„Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. febrúar 2024 06:44 Ungur drengur syrgður í líkhúsi á Rafah. AP/Hatem Ali Leiðtogar á Vesturlöndum virðast vera að missa þolinmæðina gagnvart Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, og aðgerðum Ísraelshers á Gasa. Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Bregst við ásökunum og segist hafa verið margt en aldrei nauðgari Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira
Vísir greindi frá því í gær að Joe Biden Bandaríkjaforseti hefði kallað Netanyahu, sem hann hefur þekkt í áratugi, „drullusokk“ (e. asshole) í einkasamtölum og þá gaf Josep Borrell, framkvæmdastjóri utanríkismála hjá Evrópusambandinu, lítið fyrir fullyrðingar forsætisráðherrans um að íbúum Gasa sem hafa flúið heimili sín og hafast nú við í Rafah yrði hjálpað að komast undan áður en umfangsmiklar árásir hæfust á svæðið. „Komast hvert? Til tunglsins? Hvert á að flytja þetta fólk?“ sagði Borrell í gær. Var augljóst að hann væri orðinn langþreyttur á stöðu mála en hann sagði Netanyahu ekki hlusta á nokkurn mann. David Cameron, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands og núverandi utanríkisráðherra, var kurteisari í gagnrýni sinni og sagði ómögulegt að sjá fyrir sér hvernig hægt væri að berjast innan um mannfjöldann, sem gæti hvergi farið. „Fólk getur ekki farið suður inn í Egyptaland, ekki farið norður og aftur heim þar sem mörg heimili hafa verið eyðilögð. Þannig að við höfum verulegar áhyggjur af ástandinu og viljum að Ísrael stoppi og íhugi málin vandlega áður en þeir grípa til frekari aðgerða,“ sagði Cameron. Annalena Baerbock, utanríkisráðherra Þýskalands, sagði í síðustu viku að árásir á Rafah myndu valda gríðarlegri mannúðarkrísu. „Fólkið á Gasa getur ekki horfið eins og dögg fyrir sólu,“ sagði hún. Þá sagði Volker Turk, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum, að alþjóðasamfélagið þyrfti að grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir fyrirætlanir ísraelskra stjórnvalda. Penny Wong, utanríkisráðherra Ástralíu, hefur varað við því að bregðist Ísraelsmenn í því að vernda almenna borgara í Rafah muni það koma alvarlega niður á þeirra eigin hagsmunum. Netanyahu virðist hins vegar einarður í fyrirætlunum sínum en hann sætir miklum þrýstingi frá öðrum í samsteypustjórn sinni um að gefa ekkert eftir. Ráðherrar í ríkisstjórn hans og þingmenn samstarfsflokka hans hafa gengið svo langt að lýsa því opinberlega að Ísraelsmenn eigi sjálfir að byggja Gasa eftir að átökum lýkur.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Tollahækkanir Trump taka gildi Erlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Innlent Fleiri fréttir Bregst við ásökunum og segist hafa verið margt en aldrei nauðgari Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Sjá meira