Kröfur fjármálaráðherra – ekki Óbyggðanefndar Páll Magnússon skrifar 13. febrúar 2024 19:00 Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Páll Magnússon Vestmannaeyjar Jarða- og lóðamál Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nú liggur það fyrir í viðtali á mbl.is í dag að fjármálaráðherra ætlar halda til streitu kröfu um að Vestmannaeyjabær afhendi ríkinu stóran hluta Heimaeyjar og allar úteyjarnar. Þessi kröfugerð varð ekki til hjá Óbyggðanefnd, eins og ráðherrann gefur til kynna, heldur í fjármálaráðuneytinu undir forræði ráðherrans. Ráðherrann gefur ekki mikið fyrir viðbrögð bæjarstjórnar Vestmannaeyja í gær: „Þannig að þau sjónarmið sem þarna koma fram hafa komið fram hjá bændum… í meira en tuttugu ár“. Þetta lýsir nú ekki djúpum skilningi á málinu. Í fyrsta lagi deildu bændur aðallega við ríkið um eignarrétt á afréttum uppi á hálendi í óbyggðum Íslands. Þar er engu saman að jafna við 13 ferkílómetra þéttbýla eyju þar sem búa 4,600 manns. Krafa fjármálaráðherra nær m.a. yfir land þar sem núna standa yfir framkvæmdir upp á milljarðatugi í landeldi á laxi. Í öðru lagi liggur fyrir þinglýstur eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á öllu þessu landi. Ríkið seldi Vestmannaeyjabæ þetta land á grundvelli sérstakra laga þar um 1960. Undir afsalið af hálfu ríkisins rituðu Bjarni Benediktsson, eldri, þáverandi dómsmálaráðherra, og Ingólfur Jónsson, þáverandi landbúnaðarráðherra, í águst 1960. Við þetta skapaðist stjórnarskrárvarinn eignarréttur Vestmannaeyjabæjar á þessu landi. Fjármálaráðherra segir í viðtalinu á mbl: „Ólíkir stjórnmálaflokkar hafa haft ólíkar skoðanir á því og kemur kannski ekki á óvart að Sjálfstæðisflokkurinn hefur almennt verið eignarréttarmegin.“ Einmitt. Þeim mun meira kemur það á óvart að varaformaður Sjálfstæðisflokksins skuli nú ætla að reka mál af hörku í því skyni að fá hnekkt þeim eignarrétti sem fyrrnefndir foringjar Sjálfstæðisflokksins afsöluðu Vestmannaeyjabæ 1960. Annars má draga svör fjármálaráðherra saman í fjögur orð: Þetta er bara svona. Svör þáverandi forsætisráðherra, sem bæjarstjórn Vestmannaeyja vitnaði til í gær í sambandi við skattlagningu blaðburðarbarna, voru líka fjögur orð: Svona gerir maður ekki. Fyrrtalda svarið gæti hafa komið frá skrifstofumanni í ráðuneyti – en hið síðartalda kom frá pólitískum leiðtoga. Þegar síðartalda svarið var gefið var fylgi Sjálfstæðisflokksins um 40%. Nú þegar fyrrtalda svarið er gefið er fylgi Sjálfstæðisflokksins um 17%. Kannski er eitthvað samhengi þarna á milli. Þessi kröfugerð er að frumkvæði fjármálaráðherra og hennar ráðuneytis. Ekki Óbyggðanefndar. Ráðherrann ber ábyrgð á þessu máli. Ekki Óbyggðanefnd. Það er á valdi ráðherrans að afturkalla þessar fáheyrðu kröfur – vonandi ber hún gæfu til þess. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Vestmannaeyja.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun