Löng bið eftir lækni og dæmi um að fólk fái ekki tíma Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 8. janúar 2024 20:01 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að það vanti að minnsta kosti þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunafræðinga á stofnunina. Hún telur að ástandið batni eftir nokkur ár þegar margir sem eru að sérhæfa sig í heimilislækningum útskrifast. Vísir Dæmi eru um að ekki sé hægt að bóka tíma hjá lækni á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Framkvæmdastjóri hjúkrunar segir skort á fagfólki hjá stofnuninni og mikið álag. Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður. Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Verulegur læknaskortur er á landinu sem kemur t.d. fram í að aðeins helmingur íbúa á höfuðborgarsvæðinu er með fastan heimilislækni sem er svo þvert gegn stefnu stjórnvalda. Fréttastofa fór á stúfana í dag og hringdi í nokkrar heilsugæslustöðvar til að athuga hvenær væri hægt að fá tíma hjá lækni. Yfirleitt var um mánaðarbið eftir tíma og jafnvel dæmi um að það sé hreinlega ekki hægt að bóka tíma vegna álags. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu segist þekkja dæmi um að heilsugæsla sé uppbókuð að sinni. „Því miður þekkjum við þannig tilfelli. Það sem við reynum þá er að taka þau tilfelli til okkar. Þá eru t.d. hjúkrunarfræðingar sem taka erindið og forflokka og meta hversu brátt það er og koma því í farveg síðar,“ segir Ragnheiður. Margar skýringar Ragnheiður bendir á að alls nítján stöðvar heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sinni um þrjú þúsund manns á degi hverjum. Álagið sé hins vegar stöðugt að aukast. „Síðustu ár hafa margir læknar og hjúkrunarfræðingar hætt hjá okkur sökum aldurs. Það er að gerast á meðan þjóðin er að eldast. Landsmönnum er að fjölga, ferðamönnum fjölgar stöðugt og hluti þeirra þarf að sækja heilbrigðisþjónustu. Þá fáum við sífellt fleiri hælisleitendur til okkar. Ætli við þyrftum ekki um þrjátíu lækna og tuttugu hjúkrunarfræðinga til viðbótar svo vel ætti að vera. Því er ekki fyrir að fara nú en næstu ár líta betur út því fleiri eru að sérhæfa sig í heimilislækningum en áður,“ segir Ragnheiður. Fólk geti hringt í síma 1700 Hún bendir einnig á að fólk sem glímir við heilsubrest en hefur ekki fengið tíma hjá lækni geti haft samband í síma 1700 eða við netspjall hjá Upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem hægt sé að fá ráðgjöf. Daglega berist þangað fjöldi erinda. „Við erum öll að vilja gerð að finna lausnir og leiðir til að þjónusta almenning betur. Það berast um fimmtán hundruð erindi daglega á upplýsingamiðstöð heilsugæslunnar þar sem bæði hjúkrunarfræðingar og móttökuritarar svara erindi almennings. Þá erum við nýlega byrjuð að nota gervigreind til að greina og flokka. Það eru að verða miklar framfarir í tæknimálum sem mun nýtast heilbrigðisþjónustu í framtíðinni,“ segir Ragnheiður.
Heilbrigðismál Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Landspítalinn Heilsugæsla Tengdar fréttir Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Rosalega margir veikir og toppinum ekki náð Mikill fjöldi fólks liggur í veikindum vegna ýmissa öndunarfærasýkinga. Nýtt afbrigði Covid er mjög smitandi en veldur ekki alvarlegri veikindum. Sóttvarnalæknir segir þátttöku í bólusetningum vegna Covid og inflúensu undir væntingum þetta haustið. 21. desember 2023 13:45