Margar líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í nótt Jón Þór Stefánsson skrifar 28. janúar 2024 07:43 Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna mörgum útköllum er vörðuðu líkamsárásir eða umferðaróhöpp í gærkvöldi og nótt. Í dagbók lögreglunnar er minnst á fimm líkamsárásir og sjö umferðaróhöpp sem og önnur atvik er varða umferðina. Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira
Í Hlíðahverfinu var maður handtekinn grunaður um að veitast að öðrum manni með hnefahöggum. Hann var vistaður í fangaklefa. Lögreglu var tilkynnt um líkamsárás í miðbæ Reykjavíkur þar sem einstaklingur var sleginn í andlitið með krepptum hnefa. Fram kemur að gerandinn hafi verið farinn af vettvangi þegar lögreglu bar að garði, en hún telur sig vita hver hafi verið að verki. Líkamsárás í Hafnarfirði var tilkynnt til lögreglu. Þar var veist að aðila með „einhverskonar bareflum“, en fram kemur að ekki sé vitað meira um málið að svo stöddu. Greint er frá tveimur líkamsárásum til viðbótar, en ekki kemur fram hvar á höfuðborgarsvæðinu þær voru. Annars vegar handtók lögregla mann í heimahúsi sem hafði veist að öðrum einstakling og haft í hótunum. Sá var að sögn lögreglu töluvert ölvaður og vistaður í fangaklefa. Hins vegar er greint frá því maður hafi verið handtekinn grunaður um líkamsárás. Hann hafi verið undir áhrifum og vistaður í fangaklefa. Líkt og áður segir var einnig greint frá þónokkrum umferðaróhöppum. Til að mynda var greint frá bíl sem var ekið á umferðarmannvirki, bíl sem var ekið á tvær mannlausar bifreiðar, bíl sem var ekið á umferðarljósavita, bíl sem rakst utan í aðra bifreið í sömu akstursstefnu, bíl sem var ekið á ljósastaur og á vegrið, þrjá bíla sem rákust saman, og bíl sem hafnaði utan vegar. Í einu atvikinu kemur fram að ökumaður hafi slasast og verið fluttur á bráðamóttöku. Varðandi bílinn sem endaði utan vegar segir að töluvert tjón hafi verið á bílnum og að ekki sé vitað um ástand ökumannsins. Í hinum tilvikunum virðist sem enginn hafi slasast, en í einhverjum tilfellum voru ökumenn ölvaðir eða undir áhrifum fíknefna og því handteknir. Þá barst lögreglu tilkynning um öskur og læti frá íbúð í fjölbýlishúsi. Í dagbók lögreglunnar segir að lögregla hafi farið á vettvang og eftir töluverðan tíma hafi maður komið til dyra. Sá hafði verið að spila tölvuleik og sagðist hafa gleymt sér í hita leiksins. Í Breiðholti var tilkynnt um eld í bifreið sem var lagt í bílastæði. Fram kemur að það máls sé í rannsókn. Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Mildari spá í kortunum Veður Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Fleiri fréttir Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Áhyggjur af lánaframboði og ógnarlangar biðraðir Vara við ferðum á Fagradalsfjall þar sem aðstæður geti orðið hættulegar Kristmundur verður lögreglustjóri á Austurlandi „Vonandi klárast þetta á morgun“ Sá látni var á rjúpnaveiðum þegar hann varð fyrir voðaskotinu Kvartanir mannsins um ómannúðlega meðferð áður til skoðunar hjá NEL Ungi ökumaðurinn á Ísafirði úr lífshættu Nefnd SÞ gegn pyndingum skráir erindi hælisleitenda sem vísað var frá Íslandi Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Alger óvissa í lánamálum og margra tíma bið eftir dekkjaskiptum Kláfur á Ísafirði fari í opinbera kynningu Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Sjá meira