Förum varlega á vegum úti Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 17:01 Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Framsóknarflokkurinn Umferðaröryggi Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Banaslys í umferðinni eru orðin 7 sem af er þessu ári en þau voru 8 í heildina, allt árið í fyrra. Þessar staðreyndir kalla á að við stöldrum við og íhugum hvar við getum gert betur. Ef við horfum aftur til aldamóta hefur margt breyst. Árið 2000 voru banaslys í umferðinni 32 talsins, flest þeirra voru í kringum höfuðborgarsvæðið og Akureyri og sömu sögu var að segja árið eftir. Þá eru ótalin þau slys þar sem fólk hefur hlotið örkuml eða varanlegan skaða. Margt hefur sannarlega breyst á þessari öld, bæði hvað varðar framfarir í samgönguframkvæmdum og umferðarmenningu. Við höfum sett mikið átak í að tvöfalda og bæta vegi á suðvestursvæðinu sem hefur skilað sér í því að færri banaslys hafa orðið á þessum fjölförnu vegum. Við höfum farið í átak við að bæta öryggi á vegum landsins, farið í aukna vegagerð, bætt vetrarþjónustu á vegum víða og aukið ofanflóðaeftirlit sem eru allt liðir að bættu öryggi, en umferðarþungi hefur aukist gríðarlega á þessari öld. Á árunum 2018- 22 vorum við í fjórða lægsta sæti yfir tölu látinna í umferðarslysum í Evrópu á hverja 100.000 íbúa. Neðar voru Bretland, Svíþjóð og Noregur. Banaslysin færast út á þjóðvegi landsins Banaslysum hér á landi hefur fækkað ár frá ári og sérstaklega miðað við umferðaraukningu en hlutfall banaslysa í dreifbýli hefur hækkað úr 40% frá árinu 1975-84 í rúmlega 70% á árunum 2005-14 og enn hefur þetta hlutfall hækkað. Hvað veldur því? Breytingar í atvinnulífi þjóðarinnar hefur kallað á gríðarlega aukningu á stórflutningum á vegum landsins. Lagni ökumannanna sem aka slíkum bifreiðum kemur þeim þó í langflestum tilfellum slysalaust milli landshluta en allir þekkja hvernig er að mæta stórum vöruflutningabílum á kræklóttum vegum landsins, í vondu veðri og reyna að halda einbeitingunni. Ferðamönnum hefur fjölgað mikið og margir sem keyra hér um landið gera það óvanir þeim aðstæðum sem við búum við. Auk þess hefur verið talað um að stór hluti þeirra bíla sem ferðamenn eru að taka á bílaleigum séu með lægri öryggisstaðla heldur en bílahluti landsmanna. Breytt þjóðfélagsmynd Í dag er uppi allt aðrar aðstæður heldur en voru fyrir um aldarfjórðung. Á þeim tíma var samfélagsgerðin önnur. Þá var innan hvers byggðarlags eitt samfélag, þar sem íbúar sóttu sína vinnu, skóla, heilsugæslu og félagslíf innan byggðarlagsins. Í dag eru landfræðileg mörk byggðarlaga og samfélaga mun stærri. Atvinnusóknarsvæði eru stöðugt að stækka, fólk sækir vinnu lengra, keyrir börnin lengri leið í skólann og jafnvel í leikskóla og þjónustan færist svo sífellt á færri staði. Þetta gengur allt vel í heimi þar sem samgöngur eru greiðar allan ársins hring en öflug vetrarþjónusta á vegum landsins er mikið öryggisatriði fyrir okkur öll. Að bæta umferðaröryggi á vegum landsins allt árið um kring kallar á stóraukna vetrarþjónustu og áframhaldandi vegabætur um land allt. Mikilvægt er að auka fræðslu til erlendra ferðamanna sem aka hér um vegi, hér er stærsti hluti vegakerfisins um stórbrotna náttúru landsins sem einmitt markmið ferðamanna er að komast á til að njóta og þjóta. Eitt banaslys á vegum úti er einu banaslysi of mikið. Höfundur er þingmaður Framsóknar.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun