Þegar fátt er um boðleg svör Ólafur Stephensen skrifar 12. janúar 2024 14:30 Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. En hvað með ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra eða þingmann sem fær persónulegan ávinning fyrir að velja ákveðið flugfélag þegar hann ferðast fyrir skattfé almennings? Félag atvinnurekenda hefur um langt árabil háð furðulega erfiða baráttu fyrir því að íslenzka ríkið banni að ríkisstarfsmenn geti nýtt í persónulega þágu vildarpunkta, sem þeir fá fyrir flugferðir greiddar af skattgreiðendum. Þetta er barátta fyrir hagsmunum félagsmanna FA, flugfélaga sem hafa viljað efna til samkeppni í millilandaflugi til og frá landinu og etja kappi við risann Icelandair, en er líka barátta fyrir hagsmunum skattgreiðenda og eðlilegum viðskiptaháttum. Eigum við ekki bara að tala hreint út? Það að ríkisstarfsmenn þiggi persónuleg fríðindi fyrir að ráðstaða skattfé almennings er einfaldlega spilling samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum, uppfyllir t.d. verknaðarlýsingu spillingar í lagalegum skilningi, sérstaklega ef það verður til þess að viðskiptum ríkisins er fremur beint til eins aðila fremur en annars. Þegar þessi mál voru til umræðu í október síðastliðnum benti forstjóri Ríkiskaupa einmitt á að vildarpunktar gætu skapað freistnivanda hjá starfsfólki ríkisins sem væri að bóka flug að „kaupa flugið heldur hjá þeim aðila sem býður þeim möguleikann á hlunnindum sem það getur síðar nýtt til persónulegra nota.“ Ólöglegt og gegn siðareglum Í október sendi FA bæði fjármálaráðherra og forseta Alþingis samtals þrjú erindi, þar sem félagið benti á að það væri ekki eingöngu sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu ævinlega hagkvæmasta kostinn þegar valið væri flug fyrir starfsmenn. Það að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þæðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum til Icelandair eða annarra flugfélaga með tryggðarkerfi væri einfaldlega bæði ólöglegt samkvæmt hegningarlögum og færi gegn siðareglum þingsins, siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins, almennum siðareglum ríkisstarfsmanna og reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA. Í erindi til fjármálaráðherra benti FA á að í síðastnefndu reglunum, um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna, sem settar eru af fjármálaráðherra, væri eftirfarandi ákvæði: „Fríðindi og vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ FA benti á að félagið hefði upplýsingar um mörg tilvik þar sem ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar væru af skattgreiðendum og notuðu þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna. Spurt var hvernig eftirliti með reglunum væri háttað og hver viðurlögin væru við því ef ríkisstarfsmaður nýtti vildarpunktana í eigin þágu. Geta verið umtalsverð verðmæti Rétt er að halda því til haga að sambærilegar reglur eru í gildi víða í nágrannalöndum okkar og dæmi um að stjórnmála- og embættismenn hafi þurft að segja af sér vegna þess að þeir brutu gegn þeim. Gefið hefur verið í skyn að fríðindin, sem ríkisstarfsmenn safna sér með ferðalögum, séu svo smávægileg að það taki því ekki að æsa sig yfir því. Það er eflaust rétt hvað varðar þorra ríkisstarfsmanna, en í tilviki þeirra sem ferðast mikið og jafnvel oft á viðskiptafarrými er um umtalsverð verðmæti að ræða. Þetta eru aðallega þeir hæst settu í stjórnsýslunni, t.d. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forstöðumenn einhverra stofnana. Með öðrum orðum margir þeir sem mestu ráða. Ekki hefur verið upplýst hvort sá hópur hefur nýtt vildarpunkta í persónulega þágu, en það væri full ástæða til þess. Aum svör Í desember og nú í janúar bárust svör frá fjármálaráðuneytinu og Alþingi vegna þessara erinda. Óhætt er að segja að okkur hjá FA þyki svörin aum. Í svari fjármálaráðuneytisins segir m.a.: „Það er á ábyrgð ráðuneyta og stofnana að framfylgja reglunum. Stjórnendur skulu m.a. sjá til þess að fyrirkomulag og framkvæmd við kaup flugfarmiða sé í samræmi við inntak reglnanna. Ráðuneytið hyggst óska eftir því við önnur ráðuneyti að þau stuðli að frekari kynningu reglnanna fyrir stofnunum. Samkvæmt lögum um opinber fjármál ber hlutaðeigandi ráðuneytum að hafa virkt eftirlit með rekstri stofnana. Verði uppvíst um brot á reglunum ber að bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þarna má lesa á milli línanna að hingað til hafi eftirlitið með því að farið sé eftir reglunum verið lítið og stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra ekki einu sinni almennilega upplýst um tilvist þeirra. Í svari skrifstofu Alþingis segir að eftir að erindi FA barst, hafi Fly Play kært þingið til kærunefndar útboðsmála vegna flugfarmiðainnkaupa. „Að mati skrifstofunnar er í ofangreindu máli tekist á um réttmæti þeirra sjónarmiða sem koma fram í bréfi félagsins. Í ljósi þessa telur skrifstofa Alþingis rétt að bíða með frekari viðbrögð við erindi félagsins á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála,“ segir í svarinu. Bæði svörin eru óboðleg. Alþingi og stjórnarráðið eru með allt niður um sig í þessu máli og kjósa af einhverjum ástæðum að stíga ekki myndarlega fram og taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að þingmenn og aðrir starfsmenn ríkisins noti vildarpunkta í eigin þágu. Það er erfitt að verjast þeirri ályktun að ástæða þess að svörin eru svona aum, sé að notkun þingmanna og embættismanna á þessum fríðindum standist ekki skoðun. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Rekstur hins opinbera Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Það þætti líklega stórfrétt og mikið hneyksli ef læknir á Landspítalanum fengi persónulega greitt frá lyfjafyrirtæki í hvert sinn sem hann léti spítalann kaupa ákveðið lyf. Það sama ætti við ef starfsmaður Vegagerðarinnar fengi persónulega greitt frá umboðsaðila fyrir að velja ákveðna vinnuvélategund fyrir Vegagerðina. En hvað með ríkisforstjóra, ráðuneytisstjóra eða þingmann sem fær persónulegan ávinning fyrir að velja ákveðið flugfélag þegar hann ferðast fyrir skattfé almennings? Félag atvinnurekenda hefur um langt árabil háð furðulega erfiða baráttu fyrir því að íslenzka ríkið banni að ríkisstarfsmenn geti nýtt í persónulega þágu vildarpunkta, sem þeir fá fyrir flugferðir greiddar af skattgreiðendum. Þetta er barátta fyrir hagsmunum félagsmanna FA, flugfélaga sem hafa viljað efna til samkeppni í millilandaflugi til og frá landinu og etja kappi við risann Icelandair, en er líka barátta fyrir hagsmunum skattgreiðenda og eðlilegum viðskiptaháttum. Eigum við ekki bara að tala hreint út? Það að ríkisstarfsmenn þiggi persónuleg fríðindi fyrir að ráðstaða skattfé almennings er einfaldlega spilling samkvæmt öllum venjulegum mælikvörðum, uppfyllir t.d. verknaðarlýsingu spillingar í lagalegum skilningi, sérstaklega ef það verður til þess að viðskiptum ríkisins er fremur beint til eins aðila fremur en annars. Þegar þessi mál voru til umræðu í október síðastliðnum benti forstjóri Ríkiskaupa einmitt á að vildarpunktar gætu skapað freistnivanda hjá starfsfólki ríkisins sem væri að bóka flug að „kaupa flugið heldur hjá þeim aðila sem býður þeim möguleikann á hlunnindum sem það getur síðar nýtt til persónulegra nota.“ Ólöglegt og gegn siðareglum Í október sendi FA bæði fjármálaráðherra og forseta Alþingis samtals þrjú erindi, þar sem félagið benti á að það væri ekki eingöngu sjálfsögð krafa að þingið og aðrar ríkisstofnanir veldu ævinlega hagkvæmasta kostinn þegar valið væri flug fyrir starfsmenn. Það að þingmenn og aðrir ríkisstarfsmenn þæðu vildarpunkta fyrir að beina viðskiptum til Icelandair eða annarra flugfélaga með tryggðarkerfi væri einfaldlega bæði ólöglegt samkvæmt hegningarlögum og færi gegn siðareglum þingsins, siðareglum starfsmanna stjórnarráðsins, almennum siðareglum ríkisstarfsmanna og reglum um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins. „Að þiggja þannig persónuleg fríðindi vegna ferða sem skattgreiðendur kosta, heitir spilling og lög og siðareglur eiga að hindra slíkt,“ sagði í erindi FA. Í erindi til fjármálaráðherra benti FA á að í síðastnefndu reglunum, um greiðslu ferðakostnaðar ríkisstarfsmanna, sem settar eru af fjármálaráðherra, væri eftirfarandi ákvæði: „Fríðindi og vildarkjör sem aflað er við greiðslu á farmiða skulu eingöngu koma þeim ríkisaðila sem greiðir farmiðann til góða.“ FA benti á að félagið hefði upplýsingar um mörg tilvik þar sem ríkisstarfsmenn fengju vildarpunkta vegna flugferða sem greiddar væru af skattgreiðendum og notuðu þá í persónulega þágu, þrátt fyrir ákvæði reglnanna. Spurt var hvernig eftirliti með reglunum væri háttað og hver viðurlögin væru við því ef ríkisstarfsmaður nýtti vildarpunktana í eigin þágu. Geta verið umtalsverð verðmæti Rétt er að halda því til haga að sambærilegar reglur eru í gildi víða í nágrannalöndum okkar og dæmi um að stjórnmála- og embættismenn hafi þurft að segja af sér vegna þess að þeir brutu gegn þeim. Gefið hefur verið í skyn að fríðindin, sem ríkisstarfsmenn safna sér með ferðalögum, séu svo smávægileg að það taki því ekki að æsa sig yfir því. Það er eflaust rétt hvað varðar þorra ríkisstarfsmanna, en í tilviki þeirra sem ferðast mikið og jafnvel oft á viðskiptafarrými er um umtalsverð verðmæti að ræða. Þetta eru aðallega þeir hæst settu í stjórnsýslunni, t.d. ráðherrar, ráðuneytisstjórar og forstöðumenn einhverra stofnana. Með öðrum orðum margir þeir sem mestu ráða. Ekki hefur verið upplýst hvort sá hópur hefur nýtt vildarpunkta í persónulega þágu, en það væri full ástæða til þess. Aum svör Í desember og nú í janúar bárust svör frá fjármálaráðuneytinu og Alþingi vegna þessara erinda. Óhætt er að segja að okkur hjá FA þyki svörin aum. Í svari fjármálaráðuneytisins segir m.a.: „Það er á ábyrgð ráðuneyta og stofnana að framfylgja reglunum. Stjórnendur skulu m.a. sjá til þess að fyrirkomulag og framkvæmd við kaup flugfarmiða sé í samræmi við inntak reglnanna. Ráðuneytið hyggst óska eftir því við önnur ráðuneyti að þau stuðli að frekari kynningu reglnanna fyrir stofnunum. Samkvæmt lögum um opinber fjármál ber hlutaðeigandi ráðuneytum að hafa virkt eftirlit með rekstri stofnana. Verði uppvíst um brot á reglunum ber að bregðast við með viðeigandi hætti.“ Þarna má lesa á milli línanna að hingað til hafi eftirlitið með því að farið sé eftir reglunum verið lítið og stofnanir ríkisins og starfsmenn þeirra ekki einu sinni almennilega upplýst um tilvist þeirra. Í svari skrifstofu Alþingis segir að eftir að erindi FA barst, hafi Fly Play kært þingið til kærunefndar útboðsmála vegna flugfarmiðainnkaupa. „Að mati skrifstofunnar er í ofangreindu máli tekist á um réttmæti þeirra sjónarmiða sem koma fram í bréfi félagsins. Í ljósi þessa telur skrifstofa Alþingis rétt að bíða með frekari viðbrögð við erindi félagsins á meðan málið er til meðferðar hjá kærunefnd útboðsmála,“ segir í svarinu. Bæði svörin eru óboðleg. Alþingi og stjórnarráðið eru með allt niður um sig í þessu máli og kjósa af einhverjum ástæðum að stíga ekki myndarlega fram og taka fyrir það í eitt skipti fyrir öll að þingmenn og aðrir starfsmenn ríkisins noti vildarpunkta í eigin þágu. Það er erfitt að verjast þeirri ályktun að ástæða þess að svörin eru svona aum, sé að notkun þingmanna og embættismanna á þessum fríðindum standist ekki skoðun. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun