Biden segist búinn að ákveða sig Samúel Karl Ólason skrifar 30. janúar 2024 22:31 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, þegar hann ræddi við blaðamenn fyrir utan Hvíta húsið í dag. AP/Andrew Harnik Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist búinn að ákveða sig hvernig brugðist verði við drónaárás í Jórdaníu, þar sem þrír bandarískir hermenn létu lífið og minnst þrjátíu særðust. Forsvarsmenn hópsins sem gerði árásina segjast hættir að gera árásir á Bandaríkjamenn í bili. Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir. Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Biden sagði í Hvíta húsinu í dag að hann væri búinn að taka ákvörðun um viðbrögð en ítrekaði að hann hefði ekki áhuga á stríði við Íran, sem styður marga vígahópa í Írak, Sýrlandi og víðar sem gert hafa linnulausar árásir á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum á undanförnum vikum. Frá því í október hafa verið gerðar tæplega 170 árásir á Bandaríska hermenn og langflestar þeirra í Írak og Sýrlandi. Forsetinn sagði klerkastjórnina í Íran bera ábyrgð á árásinni þar sem hún hefði gefið áðurnefndum hópum vopn sem voru notuð. Yfirvöld í Íran segjast ekki hafa komið að árásinni. Margir þeirra vígahópa sem Íranar styðja í Mið-Austurlöndum hafa myndað nokkurs konar regnhlífarsamtök sem kallast Íslamska andspyrnuhreyfingin. Umrædd árás var gerð af meðlimum írakska vígahópsins Kataib Hezbollah. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Forsvarsmenn Kataib Hezbollah sendu fyrr í kvöld út yfirlýsingu um að árásum á bandaríska hermenn í Mið-Austurlöndum yrði hætt í bili. Mun það vera til að forða ríkisstjórn Írak frá vandræðum. Eins og áður segir heyrir Kataib Hezbollah og aðrir sambærilegir hópar formlega undir írakska herinn. Í raun stjórna þeir sér að mestu leyti sjálfir. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Þá sagði einnig í yfirlýsingunni að yfirvöld í Íran hefðu ekki komið að árásinni. Samkvæmt frétt Washington Post eru um 2.500 bandarískir hermenn í Írak og Sýrlandi og um þrjú þúsund í Jórdaníu. Formlegt verkefni hermannanna í Írak og Sýrlandi er að koma í veg fyrir mögulega endurkomu Íslamska ríkisins og að þjálfa írakskar öryggissveitir.
Bandaríkin Íran Joe Biden Hernaður Írak Sýrland Jórdanía Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00 Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Svandís stígur til hliðar Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fleiri fréttir ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sjá meira
Vítisengill og morðingi sakaðir um tilraun til launmorða fyrir Íran Tveir kanadískir menn hafa verið ákærðir fyrir að taka að sér að fremja morð í Bandaríkjunum fyrir hönd leyniþjónusta Írans. Annar mannanna er meðlimur í Hells Angels glæpasamtökunum en þeir tveir eru sakaðir um að hafa hópað saman nokkrum mönnum með því markmiði að fara til Maryland í Bandaríkjunum í lok árs 2020 eða byrjun 2021 og myrða mann og konu sem búa þar. 29. janúar 2024 22:00
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44