Dauðþreyttur á þjófnaði og birtir myndband af pörupiltunum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 26. janúar 2024 06:05 Brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar Páls pípara tvisvar með stuttu millibili og nemur tjónið milljónum. Á myndinni, sem er skjáskot úr myndbandinu, má sjá hina grunuðu. Brotist var inn í aðstöðu Guðmundar Páls Ólafssonar pípara í gærnótt og urðu hann og samstarfsaðilar hans fyrir tjóni upp á rúmlega milljón króna. Hann segir iðnaðarmannastéttina vera orðna þreytta á innbrotum sem séu afar tíð þessi misserin. Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur. Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira
Í myndbandi úr öryggismyndavél sem hann birti á Facebook í gær sjást tveir ungir karlmenn brjótast inn í verkfærageymsluna þeirra, raða ránsfengnum rólega á kerru og spjalla saman á meðan. „Það er eins og þeir séu í nammibúð, velja hvað þeir vilja í rólegheitum, spjalla saman og taka allt og fara með út,“ segir Guðmundur í samtali við fréttastofu. Rúmrar milljónar króna tjón Þetta er í annað sinn á rúmum mánuði sem brotist hefur verið inn í aðstöðu Guðmundar og félaga. Síðast var brotist inn til þeirra á Vesturgötu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þeir voru við vinnu. Hann telur tjónið þá hafa verið upp á eina og hálfa til tvær milljónir. Í þetta skipti hafi tjónið numið rúmri milljón króna. Guðmundur er pípulagningarmeistari annar eigenda Pípuleggjarans ehf. Guðmundur segir innbrot af þessu tagi vera alltof algeng og að fólk sé orðið þreytt á þessu. „Ég er búinn að fá nokkur símtöl frá iðnaðarmönnum í kringum mig sem eru búnir að lenda í þessu. Rafvirki hringdi í mig í dag. Það var sjöhundruð þúsund kall hjá honum fyrir einhverjum tveimur vikum. Einhver annar pípari varð fyrir þremur tjónum í fyrra. Þetta er endalaust,“ segir hann. Aldrei hægt að fá allt bætt Guðmundur segir að það fyrsta sem sé gert í svona aðstæðum sé að hafa samband við lögregluna og skila til hennar tjónaskýrslu. Lögreglan kemur skýrslunni síðan til tryggingafélaga. Aldrei sé hægt að fá allt bætt og tekjutapið vegna verkstopps geti einnig verið mikið. Hann segir vandamálið vera orðið mjög alvarlegt og að iðnaðarmannastéttin öll sé komin með nóg af þessu. „Þetta eru bara ungir litlir dópistar sem eru gerðir út af örkinni. Það er endalaust verið að stela af málurum, pípurum og rafvirkjum. Það er rosaleg þreyta komin í mannskapinn,“ segir Guðmundur.
Lögreglumál Kópavogur Reykjavík Mest lesið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Erlent Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Innlent Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Þak flettist af húsi í Sandgerði Innlent Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón Innlent Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Innlent Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Innlent Fleiri fréttir Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Skimun fyrir ristil- og endaþarmskrabbameinum að hefjast Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Naumur sigur formanns, fundur Evópuleiðtoga og saursýni í kvöldfréttum Tvær bílveltur með stuttu millibili „Kerfið hefur ekki verið mjög burðugt fram til þessa“ „Ég lofa ykkur því að ég skal leggja mitt af mörkum“ Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar „Sigur er alltaf sigur“ Ósáttur við gjaldtöku yfir nýja Ölfusárbrú „Ótrúlegt“ að tapa með nítján atkvæðum Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Sjálfstæðisflokksins Holtavörðuheiðinni lokað Formannskjör Sjálfstæðisflokksins og fundur leiðtoga í Lundúnum Ný forysta Sjálfstæðisflokksins kjörin Landsfundur, alþjóðamál og Efling á Sprengisandi Sjá meira