„Skyndilega varð allt þess virði“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 18. janúar 2024 10:34 Svava Kristín eignaðist frumburð sinn síðastliðinn sunnudag. Svava Kristín Svava Kristín Grétarsdóttir íþróttafréttakona eignaðist stúlku 14. janúar síðastliðinn. Fæðingin var löng og erfið og var ákveðið að koma stúlkunni í heiminn með bráðakeisara. „Snemma morguns varð strax ljóst að dagurinn yrði sögulegur eftir að eldgos hófst í Grindavík. Við mamma fylgdumst sorgmæddar með atburðum þar milli hríða. Seinni partinn horfðum við síðan á Ísland Svartfjallaland, ekki fyrsti landsleikurinn sem ég horfi á öskrandi og æpandi en í fyrsta skiptið með glaðloft, mæli alveg með því allavega yfir spennandi handboltaleikjum. Enn eftir leik var ákvörðun tekin að senda mig í keisara þar sem að okkur varð ekkert ágengt. Í miðri aðgerð þurfti að svæfa mig og missti ég því af því þegar að lítil, svolítið stór, fullkomin stelpa kom í heiminn,“ skrifar Svava Kristín við færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greinir frá komu frumburðarins. Dramatískur lokakafli „Dramatískur lokakafli hjá okkur mæðgum, en við stóðum uppi sem sigurvegarar. Þetta er búið að vera langt ferli hjá mér frá upphafi og hefur ferlið í heild tekið á bæði andlega og líkamlega, allt fram á loka mínútu, en þannig enda oft bestu sigrarnir. Nú erum við mæðgur að njóta hverrar mínútu saman,“ skrifar Svava Kristín í ferlið sem hefur reynst henni erfitt. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf. Tímamót Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00 „Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
„Snemma morguns varð strax ljóst að dagurinn yrði sögulegur eftir að eldgos hófst í Grindavík. Við mamma fylgdumst sorgmæddar með atburðum þar milli hríða. Seinni partinn horfðum við síðan á Ísland Svartfjallaland, ekki fyrsti landsleikurinn sem ég horfi á öskrandi og æpandi en í fyrsta skiptið með glaðloft, mæli alveg með því allavega yfir spennandi handboltaleikjum. Enn eftir leik var ákvörðun tekin að senda mig í keisara þar sem að okkur varð ekkert ágengt. Í miðri aðgerð þurfti að svæfa mig og missti ég því af því þegar að lítil, svolítið stór, fullkomin stelpa kom í heiminn,“ skrifar Svava Kristín við færslu á samfélagsmiðlum þar sem hún greinir frá komu frumburðarins. Dramatískur lokakafli „Dramatískur lokakafli hjá okkur mæðgum, en við stóðum uppi sem sigurvegarar. Þetta er búið að vera langt ferli hjá mér frá upphafi og hefur ferlið í heild tekið á bæði andlega og líkamlega, allt fram á loka mínútu, en þannig enda oft bestu sigrarnir. Nú erum við mæðgur að njóta hverrar mínútu saman,“ skrifar Svava Kristín í ferlið sem hefur reynst henni erfitt. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í ágúst í fyrra opnaði Svava Kristín sig um ferlið að verða ólétt sem tókst eftir nokkrar tilraunir með aðstoð fyrirtækisins Livio. Hún lýsti slæmri reynslu af fyrirtækinu þar sem samskiptaleysi og skortur af upplýsingum hafi einkennt ferlið frá upphafi. „Ég veit að starfsfólkið vill vel en engin samkeppni á markaðnum gerir það að verkum að fólk vandar sig síður að mínu mati og þyrfti að gera betur,“ sagði Svava Kristín. Hún var ekki tilbúin að bíða lengur eftir hinum eina rétta og ákvað að eignast barn sjálf.
Tímamót Frjósemi Barnalán Ástin og lífið Tengdar fréttir Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00 „Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01 Mest lesið „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Lífið Eignuðust „risastóran“ dreng Lífið D'Angelo er látinn Lífið Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Lífið Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Lífið Trylltust við taktinn í barokkbúningum Menning „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Lífið Shine on, you crazy Íslendingar! Gagnrýni Fleiri fréttir „Hvetjandi að sjá stelpu með sama húðlit og ég sigra“ Heitasta hámhorfið í haust Pistasíu- og döðludraumur Jönu D'Angelo er látinn Laufey gerist rithöfundur Boðberi jólanna risinn á ný „Hélt að hjartað myndi springa úr brjóstinu“ Vigdís Häsler flutt til Sveins Andra Þórarinn Arnar keypti glæsihús Tona á Arnarnesi Ómar og Eva Margrét gift og gengu frá kaupmála Ætlar ekki að verða stærstur, bara bestur Eignuðust „risastóran“ dreng Grét oft fyrstu mánuðina en gafst ekki upp Ungur karlmaður á Akureyri hefur saumað tvo þjóðbúninga á sig „Hann er góð blanda af Labrador og German Shepherd“ Hætt við atkvæðagreiðslu um þátttöku Ísraels í Eurovision Léttir að fá greininguna eftir langvarandi verki Gugga lét Gauta heyra það fyrir hæð hans Þetta eru dómarar í Ungfrú Ísland Teen Aron Mola og Birgitta Líf í glitrandi stemningu Hvetur til mánaðarlegra klúðursfunda á vinnustöðum Upp úr sauð fyrir utan Þróttaraheimilið Stjörnulífið: Aníta Briem og Inga Tinna þakklátar ástinni „Ókei, mér er ætlað annað hlutverk núna“ Endurkoma flatjarðarkenningarinnar: „Ef þau ljúga um þetta …“ Kyssast og kela en missa svo áhugann Sækir kraft í storminn sem systurnar upplifðu í forsjárdeilunni Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Alltaf hörð á því að halda meðgöngunni áfram Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Sjá meira
Gagnrýnir Livio: „Heimurinn bara hrundi“ Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi opnaði íþróttafréttakonan Svava Kristín Grétarsdóttir sig um erfitt ferli að verða ólétt en hún fékk aðstoð frá fyrirtækinu Livio og eftir nokkrar tilraunir gekk það upp. Svava er komin fimm mánuði á leið í dag. 29. ágúst 2023 07:00
„Það er okkar einlægi vilji að gera betur“ Yfirlæknir Livio segir reynslusögur kvenna af slæmri þjónustu fyrirtækisins teknar alvarlega og að þær verði notaðar sem hvati til að gera betur. Meðferðirnar séu krefjandi og oftar en ekki þurfi að endurtaka þær. 29. ágúst 2023 21:01