„Lítið ljón mætir til leiks í sumar,“ skrifar Hugrún og deilir gleðitíðindum með fallegu myndskeiði á Instagram. Ætla má að frumburðurinn sé væntanlegur í ágúst miðað við tilvitnunina í stjörnumerkið.
Leifur Andri og Hugrún byrjuðu að stinga saman nefjum á síðasta ári og er óhætt að segja að lífið leiki við þau.
„Ég fer spennt inn í 2024 sem hlýtur að verða besta árið hingað til,“ skrifar Hugrún meðal annars í færslu þann 2. janúar í yfirferð um liðið ár.