Full ástæða til að fylgjast vel með virkni nærri Bláfjöllum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 30. janúar 2024 20:01 Kristín Jónsdóttir segir í undirbúningi að vinna mat á hættu vegna jarðhræringa á Reykjanesfjallgarðsvæðinu öllu. Vísir/Arnar Full ástæða er til að fylgjast vel með jarðskjálftavirkni nærri Bláfjöllum að mati fagstjóra náttúruvár hjá Veðurstofunni. Engin merki séu þó um kvikusöfnun á svæðinu. Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Um tuttugu jarðskjálftar mældust nærri Bláfjöllum um helgina og sagði Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur í fréttum okkar í gær þá til marks að allt eldstöðvakerfið í Reykjanesfjallgarðinum væri komið í gang. Eldstöðvakerfið sem um ræðir nær allt frá ysta hluta Reykjaness að Henglinum. Eldgosin geti færst nær höfuðborgarsvæðinu og telur Ármann mikilvægt að bregðast tímanlega við, meðal annars með því að skipuleggja fleiri varnargarða. „Ég tel alveg eðlilegt að trúa þessum reyndu vísindamönnum okkar, með mikla þekkingu, þegar þeir segja að þessi risi sé vaknaður og taka það alvarlega og taka það til skoðunar. Hvort það komi til þess að við setjum af stað vinnu við að meta eða hanna einhvers konar varnir það er bara eitthvað sem við þurfum að taka til skoðunar en í gegnum þau kerfi sem að við höfum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra. Kristín Jónsdóttir fagstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni segir í undirbúningi að vinna mat á hættu á svæðinu öllu vegna jarðhræringa. „Það þarf auðvitað að vinna í því að gera heildstætt hættumat og áhættumat fyrir allan Reykjanesskagann og það er verið að skoða það.“ Ef til eldgos kemur nærri Bláfjöllum ætti að sjást kvikusöfnun í aðdraganda þess en Kristín segist slíkt ekki sjást nú. Hins vegar séu jarðskjálftarnir þar um helgina eitthvað sem þarf að fylgjast með í ljósi sögunnar. „Þarna er stórt misgengi og við vitum að þarna hafa orðið skjálftar sem að eru sex að stærð og rétt rúmlega sex. Þannig að það er full ástæða til að fylgjast vel með virkni á þessu misgengi og það eru liðin rúm fimmtíu ár síðan að þarna var síðast stór skjálfti. Það var 6. des. 1968 sem að þarna var skjálfti ríflega sex að stærð og fannst auðvitað vel á höfuðborgarsvæðinu og það kemur að því að það verður annar slíkur á þessu misgengi.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjavík Kópavogur Garðabær Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21 Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34 Mest lesið Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Innlent Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Innlent Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Innlent Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Erlent Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Innlent Fleiri fréttir Björgunarmiðstöð byggð á Flúðum Eftirspurn á hlutabréfamarkaði mikil og blómstrandi gróður Sýknaðir af ákæru fyrir að brjótast inn í eigið hús Hvetja stjórnvöld í Ísrael til að breyta stefnu sinni tafarlaust Hefur áhyggjur af öryggi skólabarna í Laugardal Úlfar heldur fullum launum í heilt ár Keilusambandið sakað um djúpstæða spillingu Umferðarljós við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar óvirk Óheillaskref að áfengi sé selt á vellinum Mikið viðbragð Gæslunnar vegna veikinda langt úti á hafi Tugmilljóna gjaldþrot meðhöndlarans Bein útsending: Sterkari saman - Þjóðarsjúkrahús í 25 ár Afstaða fær 600 þúsund í verðlaun frá Reykjavíkurborg Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Sakar RÚV um óvandaðan fréttaflutning um fjármál borgarinnar Rafmagnslaust á Granda Nítján í haldi vegna fíkniefnainnflutnings um Keflavíkurflugvöll Mál Margeirs til Landsréttar Fjármálaráðherra ánægður með söluna á Íslandsbanka Hvetja kattaeigendur til að setja kettina í útivistarbann „Nú er verkstjórn tekin við sem gengur í málið“ Þrír grunaðir í tengslum við brunann á Stuðlum Ökumenn séu oft með óþarfa munnsöfnuð og fingurinn á lofti Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Sjá meira
Vill hanna varnir strax Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast. 29. janúar 2024 19:47
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skoða þarf viðbrögð við eldgosi nærri höfuðborgarsvæðinu Eldfjallafræðingur segir jarðskjálftahrinuna um helgina nærri Bláfjöllum til marks um að allt kerfið sé komið af stað. 29. janúar 2024 13:21
Skjálfti við Bláfjöll fannst á höfuðborgarsvæðinu Klukkan um hálfsexleytið í morgun var skjálfti sem mældist 3,1 að stærð fimm kílómetrum norðvestur af Bláfjallaskála. Hann fannst um höfuðborgarsvæðið. 27. janúar 2024 07:34