Hitaveitu fyrir Kópavog Ómar Stefánsson skrifar 12. febrúar 2024 07:00 Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Kópavogur Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í desember 1964 var stofnuð Hitaveita Kópavogs. Nú tæpum 60 árum seinna er tímabært að setja hana í gang að nýju og byrja að leita að heitu vatni, því oft var þörf en nú er nauðsyn. Undanfarin ár hefur það gerst oftar en ekki að fólk á höfuðborgarsvæðinu hefur verið beðið um spara heita vatnið og sundlaugar hafa þurft að loka vegna skorts á heitu vatni. Það er ljóst að það er hægt að finna heitt vatn víða í landi Kópavogs. Með því að byrja að huga að þessum málum sem fyrst er hægt að vinna að hitaveitu fyrir Kópavog á hagkvæman hátt og skoða vel hvaða svæði henta til notkunar. Sjálfur myndi ég byrja á að leita í landi Kópavogs rétt við Smiðjuveg og Kjarrhólma áður en við förum upp að Lækjarbotnum og þar á austursvæði Kópavogs landsins. Á undanförnum árum hefur hér á höfuðborgarsvæðinu þurft að loka sundlaugum þar sem á álagstímum hefur Orkuveita Reykjavíkur einfaldlega brugðist í þessum málum. Þannig að þörfin fyrir heitt vatn er mikil hér á höfuðborgarsvæðinu. Jafnframt hefur verð á heitu vatni, til sérstakra nota, hækkað um rúmlega 25% á síðustu fjórum árum, þannig að það má engan tíma missa. Bæjarstjórn Kópavogs getur nú þegar sett í gang vinnu við undirbúning og með markvissri vinnu gætum við eignast okkar eigin hitaveitu á næstu árum sem gæti veitt Kópavogsbúum og jafnvel fleirum ánægju og vellíðan um ókomna tíð. Fyrir þau sem hafa áhuga á að skoða heitu svæðin í landi Kópavogs þá er auðvelt að skoða heimasíðu Orkustofnunar. Kort af Íslandi | Map of Iceland Höfundur er fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi.
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar