Áfram Grindavík! Tómas Ellert Tómasson skrifar 30. janúar 2024 07:30 Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Ellert Tómasson Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Skoðun Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Sjá meira
Við Íslendingar höfum þurft í gegnum aldir alda að eiga við all hrikalega krafta móður jarðar. Þau allra verstu á landnámstímum væntanlega móðuharðindin í kjölfar Skaftárelda, djöfulganginn í systrunum Heklu og Kötlu auk frændanna í Vatnajökli, Bárðarbungu og Öræfajökli. Á nútíma og innan mannsaldra höfum við fengið vel að kenna á kröftum móður jarðar. Um allt land, suður, vestur, austur og norður, enginn óhultur. Persónulega fékk ég að upplifa Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008, í langan tíma á eftir verður að viðurkennast að ég var mjög skelkaður vegna þeirrar upplifunar. Sem betur fer lenti ég ekki í neinu stór eignatjóni, en það tók mig tíma að jafna mig eftir hristinginn. Mikið eignatjón varð eftir þessa mjólkurhristinga á suðurlandi sem Viðlagatrygging greiddi tjónþolum með sem sanngjörnustum hætti út, auðvitað voru ekki allir ánægðir með sitt tjónamat. En það er bara eins og það er og venjulegast hægt að koma slíkum málum í lögformlegan farveg. Einnig fékk ég að finna harkalega fyrir gasmenguninni sem varð í kjölfar gossins í Holuhrauni 2014 búandi á Höfn í Hornafirði á þeim tíma. Og í dag bý ég ofan á stærsta hrauni landsins sem runnið hefur á nútíma á jörðinni úr einu gosi og það gos er ættað úr Bárðarbungukerfinu. Þjórsárhrauninu mikla sem rann fyrir um 8500 árum, en það rann ofan af hálendinu skammt vestan Bárðarbungu og til sjávar milli Ölfusár og Þjórsár. Getur það gerst aftur? Veit það ekki. Ætla ég að flytja mig vegna þessa? Nei! Til ykkar Grindvíkingar Grindvíkingar, ég veit að ykkur líður ekki vel við þær aðstæður sem nú eru uppi þegar móðir jörð hefur tekið stjórnina og völdin af ykkur. Hef fengið að heyra í nokkrum ykkar sl. daga og mánuði, hljóðið er þungt, skiljanlega. Fáir skilja hvað á ykkur er lagt þessi misserin. Þeir fáu sem skilja, hafa lent í svipuðum aðstæðum. Þó ég fari ekki lengra aftur í tímann, en þá skilja þeir sem upplifðu Heimaeyjargosið 1973, Kröflueldana 1975-1984, Snjóflóðin á Flateyri og Súðavík, Suðurlandsskjálftana 2000 og 2008 og skriðuföllin á Seyðisfirði 2020 hvað þið eruð að ganga í gegnum þessi dægrin. Kæru Grindvíkingar mér fannst ég knúinn til að rita þessi orð til ykkar, ekki aðeins vegna þess að ég á góða vini og félaga í ykkar hópi heldur frekar vegna þess að mér þykir vænt um ykkur sem samfélag. Ég upplýsi það hér og nú að ég hef öfundað ykkur af því kröftuga samfélagi sem þið hafið byggt upp og standið fyrir og munuð gera áfram í svo sem hvaða mynd það verður í framtíðinni. Áfram Grindavík! Höfundur er byggingarverkfræðingur og íbúi á Selfossi.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar