Sögufölsun eytt í kyrrþey Hjörtur Hjartarson skrifar 24. janúar 2024 13:31 Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ríkisútvarpið Stjórnarskrá Hjörtur Hjartarson Mest lesið Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Verja þarf friðinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mannsæmandi lífeyrislaun strax Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Munu bara allir fá dánaraðstoð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Billy bókahilla og börnin mín Þorbjörg Marínósdóttir skrifar Skoðun Á að banna rauða jólasveininn? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Svör við atvinnuumsóknum – Ákall til atvinnurekenda Valgerður Rut Jakobsdóttir skrifar Skoðun Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Treystir þú konum? Hópur 72 kvenna úr sex stjórnmálaflokkum skrifar Skoðun Eigum við ekki bara að klára þetta Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Draumalandið Björn Þorláksson skrifar Skoðun Að vera ung kona á Íslandi árið 2024 Eden Ósk Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónusta og orkuvinnsla fara vel saman Guðmundur Finnbogason skrifar Skoðun Hvaða aukna aðgengi, Willum Þór? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Hvers vegna skortir hjúkrunarrými á Íslandi? Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Þegar Vestfjörðum gengur vel, gengur Íslandi vel Jón Páll Hreinsson skrifar Skoðun Ummæli borgarstjóra og óbragð í munni Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar að nauðsynjar snúast um viðskipti Davíð Routley skrifar Skoðun Grasker mannréttinda á degi hinna framliðnu Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Sköpun er efnahagsmál: Tími fyrir öðruvísi nálgun Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar Skoðun Máttur orðanna: Breyting á orðavali getur breytt hugarfarinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Fræðsluskylda í stað skólaskyldu Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þetta lítur ekki vel út Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Græðgin er komin út fyrir öll mörk Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Nýlega barst Stefáni Eiríkssyni útvarpsstjóra opið bréf frá Stjórnarskrárfélaginu (sjá neðar). Þar var honum bent á meiriháttar rangfærslu í heimildarþætti um sögu þjóðarinnar. Nánar tiltekið í þætti sem Ríkissjónvarpið sendi út 3. desember síðastliðinn og heitir Fullveldi 1918, síðari hluti. Þjóðaratkvæðagreiðsla um tillögur að nýrri stjórnarskrá fór fram 20. október 2012. Þar samþykktu yfir 2/3 hlutar kjósenda (66,9%) að tillögurnar sem fyrir þá voru lagðar skyldu verða grundvöllur að nýrri og endurskoðaðri stjórnarskrá Íslands. Í umræddum þætti var hins vegar fullyrt að þessi þjóðaratkvæðagreiðsla hefði aldrei farið fram! Stjórnarskrárfélagið óskaði eftir að útvarpsstjóri svaraði því opinberlega hvernig rangfærslan yrði leiðrétt og hinu rétta komið á framfæri. Útvarpsstjóri varð ekki við ósk félagsins en upplýsti í tölvupósti að leikstjóri þáttarins hefði látið taka rangfærsluna út um leið og bréfið til útvarpsstjóra birtist opinberlega. Engin athugasemd, engin yfirlýsing, engin leiðrétting hefur borist frá RÚV vegna þessa, hvað þá að áhorfendur væru beðnir afsökunar. — Sögufölsuninni var eytt í kyrrþey. Eitt er að þegja um stóratburð í sögu þjóðarinnar en sýnu grófara að fullyrða að atburðurinn hafi aldrei átt sér stað. Ríkisútvarpið hefði þurft að ganga hreint til verks og koma afgerandi leiðréttingu á framfæri. Reyndar er fleira athugavert í umfjöllun þáttarins um stjórnarskrárferlið sem hófst eftir hrun. Ekki er gerður greinarmunur á stjórnlagaráði og stjórnlagaþingi og því ranglega haldið fram að Hæstiréttur hafi ógilt skipun stjórnlagaþings. Umfjöllunin er almennt ruglingsleg og villandi. Hin stórbrotna rangfærsla í heimildarþætti Ríkisútvarpsins um sögu landsins rímar því miður við þögn og gleymsku sem valdamikil öfl vilja að gleypi minningu landsmanna um hið einstaka stjórnarskrárferli sem fór af stað eftir hrun, þjóðaratkvæðagreiðsluna 2012 og nýju stjórnarskrána sem svo er nefnd. Ekki eru nema rúm þrjú ár síðan forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, fékk afhentar staðfestar undirskriftir vel yfir 43 þúsund almennra borgara sem kröfðust þess að Alþingi virti úrslit þjóðaratkvæðagreiðslunnar sem það boðaði til. Skömmu áður hafði Feneyjanefnd Evrópuráðsins skilað álitsgerð til forsætisráðherra þar sem segir að íslensk stjórnvöld verði að gefa þjóðinni gegnsæjar, skýrar og sannfærandi ástæður ef vikið yrði efnislega frá tillögum sem samþykktar voru i þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2012 sem grundvöllur nýrrar stjórnarskrár. Forsætisráðherra hefur þetta að engu en byrjar nýtt stjórnarskrárferli eftir sínu eigin höfði. Hún leggur til hliðar tillögur að nýrri stjórnarskrá sem þúsundir almennra borgara tóku þátt í að móta og þjóðin samþykkti, en pikkar þess í stað út þrjá til fjóra lögfræðinga og biður þá að koma með um tillögur að stjórnarskrárbreytingum — sjái þeir ástæðu til breytinga. Ríki þar sem stjórnvöld reyna að komast undan því að virða úrslit kosninga þarf á að halda sjálfstæðu almannaútvarpi, fjölmiðli sem stendur óhræddur með almenningi og lýðræðislegum grundvallargildum, gegn hvers kyns ofríki. Í lögum um Ríkisútvarpið er því ætlað lykilhlutverk í lýðræðislegri umræðu. Í því felst meðal annars að framleiða og senda út vandaða heimildarþætti um sögu landsins. Opið bréf til útvarpsstjóra >> Höfundur er í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Er skárra að kasta upp um dómsniðurstöðuna en að dómarinn dæmi? Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Ungt fólk er að missa trúna á stjórnmálum – og um leið á framtíðinni París Anna Bergmann skrifar
Skoðun Ríkisstjórn með útgjaldablæti er vandamál fyrir fólkið í landinu Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfið logar og er að hrynja: Þú áttir betra skilið Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Hvað er Arne Slot þjálfari Liverpool að gera rétt?–vangaveltur frá sálfræðingi Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun