Sertral eða sálfræðimeðferð Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar 15. febrúar 2024 12:31 Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilsa Lyf Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að notkun, geð-, svefn,- og róandi lyfja virðumst við Íslendingar eiga enn einn „vafasama“ metið. Alma Möller landlæknir var í Kastljósinu í vikunni (12.2) og ræddi um mikla notkun þunglyndislyfja meðal barna og unglinga. En þessi mikla notkun á einnig við um aðra aldursflokka. Nú er að svo að margir þurfa á geðlyfjum að halda, til skemmri eða lengri tíma. Hins vegar er lyfjagjöf ekki endilega upphafspunkturinn þegar kemur að meðhöndlun á andlegri vanlíðan. Í fyrrgreindu viðtali mælti Alma með því að gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við Hugræna atferlismeðferð væru notaðar sem fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun þunglyndis. Þeir sem taka þunglyndislyf ættu líka að spyrja sig þeirrar spurningar hvort ávinningur sé af því að taka lyfið? Eru þau hjálpleg í baráttunni við kvíðann, þunglyndið eða aðra vanlíðan? Finn ég mun á mér eftir að ég fór að taka lyfið? Þeir eru ófáir sem ég hef hitt sem eiga erfitt með að muna hvenær þeir byrjuð að taka lyfin og aðrir eru ekki vissir hvort þau séu að gera gagn. Eru kostir þess að taka lyfin meiri en gallarnir til lengri tíma litið? Öll lyf hafa aukaverkanir en við finnum mismikið fyrir þeim. STAÐREYND um þunglyndi: Rannsóknir síðustu 50 ára hafa ekki náð að sanna að þunglyndi orsakist af lágu magni seretonins í heila. En þunglyndislyf eiga jú að hafa áhrif á magn seretonins í heila. STAÐREYND: þegar lyfjanotkun er hætt koma óhjákvæmilega fram fráhvarfseinkenni, sem margir taka sem versnun þunglyndis. Fráhvarfseinkenni þunglyndislyfja geta verið alvarleg og langdregin. Þá hefur verið sýnt fram á að sumar tegundir þunglyndislyfja eru tengdar aukinni hættu á sjálfsvígum hjá fullorðnum með þunglyndi. Sertral er eitt algengasta þunglyndislyfið á Íslandi. Margir eru ómeðvitaðir um aukaverkanir þeirra lyfja sem þeir taka. Ég fletti sertral upp í lyfjahandbókinni og eftirfarandi aukaverkanir voru skráðar sem algengar: Hjartaónot, verkur fyrir brjósti, hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, þreyta, kviðverkur, hægðatregða, uppköst, lystarleysi, munnþurrkur, svitamyndun, ógleði, niðurgangur, meltingatruflanir, skapgerðabreytingar, minnkuð kynhvöt, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar. Nýlega sagði kona sögu sína í fjölmiðlum en hún leitaði læknis vegna kulnunar. Í greininni segir konan að henni hafi þótt læknirinn leggja óþarflega mikla áherslu á að gefa lyf. „Ég hefði viljað að læknirinn hefði tekið öðruvísi á mínu vandamáli… að hann hefði skoðað svefninn, mataræðið og hvað ég væri að taka inn af bætiefnum.“ Konan talar um að nánar hefði þurft að kortleggja daglega streitu og gefa ráð varðandi hreyfingu í stað þess að skrifa upp á lyf. Það er STAÐREYND að hundruð rannsókna sýna fram á góðan árangur sálfræðimeðferðar við andlegri vanlíðan á borð við kvíða og þunglyndi. Það er staðreynd að þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála á borð við kvíða og þunglyndi gilda sömu lögmál og við meðhöndlun líkamlegra vandamála eins og sykursýki og hækkaðs blóðþrýstings. Það sem skiptir máli er að breyta HEGÐUN. Ef við glímum við sykursýki 2 eða hækkaðan blóðþrýsting þurfum við að breyta mataræði og/eða minnka streitu. Sömu lögmál gilda þegar kemur að andlegri vanlíðan. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Við þurfum að gera meira af því sem gefur okkur gleði og auka daglega virkni og hreyfingu. Það er staðreynd að erfiðar hugsanir og tilfinningar eru hluti af lífi okkar allra. Gagnreyndar sálfræðimeðferðir á borð við hugræna atferlismeðferð (HAM) og atferlis- og sáttarmeðferð (ACT) bjóða upp á tæki til að takast á við andlega vanlíðan og hjálpa okkur í átt að betri líðan. Höfundur er sálfræðingur á Reykjalundi og Samkennd Heilsusetri.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar