Hvað kostar forsetinn? Ástþór Magnússon skrifar 19. janúar 2024 07:31 Síðan ég kynnti hugmyndafræðina Virkjum Bessastaði árið 1996 hafa tveir forsetar setið á Bessastöðum. Embættið hefur á þessum tíma kostað þjóðina um 10 milljarða króna á núvirði, um 35 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda. Embætti forseta Íslands eins og það er í dag er nánast óþarft í nútímasamfélagi smáþjóðar. Tilvistarkreppa embættisins hefur að undanförnu kristallast í svokölluðum “opinberum heimsóknum” forseta Íslands á milli húsa í eigin heimabyggð, Stór Reykjavíkursvæðinu. Það er til betri leið Hugmyndafræðin Virkjum Bessastaði hefur stuðning heimsþekktra fræðimanna í friðarmálum sem telja það raunhæfa möguleika að gera embætti forseta Íslands að boðbera friðar- og lýðræðisþróunar á heimsvísu. Með þessu væri hægt að laða alþjóðastofnanir til landsins, skapa 21 þúsund störf og auka þjóðartekjur um 600 milljarða. Um þetta er fjallað á vefnum forsetakosningar.is Áhrifavald forseta Þau áhrif sem forseti Íslands getur haft á þróun alþjóðamála er oft vanmetin hér á landi. Oscar Arias Sánchéz fyrrum forseti Costa Rica og friðarverðlaunahafi Nóbels skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði um verkefnið að Virkja Bessastaði með ofangreindum hætti. Oscar lýsir því í greininni hvernig hann gat sem forseti smáríkis komið á friði í Rómönsku Ameríku. Hann teldi hugmyndir mínar um að virkja Íslenska forsetaembættið á þessum vettvangi hafa raunverulega möguleika til árangurs. Straumhvörf í alþjóða stjórnmálum Á næstu árum má búast við verulegum breytingu á hinu alþjóðlega sviði. Aukin hætta er að við drögumst inní aukið styrjaldarástand með aukinni ásókn flóttamanna til landsins. Það er auðvitað óraunhæft að okkar litla þjóðfélag geti tekið á móti öllum þeim fjölda sem hingað mun leita í slíku ástandi. Það þarf að grípa í taumana strax, reyna að koma á friði bæði í Úkraníu og Mið Austurlöndum til að koma í veg fyrir slíka fólksflutninga. Forseti Íslands getur þar haft mikilvæg áhrif ef við virkjum embættið til friðar- og lýðræðisþróunar. NATO samstarfið gæti horfið á einni nóttu Það er fásinna að halda að NATO tryggji framtíðar öryggi Íslensku þjóðarinnar. Nýr forseti tekur við embætti í bandaríkjunum á næsta ári. Einn frambjóðenda sem talinn er líklegur til að ná kjöri í annað sinn hefur lýst því yfir að hann vilji draga sig úr NATO. Telur samstarfið ekki þjóð sinni til framdráttar. Við þá aðgerð er sá ímyndaði verndarvængur Íslendinga frá stærsta herveldi heims fokinn út í veður og vind. Mér var sýnt árið 2025 Það kom fram í bókinni Virkjum Bessastaði sem ég dreifði á öll heimili landsins fyrir 28 árum að mér var sýnt að þetta væri langtíma verkefni og fyrst árið 2025 mætti búast við mikilvægum áfanga í friðarmálum. Þetta skýrir nokkuð þá óbilandi hugsjón og þrautseigju sem ég hef haft til að halda áfram göngunni til Bessastaða þrátt fyrir mikið mótlæti. Hér eitt af þremur ljóðum úr bókinni Virkjum Bessastaði sem lýsti hugljómun minni fyrir 30 árum: Paradís á jörð Stóllinn færðist hægt í gegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradís á jörð. Höfundur er forsetaframbjóðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Skoðun: Forsetakosningar 2024 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Síðan ég kynnti hugmyndafræðina Virkjum Bessastaði árið 1996 hafa tveir forsetar setið á Bessastöðum. Embættið hefur á þessum tíma kostað þjóðina um 10 milljarða króna á núvirði, um 35 þúsund krónur á hvern skattgreiðanda. Embætti forseta Íslands eins og það er í dag er nánast óþarft í nútímasamfélagi smáþjóðar. Tilvistarkreppa embættisins hefur að undanförnu kristallast í svokölluðum “opinberum heimsóknum” forseta Íslands á milli húsa í eigin heimabyggð, Stór Reykjavíkursvæðinu. Það er til betri leið Hugmyndafræðin Virkjum Bessastaði hefur stuðning heimsþekktra fræðimanna í friðarmálum sem telja það raunhæfa möguleika að gera embætti forseta Íslands að boðbera friðar- og lýðræðisþróunar á heimsvísu. Með þessu væri hægt að laða alþjóðastofnanir til landsins, skapa 21 þúsund störf og auka þjóðartekjur um 600 milljarða. Um þetta er fjallað á vefnum forsetakosningar.is Áhrifavald forseta Þau áhrif sem forseti Íslands getur haft á þróun alþjóðamála er oft vanmetin hér á landi. Oscar Arias Sánchéz fyrrum forseti Costa Rica og friðarverðlaunahafi Nóbels skrifaði grein í Morgunblaðið þar sem hann fjallaði um verkefnið að Virkja Bessastaði með ofangreindum hætti. Oscar lýsir því í greininni hvernig hann gat sem forseti smáríkis komið á friði í Rómönsku Ameríku. Hann teldi hugmyndir mínar um að virkja Íslenska forsetaembættið á þessum vettvangi hafa raunverulega möguleika til árangurs. Straumhvörf í alþjóða stjórnmálum Á næstu árum má búast við verulegum breytingu á hinu alþjóðlega sviði. Aukin hætta er að við drögumst inní aukið styrjaldarástand með aukinni ásókn flóttamanna til landsins. Það er auðvitað óraunhæft að okkar litla þjóðfélag geti tekið á móti öllum þeim fjölda sem hingað mun leita í slíku ástandi. Það þarf að grípa í taumana strax, reyna að koma á friði bæði í Úkraníu og Mið Austurlöndum til að koma í veg fyrir slíka fólksflutninga. Forseti Íslands getur þar haft mikilvæg áhrif ef við virkjum embættið til friðar- og lýðræðisþróunar. NATO samstarfið gæti horfið á einni nóttu Það er fásinna að halda að NATO tryggji framtíðar öryggi Íslensku þjóðarinnar. Nýr forseti tekur við embætti í bandaríkjunum á næsta ári. Einn frambjóðenda sem talinn er líklegur til að ná kjöri í annað sinn hefur lýst því yfir að hann vilji draga sig úr NATO. Telur samstarfið ekki þjóð sinni til framdráttar. Við þá aðgerð er sá ímyndaði verndarvængur Íslendinga frá stærsta herveldi heims fokinn út í veður og vind. Mér var sýnt árið 2025 Það kom fram í bókinni Virkjum Bessastaði sem ég dreifði á öll heimili landsins fyrir 28 árum að mér var sýnt að þetta væri langtíma verkefni og fyrst árið 2025 mætti búast við mikilvægum áfanga í friðarmálum. Þetta skýrir nokkuð þá óbilandi hugsjón og þrautseigju sem ég hef haft til að halda áfram göngunni til Bessastaða þrátt fyrir mikið mótlæti. Hér eitt af þremur ljóðum úr bókinni Virkjum Bessastaði sem lýsti hugljómun minni fyrir 30 árum: Paradís á jörð Stóllinn færðist hægt í gegnum mannfjöldann framhjá pýramídanum mikla burðarmennirnir silkiklæddir fólkið var fyllt gleði loksins var dagur friðar þetta er árið 2025 loks var Hann hér skipið stórt sem borg lýsti upp himininn glitrandi sem perla í sólskini ekkert hljóð nema fagnarhróp mannkyns frjálst frá stríðsfjötrum nú var paradís á jörð. Höfundur er forsetaframbjóðandi.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar