Sögufölsun eytt í kyrrþey Hjörtur Hjartarson skrifar 24. janúar 2024 13:31 Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun