Tugir særðir í hefndaraðgerðum Rússa Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 31. desember 2023 12:12 Ljósmyndin er sögð sýna íbúðabyggingu í úkraínsku borginni Kharkív eftir hún varð fyrir rússneskri eldflaug í gær. Ap/Neyðarþjónusta Úkraínu Rússar gerðu loftárásir á Úkraínu í nótt og nokkrir tugir eru særðir. Árásirnar eru hefndaraðgerðir Rússa eftir að tuttugu og fjórir féllu í umfangsmikilli árás Úkraínu á rússnesku borgina Belgorod í gær. Hún er að sögn rússneskra stjórnvalda sú versta á Rússland frá upphafi stríðsins. Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Árásina gerðu Úkraínumenn í kjölfar stórfelldra árása Rússa á stærstu borgir Úkraínu á föstudag, þar sem fleiri en fjörutíu létu lífið. „Með því að gera árásir á torg þar sem ekki er gerður greinarmunur á milli hernaðarlegra og borgaralegra skotmarka og fremja þennan glæp, reyna stjórnvöld í Kænugarði að draga athyglina frá ósigrum í fremstu víglínu og ögra okkur til svipaðra aðgerða. Við leggjum áherslu á að rússneski herinn beini sjónum sínum eingöngu að hernaðarlegum skotmörkum og innviðum sem tengjast þeim beint. Við munum halda því áfram. Þau munu þurfa að gjalda fyrir þennan glæp,“ sagði Igor Konashenkov, talsmaður rússneska varnarmálaráðuneytisins. Ljósmyndin er sögð sýna viðbragðsaðila og almenna borgara flytja einstakling sem særðist í stórskotaliðsárás á rússnesku landamæraborgina Belgorod í gær. Ap/Rússneska neyðaraðgerðaráðuneytið Rússar uppfylltu þetta loforð með loftárásum á Kharkív, í austurhluta Úkraínu. Minnst sex eldflaugar féllu á borgina í gærkvöldi, tólf íbúðabyggingar skemmdust, þrettán hús og leikskóli. Tuttugu og átta eru særðir, þar á meðal tveir unglingsdrengir. Eftir miðnætti gerðu Rússar svo árásir á Kænugarð, Kharkív, Kherson, Mykolaív og Zaporizhzhia. Stigmagnandi árásir Rússa komu til umræðu á fundi öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í gærkvöldi þar sem biðlað var til þeirra að hætta árásum á úkraínskar borgir og bæi. „Við fordæmum ótvírætt allar árásir á borgir, bæi og þorp í Úkraínu og í Rússlandi. Árásir á óbreytta borgara og borgaralega innviði brjóta í bága við alþjóðleg mannúðarlög, eru óviðunandi og verður að ljúka núna. Vernd óbreyttra borgara verður að vera forgangsverkefni,“ sagði Khaled Khiari, aðstoðarframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira