Alþjóðadómstóllinn telji trúanlegt að hópmorð sé í gangi Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 20:05 Kári Hólmar Ragnarsson fór yfir bráðabirgðaúrskurð alþjóðadómstólsins. Stöð 2 Kári Hólmar Ragnarsson lektor í þjóðarrétti við Háskóla Íslands segir að bráðabirgðaúrskurður í máli Suður-Afríku gegn Ísrael sýni fram á að dómurinn telji trúanlegt að hópmorð sé að eiga sér stað í Palestínu. Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira
Í viðtali í kvöldfréttum Stöðvar 2 segir Kári þó að langt sé í nokkurs konar niðurstöðu í málinu en að eftirmálar úrskurðarins verði einhverjir. „Það er ekki búið að komast að niðurstöðu um hvort þarna sé hópmorð í gangi. Það er búið að komast að því að það sé trúanlegt að hópmorð sé í gangi. Nægilega trúanlegt til að skipa þessa niðurstöðu,“ segir hann. Ekkert fullnustuvald en afgerandi niðurstaða Alþjóðadómstóllinn hefur ekki vald til þess að framfylgja úrskurðum sínum en hann er þó bindandi fyrir öll ríki sem eiga aðild að honum. Kári segir að það sé fólgin eftirfylgni í úrskurðinum. „Það sem gerist í þessu máli er að dómurinn sjálfur byggir svolitla eftirfylgni í þennan úrskurð. Það er að segja, eftir mánuð kemur Ísrael tilbaka og þarf að gera grein fyrir því hvað Ísrael hefur gert til að mæta þessum kröfum dómstólsins. Það er eftirfylgni í gangi en hún er ekki það sem við þekkjum úr landsréttarkerfinu,“ segir hann. Cyril Ramaphosa, forseti Suður-Afríku, hlustar á uppkvaðninguna.AP Kári tekur fram að þrátt fyrir að dómurinn hafi ekkert fullnustuvald sé þessi úrskurður mikilvægur. Sérstaklega í ljósi þess hve afgerandi niðurstaðan hafi verið. „Hann varpar ljósi á þessi atriði sem eru alls staðar í umræðunni en þau eru öðruvísi þegar alþjóðadómstóllinn fjallar með svona skýrum hættu um þau,“ segir hann. „Fimmtán dómarar kjósa í sömu átt og tveir með sératkvæði. Að hluta til bara einn. Að hluta til tekur Ísraelski dómarinn meira að segja undir hluta af þessum aðgerðum,“ bætir Kári við. Aukinn þrýstingur á Ísraelsmenn Hann segir niðurstöðuna auka þrýsting á pólitískar stofnanir sem geta haft bein áhrif á stöðu mála. Einnig eykur niðurstaðan þrýsting á Ísraelsmenn sjálfa sem þó hafa ekki brugðist vel við úrskurðinum, eins og við mátti búast. Fyrstu viðbrögð öryggismálaráðherra Ísraels voru til að mynda að birta færslu á X, áður Twitter, þar sem hann skrifaði: „Haag Smaag.“ Benjamín Netanjahú forsætisráðherra Ísraels brást við niðurstöðunni með því að ítreka rétt Ísraelsríkis til sjálfsvarnar. Fjöldi mótmælenda var viðstaddur í dag.AP/Patrick Post
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Fleiri fréttir Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Sjá meira