Kröfur fjármálaráðherra – ekki Óbyggðanefndar Páll Magnússon skrifar 13. febrúar 2024 19:00 Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ísland fyrir Íslendínga! Ólafur Sindri Ólafsson Bakþankar Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar