Enginn öruggur staður eftir á Gasa Lovísa Arnardóttir skrifar 1. febrúar 2024 23:19 Nebal Farsakh starfar fyrir palestínska Rauða hálfmánann. Hún segir mikla þörf á að koma hjálpargögnum inn á Gasa. Skjáskot/X „Aðstæður á Gaza eru eins og stendur hörmulegar. Líf allrar þjóðarinnar var snúið við og sett á hvolf þann 7. október,“ segir Nebal Farsakh, upplýsingafulltrúi palestínska Rauða hálfmánans á Gasa. „Frá upphafi stríðsins á Gasa hefur líf hvers og eins verið gjörbreytt. Þau hafa búið við stanslausar sprengjuárásir, nótt og dag, sem hætta aldrei,“ segir Nebal og að enginn sé ósnortinn af hörmungunum. „Það þýðir að hver og einn hefur misst fjölskyldumeðlim eða einhvern sem þau elska. Eða hafa særst eða eru orðin fötluð. Eða að heimili þeirra hefur verið eyðilögð. Eða að þau sjálf eða fjölskyldumeðlimir þeirra hafa þurft að leggja á flótta,“ segir Nebal og í tilfelli margra hafa þau þurft að leggja á flótta oftar en einu sinni. „Það er enginn öruggur staður hérna og í hvert sinn sem ísraelski herinn fyrirskipar brottflutning þá neyðist fólk til að yfirgefa bæinn sinn eða þorpið,“ segir Nebal. Hún segir fólk hvergi öruggt og jafnvel á leiðinni annað hafi það lent í sprengjuárásum. Nebal segir Gasa rústir einar. Mynd/Rauði krossinn „Það er enginn öruggur staður á Gasa. Það skiptir ekki máli hvað það er, það er allt skotmark. Skólar, heimili, neyðarskýli, spítalar, kirkjur og moskur. Gasa eru rústir einar og hefur verið eyðilögð,“ segir Nebal. Vantar hjálpargögn Eitt af mikilvægustu verkefnum palestínska hálfmánans á Gasa er dreifing neyðaraðstoðar. Nebal segir að allt of lítið fái að fara inn á svæðið af hjálpargögnum. Ísraelar stjórni því hvað fari inn og að það sem fari nú inn mæti ekki nema um tíu prósent af þeirri þörf sem er á svæðinu. Hún segir að um 90 prósent þjóðarinnar sé á vergangi og því þurfi nærri öll þjóðin á neyðaraðstoð að halda. „Við þurfum nóg af vatni, mat og hjálpargögnum fyrir alla þjóðina,“ segir Nebal og að mjög áríðandi sé að að opna landamærin svo að hægt sé að senda hjálpargögn stanslaust inn. Það þurfi teppi, tjöld, mat, vatn og ýmis önnur hjálpargögn. „Það er að kólna og við þurfum miklu fleiri teppi og hlý föt fyrir börnin á Gaza. Stærstu áskoranir fyrir fólk á Gasa núna er það hvert það eigi að fara. Það getur ekkert farið,“ segir Nebal og nefnir sem dæmi að nú sé verið að vísa þúsundum manna frá Khan Younis til Rafah en að þau viti ekki hvernig þau eigi að komast á milli. Hefur misst átta samstarfsmenn Nebal segir að fá því í upphafi október hafi hún misst átta samstarfsmenn sína sem allir unnu við það að keyra sjúkrabíl á Gasa. „Þeir voru allir í vinnu og voru að reyna að bjarga mannslífum,“ segir hún og að í það minnsta 29 hafi særst í átökum. Hún segir fjórtán sjúkrabíla Rauða hálfmánans hafa skemmst og að ekki sé hægt að keyra þá lengur. Auk þess séu 19 aðrir sjúkrabílar skemmdir en enn ökuhæfir. Rauði krossinn heldur áfram að vinna á vettvangi Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá alþjóðateymi Rauða krossins á Íslandi, segir starfsfólk palestínska Rauða hálfmánans vinna ótrúlegt starf á Gasa. „Rauði krossinn er á vettvangi, bæði Alþjóðaráð Rauða krossins og palestínski Rauði hálfmáninn. Þau eru að vinna sitt starf af heilindum og munu halda því áfram,“ segir Hrafnhildur. Hún segir vinnu palestínska Rauða hálfmánans á vettvangi gríðarlega mikilvæga. Félagið sjái að miklu leyti um dreifingu hjálpargagna en of lítið sé að berast og miklar tafir séu á flutningum „Landamærastöðin við Rafah er til dæmis ekki hönnuð fyrir vöruflutninga,“ segir Hrafnhildur og að starfsfólkið mæti miklum hindrunum í vinnu sinni, sem og önnur hjálparsamtök, meðal annars vegna hættuástands og tafa. „Fyrst of fremst þurfa átökin að taka enda,“ segir Hrafnhildur og að það sé nauðsynlegt að koma á vopnahléi svo hægt sé að koma nauðsynlegum hjálpargögnum inn á Gasa-svæðið. „Það þarf meira magn af vistum en hleypt er inn núna. Starfsfólk og sjálfboðaliðar palestínska Rauða hálfmánans eru að vinna ótrúlegt starf og við afar krefjandi aðstæður. Það gætu fáir sinnt þessu starfi jafn vel,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að innan félagsins starfi gríðarlegur fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða frá svæðinu. Þau tali því tungumálið og þekki vel til aðstæðna. Heimamenn leiði neyðaraðstoð „Það er stefna innan mannúðargeirans að heimamenn leiði neyðaraðstoð og palestínski Rauði hálfmáninn hefur getu til að gera það,“ segir Hrafnhildur og að í samvinnu við egypska Rauða hálfmánann hafi þau unnið ótrúlegt þrekvirki síðustu mánuði. „Þau hafa haldið úti sjúkraþjónustu á Norður-Gasa þrátt fyrir að þeim væru ekki að berast nægar vistir. Á sama tíma og aðrir lokuðu þjónustu sinni þá hélt palestínski Rauði hálfmáninn áfram að þjónusta fólk.“ Hún segir að hægt sé að leggja þeim bæði lið með því að styrkja Rauða krossinn á Íslandi eða með því að styrkja palestínska Rauða hálfmánann beint í gegnum heimasíðu félagsins. „Það er ekki framtíðarlausn en það sem fólk getur gert hvað varðar þetta er að leggja fram framlag í safnanir,“ segir Hrafnhildur. Hún segir Rauða krossinn á Íslandi bæði hafa stutt við Alþjóðaráð Rauða krossins en líka við palestínska Rauða hálfmánann og muni halda því áfram. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Tengdar fréttir Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
„Frá upphafi stríðsins á Gasa hefur líf hvers og eins verið gjörbreytt. Þau hafa búið við stanslausar sprengjuárásir, nótt og dag, sem hætta aldrei,“ segir Nebal og að enginn sé ósnortinn af hörmungunum. „Það þýðir að hver og einn hefur misst fjölskyldumeðlim eða einhvern sem þau elska. Eða hafa særst eða eru orðin fötluð. Eða að heimili þeirra hefur verið eyðilögð. Eða að þau sjálf eða fjölskyldumeðlimir þeirra hafa þurft að leggja á flótta,“ segir Nebal og í tilfelli margra hafa þau þurft að leggja á flótta oftar en einu sinni. „Það er enginn öruggur staður hérna og í hvert sinn sem ísraelski herinn fyrirskipar brottflutning þá neyðist fólk til að yfirgefa bæinn sinn eða þorpið,“ segir Nebal. Hún segir fólk hvergi öruggt og jafnvel á leiðinni annað hafi það lent í sprengjuárásum. Nebal segir Gasa rústir einar. Mynd/Rauði krossinn „Það er enginn öruggur staður á Gasa. Það skiptir ekki máli hvað það er, það er allt skotmark. Skólar, heimili, neyðarskýli, spítalar, kirkjur og moskur. Gasa eru rústir einar og hefur verið eyðilögð,“ segir Nebal. Vantar hjálpargögn Eitt af mikilvægustu verkefnum palestínska hálfmánans á Gasa er dreifing neyðaraðstoðar. Nebal segir að allt of lítið fái að fara inn á svæðið af hjálpargögnum. Ísraelar stjórni því hvað fari inn og að það sem fari nú inn mæti ekki nema um tíu prósent af þeirri þörf sem er á svæðinu. Hún segir að um 90 prósent þjóðarinnar sé á vergangi og því þurfi nærri öll þjóðin á neyðaraðstoð að halda. „Við þurfum nóg af vatni, mat og hjálpargögnum fyrir alla þjóðina,“ segir Nebal og að mjög áríðandi sé að að opna landamærin svo að hægt sé að senda hjálpargögn stanslaust inn. Það þurfi teppi, tjöld, mat, vatn og ýmis önnur hjálpargögn. „Það er að kólna og við þurfum miklu fleiri teppi og hlý föt fyrir börnin á Gaza. Stærstu áskoranir fyrir fólk á Gasa núna er það hvert það eigi að fara. Það getur ekkert farið,“ segir Nebal og nefnir sem dæmi að nú sé verið að vísa þúsundum manna frá Khan Younis til Rafah en að þau viti ekki hvernig þau eigi að komast á milli. Hefur misst átta samstarfsmenn Nebal segir að fá því í upphafi október hafi hún misst átta samstarfsmenn sína sem allir unnu við það að keyra sjúkrabíl á Gasa. „Þeir voru allir í vinnu og voru að reyna að bjarga mannslífum,“ segir hún og að í það minnsta 29 hafi særst í átökum. Hún segir fjórtán sjúkrabíla Rauða hálfmánans hafa skemmst og að ekki sé hægt að keyra þá lengur. Auk þess séu 19 aðrir sjúkrabílar skemmdir en enn ökuhæfir. Rauði krossinn heldur áfram að vinna á vettvangi Hrafnhildur Sverrisdóttir, verkefnastjóri hjá alþjóðateymi Rauða krossins á Íslandi, segir starfsfólk palestínska Rauða hálfmánans vinna ótrúlegt starf á Gasa. „Rauði krossinn er á vettvangi, bæði Alþjóðaráð Rauða krossins og palestínski Rauði hálfmáninn. Þau eru að vinna sitt starf af heilindum og munu halda því áfram,“ segir Hrafnhildur. Hún segir vinnu palestínska Rauða hálfmánans á vettvangi gríðarlega mikilvæga. Félagið sjái að miklu leyti um dreifingu hjálpargagna en of lítið sé að berast og miklar tafir séu á flutningum „Landamærastöðin við Rafah er til dæmis ekki hönnuð fyrir vöruflutninga,“ segir Hrafnhildur og að starfsfólkið mæti miklum hindrunum í vinnu sinni, sem og önnur hjálparsamtök, meðal annars vegna hættuástands og tafa. „Fyrst of fremst þurfa átökin að taka enda,“ segir Hrafnhildur og að það sé nauðsynlegt að koma á vopnahléi svo hægt sé að koma nauðsynlegum hjálpargögnum inn á Gasa-svæðið. „Það þarf meira magn af vistum en hleypt er inn núna. Starfsfólk og sjálfboðaliðar palestínska Rauða hálfmánans eru að vinna ótrúlegt starf og við afar krefjandi aðstæður. Það gætu fáir sinnt þessu starfi jafn vel,“ segir Hrafnhildur. Hún segir að innan félagsins starfi gríðarlegur fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða frá svæðinu. Þau tali því tungumálið og þekki vel til aðstæðna. Heimamenn leiði neyðaraðstoð „Það er stefna innan mannúðargeirans að heimamenn leiði neyðaraðstoð og palestínski Rauði hálfmáninn hefur getu til að gera það,“ segir Hrafnhildur og að í samvinnu við egypska Rauða hálfmánann hafi þau unnið ótrúlegt þrekvirki síðustu mánuði. „Þau hafa haldið úti sjúkraþjónustu á Norður-Gasa þrátt fyrir að þeim væru ekki að berast nægar vistir. Á sama tíma og aðrir lokuðu þjónustu sinni þá hélt palestínski Rauði hálfmáninn áfram að þjónusta fólk.“ Hún segir að hægt sé að leggja þeim bæði lið með því að styrkja Rauða krossinn á Íslandi eða með því að styrkja palestínska Rauða hálfmánann beint í gegnum heimasíðu félagsins. „Það er ekki framtíðarlausn en það sem fólk getur gert hvað varðar þetta er að leggja fram framlag í safnanir,“ segir Hrafnhildur. Hún segir Rauða krossinn á Íslandi bæði hafa stutt við Alþjóðaráð Rauða krossins en líka við palestínska Rauða hálfmánann og muni halda því áfram.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hjálparstarf Tengdar fréttir Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00 Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07 Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34 Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35 Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20 Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58 Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Beitir landtökumenn refsiaðgerðum Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, gaf í dag út tilskipun og beitti fjóra ísraelska landtökumenn á Vesturbakkanum sem hafa ráðist á Palestínumenn refsiaðgerðum. Hægt er að breyta tilskipuninni gegn fleiri landtökumönnum í framtíðinni en refsiaðgerðirnar fela meðal annars í sér að fólkið getur ekki átt í viðskiptum við bandarísk fyrirtæki og getur ekki ferðast til Bandaríkjanna. 1. febrúar 2024 19:00
Brokkgeng byrjun Bjarna í utanríkisráðuneytinu Fyrir tæpum fjórum mánuðum, eða þann 16. október 2023 urðu lyklaskipti í fjármála- og utanríkisráðuneytinu. Bjarni Benediktsson hafði sagt af sér sem fjármálaráðherra vegna álits umboðsmanns í tengslum við sölu hlutar ríkisins í Íslandsbanka. 31. janúar 2024 14:07
Vill fara að fordæmi Norðmanna og hefði viljað meira samráð Logi Einarsson, þingmaður Samfylkingar og 2. varaformaður utanríkismálanefndar Alþingis er ekki sáttur við þær röksemdir sem hafa verið settar fram um frystingu fjárframlags Íslands til Palestínuflóttamannaaðstoðar Sameinuðu þjóðanna (UNRWA) og hefði þótt mun eðlilegra að fara að fordæmi Norðmanna, Íra og Spánverjar en ríkin ætla öll að halda áfram stuðningi sínum við stofnunina. 31. janúar 2024 13:34
Hæðst að Bashar, Björk og Íslandi í ísraelsku sjónvarpi Svo virðist sem fólkið í Ísrael sé afar upptekið af kröfunni sem fram hefur komið á Íslandi þess efnis að Ísrael verði vikið úr keppni vegna stríðsins á Gasa. Og þá finnst þeim þátttaka Bashar Marud eftirtektarverð, svo vægt sé til orða tekið. 31. janúar 2024 10:35
Spítalinn í Rafah yfirfullur og skortur á öllu Íslenskur skurðhjúkrunarfræðingur sem starfaði á spítala á Gaza segir ástandið vægast sagt slæmt. Mikill skortur væri á lyfjum, áhöldum og mat og fjölmargir hafi misst jafnvel alla fjölskyldu sína. 30. janúar 2024 19:20
Leysi Ísland ekki undan siðferðislegri skyldu að lagaleg skylda sé til staðar Alls 24 íslensk félagasamtök hvetja í yfirlýsingu íslensk stjórnvöld til „að leggja allt kapp á að tryggja tafarlausa brottför“ þeirra Palestínumanna sem hafa fengið veitt dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar. 30. janúar 2024 15:58