Skutu drónann ekki niður vegna misskilnings Samúel Karl Ólason skrifar 29. janúar 2024 18:57 Herstöðin Tower 22 í Jórdaníu. AP/Planet Labs Bandarískir hermenn í herstöðinni Tower 22 í Jórdaníu töldu að dróninn sem banaði þremur hermönnum og særði 34 í gær væri þeirra eigin sem verið væri að fljúga aftur til herstöðvarinnar. Þess vegna hafi hann ekki verið skotinn niður. Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans. Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Þetta hefur AP fréttaveitan eftir tveimur heimildarmönnum og eru þetta sagðar bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar á því hvernig sjálfsprengidróninn komst í gegnum varnir herstöðvarinnar. Dróninn er sagður hafa lent á svefnskála hermanna. Drónanum var flogið með jörðinni í átt að herstöðinni en von var á bandarískum dróna á sama tíma. Honum var flogið frá Írak af meðlimum Kataib Hezbollah, vígahóps sem studdur er af yfirvöldum í Íran. Hópurinn er einn margra í Írak sem nýtur stuðnings klerkastjórnarinnar í Íran. Þeir voru stofnaðir þegar baráttan gegn ISIS stóð sem hæst en þessir hópar heyra formlega séð undir írakska herinn. Sjá einnig: Ræða veru bandarískra hermanna í Írak Herstöðin Tower 22 er ein nokkurra sem Bandaríkjamenn hafa byggt þar sem landamæri Jórdaníu, Íraks og Sýrlands mætast. Upprunalega var her Jórdaníu með viðveru í herstöðinni en bandarískir hermenn komu sér fyrir þar árið 2015. Nú eru þar um 350 bandarískir hermenn, samkvæmt AP. Um tíma voru fleiri hermenn á svæðinu en eftir að vígamenn Íslamska ríkisins mynduðu kalífadæmi sitt árið 2014 héldu rúmlega hundrað þúsund manns til í flóttamannabúðum nærri Tower 22. Nú er áætlað að um 7.500 manns búi í flóttamannabúðunum. Um tuttugu kílómetrum norðar, innan landamæra Sýrlands, er Al-Tanf herstöðin. Hún var sett upp til að berjast gegn Íslamska ríkinu og situr á þjóðveg sem liggur inn í Írak og til Mósúl, sem vígamenn ISIS stjórnuðu lengi. Þjóðvegurinn liggur einnig til Írans. Al-Tanf er að mestu mönnuð af bandarískum sérsveitarmönnum og sýrlenskum sveitum sem börðust með Bandaríkjunum gegn vígamönnum Íslamska ríkisins. Bandarískir hermenn Í Írak og Sýrlandi hafa orðið fyrir árásum frá Kataib Hezbollah og öðrum hópum tengdum Íran um árabil. Frá því stríð Ísrael og Hamas-samtakanna hófst í október hefur þeesum árásum fjölgað gífurlega. Fréttakona Politico, sem sérhæfir sig í varnarmálum, segir að frá 17. október hafi bandarískir hermenn á svæðinu orðið fyrir minnst 165 árásum. Flestar hafa þær verið í Sýrlandi, alls 98. Þá hafa 66 árásir verið gerðar í Írak og nú ein í Jórdaníu. Árásin í gær var sú fyrsta um langt skeið þar sem bandarískir hermenn láta lífið. JUST IN: Initial reports show an attack this morning at US patrol base al-Shaddadi, in northeast Syria, per US official. US troops have been attacked 165 times overall since Oct. 17: 66 in Iraq, 98 in Syria, and once in Jordan— Lara Seligman (@laraseligman) January 29, 2024 Sagður vilja forðast átök við Íran Ráðamenn Í Bandaríkjunum hafa beint spjótum sínum að Írönum, sem segjast ekki hafa komið að árásinni. Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segir að árásinni verði svarað. Fyrri árásum hefur verið svarað með einstaka loftárásum í Sýrlandi og í Írak. Íslamska andspyrnuhreyfingin, nokkurs konar regnhlífasamtök vopnaðra hreyfinga í Mið-Austurlöndum sem studdar eru af Íran, hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni. Kataib Hezbollah er í þessari hreyfingu. Lloyd Austin, varnarmálráðherra, sagði í dag að hann og Biden myndu ekki sætta sig við frekari árásir og að öryggi bandarískra hermanna verði tryggt. Biden er sagður vilja forðast möguleg átök við Íran en hann er undir töluverðum pólitískum þrýstingi varðandi það að svara árásinni á Tower 22. Meðal annars gæti hann valið að gera fleiri árásir gegn Írönum í Sýrlandi eða frekari árásir á Kataib Hezbollah og aðra svipaða hópa í Írak. Hann gæti einnig gert árásir innan Íran eða sökkt írönskum skipum, eins og til dæmis njósnaskipi sem Íranir eru sagðir sigla undan ströndum Jemen og notað er til að finna skotmörk fyrir Húta. Sérfræðingur sem Wall Street Journal ræddi við segir að árásir áðurnefndra hópa á bandaríska hermenn munu líklega ekki hætta í bráð. Jafnvel þó loftárásir verði gerðar á meðlimi þessara hópa. Hann segir einu leiðina til að breyta hegðun hópanna sé að finna leiðir til að láta Írana þrýsta á þá. WSJ hefur eftir írönskum erindreka að þar á bæ sé ekki búist við árásum innan landamæra Írans.
Bandaríkin Jórdanía Íran Írak Hernaður Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33 Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Sjá meira
Íranir segjast ekki hafa átt aðkomu að árásinni á Bandaríkjamenn Stjórnvöld í Íran hafa neitað að hafa átt aðkomu að drónaárásinni sem varð þremur hermönnum Bandaríkjanna að bana á herstöð í Jórdaníu um helgina. 29. janúar 2024 06:33
Bandarískir hermenn féllu í drónaárás í Jórdaníu Þrír bandarískir hermenn féllu og 25 særðust í drónaárás á herstöð Bandaríkjanna í Jórdaníu við landamærin að Sýrlandi í nótt. 28. janúar 2024 17:44