Skörp stefnubreyting Samfylkingarinnar Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar 20. febrúar 2024 16:02 Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Flóttamenn Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ágúst Bjarni Garðarsson Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30 „Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22 Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Enn á ný er nýr tónn sleginn hjá Samfylkingunni og nú eru það útlendingamálin. Það er ekki bara Evrópusambandsaðild og „nýja stjórnarskráin“ sem er komin ofan í kassa og inn í geymslu, því nú hefur flokkurinn tekið upp nýja stefnu í útlendingamálum sem reynt er að mála upp sem einhvers konar stefnumótun. Gamla stefna Samfylkingarinnar lúrir þó enn á heimasíðu flokksins, en þeim finnst betra að viðra aðra stefnu opinberlega, stefnu sem er orðin ansi keimlík stefnu Framsóknar. Vindar blása í allar áttir Á sínum tíma lýsti Logi Einarsson fyrrv. formaður Samfylkingarinnar því yfir að hann væri fullkomlega ósammála formanni systurflokks Samfylkingarinnar í Danmörku, Mette Frederiksen, þegar danskir jafnaðarmenn kynntu nýjar tillögur í útlendingamálum. Nú segist formaður Samfylkingarinnar vera að einhverju leyti sammála stefnu Mette Frederiksen hvað málefni útlendinga varðar. Þetta kemur á óvart þar sem meðlimir þingflokks Samfylkingarinnar hafa hingað til verið ósammála þeirri nálgun. Nú þegar kostnaður við málaflokkinn hefur aukist gríðarlega og ólga er farin að myndast í umræðum í samfélaginu þá er Samfylkingin tilbúin að hoppa á vagninn, þrátt fyrir að sami flokkur hafi ítrekað komið í veg fyrir mikilvægar kerfisbreytingar í þessum málaflokki næðu fram að ganga á Alþingi. Hvað á formaðurinn við? Ég furða mig á nálgun formanns Samfylkingarinnar. Hún talar í sífellu um innflytjendur og að fjölgun þeirra sé stórt vandamál, en reynir eftir fremsta megni að skauta fram hjá rót vandans, sem er það kerfi sem byggt hefur verið upp í kringum hælisleitendur. Formaðurinn gefur í og dregur úr á sama tíma. Þá gagnrýnir hún atvinnustefnu stjórnvalda og talar um atvinnugreinar sem við sjálf viljum ekki taka þátt í. Hvað á formaður Samfylkingarinnar við með þessum orðum? Er formaður Samfylkingarinnar að leggja til að lögð verði niður störf á landsbyggðinni, líkt og í ferðaþjónustu, sjávarútvegi, iðnaði og svo framvegis? Öflugt atvinnulíf um land allt er forsenda byggðar um land allt. Það skulum við hafa í huga. Við þurfum á innflytjendum að halda Ég tel afar brýnt í umræðunni að rugla ekki saman innflytjendum og hælisleitendum. Sá sem hér skrifar getur ekki séð fyrir sér það samfélag sem við hér byggjum án innflytjenda. Staðreyndin er sú að innflytjendur halda uppi lífskjörum og hagvexti hér á landi. Samkvæmt gögnum Hagstofunnar er hlutfall erlends starfsfólks í nær öllum íslenskum atvinnugreinum almennt orðið um 30-40%. Hingað til lands kemur vel menntað fólk sem vill setjast að í okkar góða samfélagi og við þurfum að nýta þá þekkingu. Hér má nefna nýsköpun sem dæmi svo eitthvað sé nefnt. Tölum ekki niður innflytjendur, þeir eru fjársjóður fyrir okkur sem þjóð. Þegar að kemur að umræðu um innflytjendur þurfum við að beina spjótum okkar að því hvernig við getum hjálpað því fólki sem hér vill búa og skila til baka til samfélagsins. Hingað til hafa þeir flóttamenn sem hingað koma farið hratt inn á vinnumarkaðinn, en það hefur breyst á síðustu tveimur árum vegna tilhæfulausra umsókna sem erfitt hefur verið að ná tökum á. Ástæðan; ekki hefur verið hægt að gera nauðsynlegar breytingar á útlendingalöggjöfinni vegna meðal annars mjög mikillar andstöðu frá þingmönnum Samfylkingarinnar. Heildarsýn í útlendingamálum Að lokum er rétt að minnast á að ríkisstjórnin hefur nú sammælst um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Á grundvelli þeirra aðgerða verður tekið utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með aukinni samhæfingu á milli ráðuneyta og stofnana. Ætlunin er að fækka umsóknum sem ekki uppfylla skilyrði um vernd og auka skilvirkni í afgreiðslu á umsóknum. Þannig má spara fé sem að hluta til verður nú nýtt í aukna íslenskukennslu, aðstoð við börn í skólum og samfélagsfræðslu fyrir flóttafólk. Þá verður afgreiðslutími umsókna um alþjóðlega vernd styttur í 90 daga að meðaltali á hvoru stjórnsýslustigi fyrir sig. Markmiðið er að stuðla að betri, skilvirkari og skýrari framkvæmd innan málaflokksins, og bættri þjónustu til að renna styrkari stoðum undir stjórn útlendingamála. Með þessari heildarsýn er lögð áhersla á mannúð og virðingu og unnið gegn skautun í íslensku samfélagi. Horft verður sérstaklega til framkvæmdar þessara mála á Norðurlöndum þannig að aukið samræmi sé á milli landa. Höfundur er þingmaður Framsóknar og 1. varaformaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis.
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07
Hafnar því að Kristrún sé að færa flokkinn lengra til hægri Össur Skarphéðinsson fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar hafnar því að Kristrún Frostadóttir núverandi formaður sé að færa flokkinn lengra til hægri á hinum pólitíska ás. 18. febrúar 2024 18:30
„Ég er bara með opin augu gagnvart því sem er að gerast í samfélaginu“ Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir innflytjendum hafa fjölgað of hratt hér á Íslandi. Hún segir umræðuna ekki eiga að snúast um það hvort fólk væri með eða á móti útlendingum. 18. febrúar 2024 13:22
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun