Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:00 Dagur færði nýjum borgarstjóra meðal annars handbók hans um Nýja Reykjavík og skóflu auk lyklanna að skrifstofunni. Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?