Fagnaði sigri á meðan kærastinn lá slasaður á sjúkrahúsi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. janúar 2024 13:30 Mikaela Shiffrin kyssir Aleksander Aamodt Kilde áður en hún dreif sig af stað til Austurríkis þar sem hún vann síðan mótið í gærkvöldi. @mikaelashiffrin Bandaríska skíðakonan Mikaela Shiffrin sýndi mikinn andlegan styrk með því að vinna svigmót í Austurríki í gærkvöldi. Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde) Skíðaíþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira
Það er ekkert óvanalegt að Shiffrin sé að vinna mót enda sú sigursælasta frá upphafi en það voru kringumstæðurnar sem gerðu sigurinn enn merkilegri. Shiffrin var þarna að vinna sitt 94. heimsbikarsmót á ferlinum sem er met hjá bæði körlum og konum. Kærasti hennar, Aleksander Aamodt Kilde, hafði nefnilega slasast illa í skíðabrekku aðeins nokkrum dögum fyrr og lá illa slasaður á sjúkrahúsi. All the emotions today in Flachau as @MikaelaShiffrin brought home her fifth victory on this course #stifelusskiteam pic.twitter.com/zIFvIszk0U— U.S. Ski & Snowboard Team (@usskiteam) January 17, 2024 Kilde féll illa í brunkeppni í Sviss og var fluttur í burtu í þyrlu. Hann fór meðal annars úr axlarlið, fékk stóran skurð á kálfa og marðist í andliti. Shiffrin heimsótti Kilde á sjúkrahúsið í Bern í Sviss en fór síðan til Flachau í Austurríki þar sem svigmótið fór fram. „Ég vonast til þess að geta hringt í ‚Aleks' áður en hann fer að sofa,“ sagði Mikaela Shiffrin við NRK þegar hún yfirgaf viðtalið eftir sigurinn. Hún átti erfitt með sér í verðlaunaafhendingunni og gat ekki haldið aftur af tárunum. Þetta var í 81. sinn sem hún kemst á verðlaunapall í svigi á heimsbikarmóti. „Það er svo erfitt að halda einbeitingu þegar hjartað þitt er allt annars staðar. Það var samt hápunktur kvöldsins að ná að tala aðeins við ‚Aleks', skrifaði Shiffrin síðan á samfélagsmiðla sína eftir keppnina. Eftir sigurinn er Shiffrin bæði efst í svigi og samanlögðu í heimsbikarnum. View this post on Instagram A post shared by Aleksander Aamodt Kilde (@akilde)
Skíðaíþróttir Mest lesið Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark Sport Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Handbolti Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Enski boltinn Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Körfubolti Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Enski boltinn Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Enski boltinn „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Körfubolti Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur Fótbolti „Þær eru með frábæran línumann“ Handbolti Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Fótbolti Fleiri fréttir Dæmdu forsetann og alla leikmenn í bann „Ég er með mikla orku“ Segir Slot hafa viku til þess að bjarga starfi sínu Fantasýn: Eyjólfur Sverris pakkar fjölskyldunni saman Spilaði með brotið bringubein í tvo mánuði „Þær eru með frábæran línumann“ Sjáðu kraftaverkið í riðli Íslands Engin naglalögregla á HM kvenna en nýjar reglur um neglur Scholes sakar Slot um virðingarleysi og að hann fái það í bakið núna Dagskrá: Stærsta boxmót á Íslandi, Körfuboltakvöld og formúla Þurfti að ýta þjálfaranum af sér þegar hún kom í mark „Við sýndum mikinn töffaraskap í lokin“ Slot hefur ekki áhyggjur af því að vera rekinn Ágúst Orri: Þeir nenntu ekki að mæta í mínus þremur „Þetta lítur verr út en þetta var“ Mark dæmt af Alberti í tapleik í Sambansdeildinni Blikar fyrstir til að ná stigi á móti Loga og félögum Litáar unnu Breta á flautukörfu Lykilmaður Bayern ekki hrifinn af Arsenal þrátt fyrir tapið í gær Orri var flottur í Íslendingaslagnum Stórkostlegur sigur strákanna á Ítalíu Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Hákon lagði upp tvö í sigri Lille en Íslendingaliðið á toppnum tapaði Vestramenn sækja son sinn suður Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld Knattspyrnukona í Íslendingaliðinu hreinsuð af öllum ásökunum Sjá meira