Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:43 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira