Nýr borgarstjóri setur húsnæðismálin á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 16. janúar 2024 20:00 Dagur færði nýjum borgarstjóra meðal annars handbók hans um Nýja Reykjavík og skóflu auk lyklanna að skrifstofunni. Stöð 2/Einar Einar Þorsteinsson nýkjörinn borgarstjóri segir ákall Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar um breytingar á pólitískri forystu borgarinnar hafa raungerst með kjöri hans í dag. Hann muni leggja sérstaka áherslu á uppbyggingu í húsnæðismálum. Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík. Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Einar var kjörinn borgarstjóri á aukafundi borgarstjórnar í dag með fjórtán atkvæðum fulltrúa meirihlutaflokkanna og hjásetu níu fulltrúa minnihlutans. Dagur B. Eggertsson fór yfir þær breytingar sem orðið hefðu til batnaðar í Reykjavík frá því hann varð borgarstjóri fyrir tæpum tíu árum og þakkaði fjölmörgu samstarfsfólki og borgarbúum fyrir samstarfið. Fulltrúar samstarfsflokka Samfylkingarinnar íborgarstjórn færðu Degi sömuleiðis þakkir fyrir farsælt samstarf. Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins sagði engan vafa á að Dagur væri einlægur hugsjónamaður þótt hugsjónir hans væru ekki hinar sömu og hennar. Dagur B. Eggertsson hefur gengt embætti borgarstjóra í um tíu ár. Einar Þorsteinsson mun nú gegna embættinu til loka kjörtímabilsins og Dagur tekur við af honum sem formaður borgarráðs.Stöð 2/Einar Dagur tekur nú við formennsku í borgarráði af Einari það sem eftir lifir kjörtímabilsins. Hann fylgdi nýjum borgarstjóra áskrifstofu hans að loknum fundi og færði honum meðal annars nýlega útkomna handbók hans um Nýja Reykjavík. Dagur sýndi Einari meðal annars hvernig gefa á dúfunum á svölum borgarstjóraskrifstofunnar.Stöð 2/Einar „Áður en ég læt þig hafa lyklana ætla ég að kenna þér að gefa dúfunum. Hér gef ég þeim og þetta er í anda ömmu minnar og þú verður að passa að hurðin lokist ekki á eftir þér af því að húninn er orðinn lélegur. Fræin eru bara hérna inni,“ sagði Dagur þar sem hann leiddi Einar út á svalir skrifstofunnar og fyllti á frædallinn hjá dúfunum. „Og síðast en ekki síst ætla ég að gefa þér þessa skóflu. Nú er ég búinn að vera á skóflunni í tíu ár og nú tekur þú við. Hér eru svo lyklarnir," sagði borgarstjórinn fyrrverandi léttur í bragði. Einar þakkaði góð ráð og gjafir og hlakkar greinilega til að takast á við nýtt og ábyrgðarmikið embætti. Einar Þorsteinsson þakkar kjörið á borgarstjórnarfundi í dag.Stöð 2/Einar „Ég kann ákaflega vel við það að vera á skóflunni. Einhvern veginn þarf ég að komast inn þannig að það er fínt að hafa lykilinn,“ sagði borgarstjórinn og þeir samstarfsfélagarnir föðmuðust að íþróttamanna sið. Framsóknarflokkurinn vann mikinn kosningasigur í síðustu kosningum og við myndun meirihluta var ákveðið að Einar tæki viðborgarstjóraembættinu að átján mánuðum liðnum. „Þá var ákall frá Framsókn um að það yrðu knúnar fram breytingar á hinni pólitísku forystu hér í borginni. Þessi stuðningur við Framsókn er að raungerast hér í dag. En það er mikilvægasta verkefnið núna að setja af stað einhvers konar átak í húsnæðismálum. Af því að nú hefur verið mikil kyrrstaða vegna efnahagsumhverfisins, hás vaxtastigs og verðbólgu. Þetta er bara það sem við verðum að hjóla í,“ sagði Einar Þorsteinsson, tuttugasti og annar einstaklingurinn til að gegna embætti borgarstjóra í Reykjavík.
Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarmál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Húsnæðismál Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Tengdar fréttir Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31 „Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Einar orðinn borgarstjóri Einar Þorsteinsson var í dag kjörinn borgarstjóri af borgarstjórn. Að fundi borgarstjórnar loknum afhenti Dagur B. Eggertsson, fyrrverandi borgarstjóri, Einari lyklavöldin að borgarstjóraskrifstofunni. 16. janúar 2024 16:31
„Það kemur dagur eftir þennan dag“ Dagur B. Eggertsson vann sinn síðasta dag sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili í dag og hefur stólaskipti við Einar Þorsteinsson formann borgarráðs á morgun. 15. janúar 2024 20:40