Højlund sá yngsti í sögunni til að skora í sex leikjum í röð Siggeir Ævarsson skrifar 18. febrúar 2024 21:02 Højlund fagnar hér fyrsta deildarmarki sínu. Þau hafa síðan komið á færibandi Vísir/Getty Eftir að hafa ekki skorað í 14 fyrstu deildarleikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni virðist Rasmus Højlund hreinlega ekki geta hætt að skora en hann hefur nú skorað í sex leikjum í röð. Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024 Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Það er ágætis afrek að skora leik eftir leik en það sem gerir þessa tölfræði merkilega er að Højlund er nú orðinn yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar sem hefur skorað í sex leikjum í röð en Højlund er 21 árs og 14 daga gamall. Højlund skoraði bæði mörk Manchester United í dag þegar liðið lagði Luton á útivelli og tók þar með þetta met úr höndunum á Joe Willock, leikmanni Newcastle, en hann var 21 árs og 272 daga gamall þegar hann skoraði í sínum sjötta leik í röð 19. maí 2021. Hann tók þá metið af markahróknum Romelu Lukaku. Fyrir leikinn í dag var Højlund kominn í góðan hóp en hann var þá þegar annar yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í fimm leikjum í röð, næstur á eftir hinum franska Nicolas Anelka sem var aðeins 19 ára þegar hann skoraði í fimm leikjum í röð fyrir Arsenal í nóvember 1998. Rasmus Hojlund is the second-youngest player to score in five successive Premier League games, only behind Nicolas Anelka #MUFC pic.twitter.com/t5k7r1RHZE— Match of the Day (@BBCMOTD) February 11, 2024 Rasmus Højlund er nú kominn með þrettán mörk í öllum keppnum fyrir Manchester United en liðið á næst leik gegn Fulham á heimavelli þann 24. febrúar þar sem honum gefst tækifæri til að bæta í metið. 21-year-old Rasmus Højlund becomes the youngest player to score in six Premier League games in a row pic.twitter.com/ZZ1OPQFLAg— B/R Football (@brfootball) February 18, 2024
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44 Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Leik lokið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Leeds afgreiddi West Ham Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Belgarnir hennar Betu fengu skell Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Lárus Orri framlengir á Skaganum Sænska ungstirnið klárt í El Clásico vegna meiðsla Raphinha Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Benítez orðinn stjóri Sverris og sprengir launaskalann Ætla stelpurnar okkar með flugi eða á fleka á HM í Brasilíu? Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Sambandsdeildin | Logi í sigurliði og Crystal Palace lá á heimavelli Evrópudeildin | Elías hélt hreinu í Evrópudeildinni Freyr stýrði Brann til sigurs á Rangers og Albert skoraði Leik lokið: Breiðablik-KuPS 0-0 | Höskuldur klúðraði víti og Blikar bíða enn Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Messi framlengir samning sinn um þrjú ár Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Leiktíma Sverris breytt þrisvar í dag vegna veðurs Ótrúlegur Kane sá við Messi og Ronaldo Eiður dásamaði Caicedo í beinni á Brúnni „Ákveðið sjokk“ „Heiður að fá að vera í sama flokki og hann“ Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Guðrún líklegust til að koma til bjargar í eyðimörk „Kominn tími á sigur í Sambandsdeildinni“ Sjá meira
Manchester United slapp með skrekkinn Luton tók á móti Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í dag. United fékk sannkallaða draumabyrjun þegar Rasmus Højlund skoraði strax á 1. mínútu og varð þar með yngsti leikmaðurinn í sögu deildarinnar til að skora í sex leikjum í röð. 18. febrúar 2024 18:44