Hitaveitu fyrir Kópavog Ómar Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 07:00 Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Kópavogur Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttinda krísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Sjá meira
Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar