47% þjóðarsátt? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar 1. janúar 2024 08:30 Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Halldórsdóttir Kjaraviðræður 2023 Kjaramál Vinnumarkaður Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun Þrjú tonn af sandi Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland úr Eurovision 2026 Sædís Ósk Arnbjargardóttir skrifar Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ný þjóðaröryggisstefna Bandaríkjanna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Gleðibankinn er tómur Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Það var einbeittur hópur forystufólks atvinnurekenda og stéttarfélaga sem settist niður með ríkissáttasemjara á milli jóla og nýárs. Stefnan skal sett á „þjóðarsátt“, þráttfyrir að meirihluti launakostnaðar í hagkerfinu liggi utan samningssviðs aðila og að stór hluti þjóðarinnar sé í öðrum stéttarfélögum. Það má öllum vera ljóst að þessi leikflétta er ekki líkleg til að skila árangri. Mikið meira þarf til og fleiri þurfa að koma að borðinu ef stuðla á að auknum stöðugleika og víðtækri sátt um kjarabætur á árinu 2024. Aðeins um 47% umboð fyrir þjóðarsátt Í nýrri skýrslu Kjaratölfræðinefndar má sjá vægi heildarsamtaka í vísitölu grunntímakaups á vinnumarkaði en vægið veitir vísbendingu um hlutdeild samtaka í launakostnaði hagkerfisins. Athygli vekur að ASÍ fer aðeins fyrir 50% vísitölunnar en hinn helmingurinn samanstendur af BHM, BSRB, KÍ, stéttarfélögum utan heildarsamtaka (t.a.m. hjúkrunarfræðingum og læknum) og launafólki utan stéttarfélaga. Gróflega má áætla að bandalag stéttarfélaga ASÍ, sem nú boðar nýja þjóðarsátt, fari fyrir um 47% af grunnlaunavísitölunni. Meirihlutaumboð fyrir þjóðarsátt er því einfaldlega ekki til staðar og allra síst ef hugmyndin er að semja um krónutöluhækkanir fyrir allt launafólk á vinnumarkaði. Meira en 10% fyrir sum en 2% fyrir önnur? Samkvæmt fréttum hljóða launakröfur hópsins upp á 26.000 króna flata hækkun á öll laun, háð skilyrðum um tugmilljarða tekjutilfærslur til hópa í lægri enda tekjudreifingarinnar. Ætla má að flatar krónutöluhækkanir og auknar barna- og vaxtabætur muni jafnvel leiða til meira en 10% aukningar í ráðstöfunartekjum hjá Eflingarhópum en minnst 1,5-2% hjá háskólamenntuðum sérfræðingum. Í þeim hópi er fólk sem hefur nær enga kaupmáttaraukningu hlotið yfir lengri tíma t.a.m. sérfræðingar í heilbrigðis- og menntakerfi hjá ríkinu. Staðreyndin er sú að krónutöluhækkanir lífskjarasamningsins leiddu til kaupmáttarrýrnunar hjá stórum hluta millistéttarinnar á árunum 2019-2024. Stéttarfélög háskólamenntaðra eru sjálfstæðir samningsaðilar sem munu ekki samþykkja kjarasamning sem er sérsniðinn að þörfum láglaunahópa á almennum vinnumarkaði. Og allra síst ef stéttarfélögunum er haldið frá samtalinu um fórnarskipti launahækkana, verðbólgu og vaxta. Heildarhagsmunir og sameiginlegt verkefni Stærsta áskorun hagstjórnarinnar á árinu 2024 er að leiða saman alla aðila vinnumarkaðar til að treysta verðstöðugleika á Íslandi. Það verður ekki gert með því að semja eingöngu um miklar kjarabætur hjá láglaunahópum og sýna millistéttinni og kröfum hennar tómlæti. Það má öllum vera ljóst að slík leikflétta mun aðeins leiða til átaka og aukins efnahagslegs- og félagslegs óstöðugleika. Ef stuðla á að langtímasamningum og auknum stöðugleika þurfa stjórnvöld að hafa hugrekki til að samhæfa alla aðila vinnumarkaðar á fyrstu vikum nýs árs. Heildarsamtökin á opinbera vinnumarkaðnum þurfa að koma að þeirri vinnu. BHM er reiðubúið í samtalið um þær stóru áskoranir sem við blasa t.a.m. um leiðirnar til að lækka verðbólgu og vexti. Sá einbeitti hópur sem settist niður með ríkissáttasemjara milli jóla og nýárs hefur ekki umboð til að lýsa yfir þjóðarsátt fyrir hönd heildarinnar. Höfundur er formaður BHM.
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Skoðun Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Þegar hjálpin verður fjarlæg – upplifun mín úr heilbrigðiskerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun