þungann af þeim í þágu heildarinnar. Að hægt sé að setja líf ungs fólks á pásu á meðan hinir ná vopnum sínum á ný. Stefna óskast Landssamband ungmennafélaga (LUF) stendur vörð um hagsmuni ungs fólks og hefur því lengi kallað eftir auknu réttlæti og sanngirni í þágu yngri kynslóða. Bæði LUF og alþjóðasamfélagið hafa endurtekið bent íslenskum stjórnvöldum á þá staðreynd að hér á landi er enga heildstæða stefnu í málefnum ungs fólks að finna, ólíkt flest öllum ríkjum heims. Þetta stefnuleysi gerir það að verkum að enga haldbæra áætlun er að finna þegar kemur að því að tryggja réttindi og velferð ungra Íslendinga.Heildstæð ungmennastefna, sem mótuð væri í nánu samráði við ungt fólk, myndi ekki leysa öll vandamál þessa hóps en hún myndi svo sannarlega leiða til þess að stjórnvöld hefðu skýran leiðarvísi til að takast betur á við menntun, fjármálalæsi, atvinnu, geðheilbrigði, húsnæðismál og almenn réttindi ungs fólks. Þá fyrst væri hægt að tala um aðgerðir, í þágu ungs fólks, sem endurspegla raunverulegar þarfir og bera árangur til lengri tíma.Um þessar mundir ætla íslensk stjórnvöld þó að endurskoða æskulýðslög, sem er fagnaðarefni. Á sama tíma er útlit fyrir að núverandi frumvarpsdrög geri ekki ráð fyrir því að tekið verði tillit til lýðræðislegs umboðs og radda ungmenna. LUF hefur bent á að eldra fólk í valdastöðu virðist hafa þá tilhneigingu að vanmeta rödd ungs fólks og ganga framhjá þeim í allri ákvarðanatöku sem varðar þeirra hagi.Völd óskastSkýr stefna um ungt fólk, samin í samráði við ungt fólk, er forsenda þess að ungt fólk geti setið til jafns við alla aðra hópa samfélagsins. Þangað til það verður að veruleika ríkir hér áfram valdaójafnvægi sem er engum til hagsbóta.Vegna þessa kallar LUF eftir því að eitthvað verði gert í málunum. Því til stuðnings efnir LUF til lýðræðishátíðar í tilefni 20 ára sambandsins, sem fer fram í tengslum við sambandsþing okkar, laugardaginn næstkomandi þann 24. febrúar í Hörpu. Þar býðst ungu fólki, úr öllum áttum, tækifæri til að mætast og ræða ekki aðeins áskoranir heldur einnig lausnir í sínum málum. Afrakstur þeirra vinnu verður síðan nýttur af LUF til að ryðja frekar veginn fyrir því að íslensk ungmenni hljóti á endanum þau völd sem óskað er eftir.Að lokumÞað er ekki sjálfsagt að ungt fólki beri samfélagslegar byrðar á herðum sér án þess að hafa nokkuð um það að segja. Við óskum eftir völdum því það er ekki óeðlileg krafa að ungt fólk fái að koma að borðinu í þeim ákvarðanatökum sem varða þeirra hagi. Það felst eingöngu ávinningur í því fyrir samfélagið að valdefla, fræða og tryggja réttindi þess hóps sem hefur mest í húfi er kemur að farsæld samfélagsins og þarf trekk í trekk að bera þungann af áskorunum þess.Þegar veigamiklar ákvarðanir eru teknar sem varða okkar hagsmuni þá er lágmark að rödd okkar verði gefinn gaumur. Ef stjórnvöld mörkuðu sér skýra stefnu í málefnum ungs fólks þá gætum við fyrst hugsað okkur sanngjarnari leikreglur sem kæmu öllum til góðs. Við eigum einfaldlega betra skilið.Höfundur er fráfarandi forseti LUF - Landssambands ungmennafélaga20. ára afmæli félagsins verður haldið með lýðræðisráðstefnu í Hörpu á laugardaginn.Skráning fer fram hér.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun