Ráðamenn í Ísrael hafa afar ólíka sýn á framtíð Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. janúar 2024 07:03 Ljóst er að innan ríkisstjórnar Netanyahu eru afar ólíkar skoðanir á því hvað á að verða um Gasa eftir að átökum lýkur. Gallant er fyrir miðju á myndinni. AP/Abir Sultan Varnarmálaráðherra Ísrael, Yoav Gallant, hefur greint frá því hvernig stjórnvöld sjá framtíð Gasa fyrir sér að loknum átökum á svæðinu. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er væntanlegur í opinbera heimsókn til Ísrael. Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian. Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Samkvæmt tillögum varnarmálaráðuneytisins, sem Gallant hefur nú lagt fyrir forsætisráðherrann Benjamin Netanyahu og stríðsráðuneyti stjórnar og stjórnarandstöðu, munu aðgerðir Ísraelsmanna standa yfir þar til þeim markmiðum hefur verið náð að frelsa alla gísla og tortíma Hamas, þannig að tryggt sé að samtökin hafi hvorki getu til að stjórna á svæðinu né stunda hernað gegn Ísraelsmönnum. Að því loknu tæki við tímabil þar sem „Hamas stjórnaði ekki Gasa og ógnaði ekki öryggi ríkisborgara Ísrael“. Gert er ráð fyrir að ótilgreind palestínsk yfirvöld myndu taka yfir stjórn á svæðinu. Ísrael myndi áskilja sér rétt til að grípa til aðgerða á Gasa en Ísraelsmenn myndu ekki hafa fasta viðveru þar eftir að hernaðarmarkmiðum væri náð. Á skjölunum sem Gallant lagði fram kemur fram að hann sé hugmyndasmiður þessar „framtíðarsýnar fyrir fasa 3“. Þetta er mögulega vegna þess að sumir samstarfsmanna Netanyahu á hægri vængnum eru sagðir ósammála tillögunum. Fyrirætlanir Gallant fyrir næstu skref í átökunum virðast benda til þess að draga eigi úr aðgerðum í norðurhluta Gasa en hann segir herinn munu berjast áfram við Hamas í suðurhlutanum, svo lengi sem þess reynist þörf. Ljóst þykir að skoðanamunur er innan ríkisstjórnar Ísrael hvað varðar framtíð Gasa en Itamar Ben-Gvir, ráðherra þjóðaröryggismála, kallaði eftir því á mánudag að Ísraelar stofnuðu byggðir á svæðinu og að lausn yrði fundin til að greiða fyrir brottflutningi Palestínumanna. Fjármálaráðherrann Bezalel Smotrich hefur sömuleiðis kallað eftir því að Palestínumenn hverfi á brott, þannig að Ísraelsmenn geti tekið svæðið yfir og „látið eyðimörkina blómstra“. Ummæli beggja hafa verið fordæmd af Arabaríkjunum og Bandaríkjunum. Ítarlega frétt um málið má finna hjá Guardian.
Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Innlent Kennarar samþykkja kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira