Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 20:05 Kári Hólmar Ragnarsson fór yfir bráðabirgðaúrskurð alþjóðadómstólsins. Stöð 2 Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira