Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Samúel Karl Ólason skrifar 29. desember 2023 16:00 Mikið er í húfi fyrir Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. AP/Godofredo A. Vásquez Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. Pressa er því á Hæstarétti Bandaríkjanna um að stíga inn pólitíska deilu og úrskurða um kjörgengi Trumps. Þegar kemur að Maine og Colorado byggja ákvarðanirnar um Trump í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Sjá einnig: Trump ekki kjörgengur í Maine Einnig hefur verið vísað til þessa ákvæðis í lögsóknum annars staðar í Bandaríkjunum og eru þær höfðaðar á grunni tilrauna Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum, þó hann hafi tapað kosningunum, og vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Sjá einnig: Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja í fyrsta lagi að óljóst sé hvort áðurnefn ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við forseta Bandaríkjanna. Þá segja þeir meðal annars að kjósendur eiga að svara um kjörgengi Trumps, ekki ókjörnir dómarar. Verjendur Trumps segja einnig að árásin á þinghúsið flokkist ekki sem uppreisn samkvæmt umræddu ákvæði. Þetta hafi frekar verið óeirðir og jafnvel þó þetta hafi verið uppreisn hafi Trump ekki tekið þátt í henni. Hann hafi eingöngu nýtt málfrelsi sitt í aðdraganda árásarinnar. Feta ótroðnar slóðir Dómstólar í Minnestota og Michigan hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt meina Trump að vera á kjörseðlum. Innanríkisráðherra Kaliforníu hefur einnig sagt að ekki sé hægt að banna Trump að bjóða sig fram en lög í ríkinu heimila innanríkisráðherra ekki að grípa til slíkra aðgerða. Þá er von á niðurstöðu úr dómsmáli í Michigan, samkvæmt frétt New York Times. Repúblikanar í Colorado hafa þegar áfrýjað úrskurðinum þar til hæstaréttar. Ferli ákvörðunar innanríkisráðherra Maine mun líklega taka lengri tíma. Lögfræðingar sem tengjast bæði Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum hafa kallað eftir því að dómarar hæstaréttar tjái sig um þetta ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem það hefur lítið verið notað í gegnum árin. Embættismenn og dómarar víða um Bandaríkin eru á ótroðnum slóðum. Taki hæstiréttur málið um kjögengi Trumps fyrir og komist hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að meina Trump að bjóða sig fram, væri fátt sem kæmi í veg fyrir það. Tími skiptir þó máli fyrir Trump, þar sem fovöl eru haldin í Maine, Colorado og nokkrum öðrum ríkjum þann 5. mars. Sá dagur er iðulega kallaður „ofurþriðjudagur“ vestanhafs. Starfsmenn kjörstjórna þessara ríkja þurfa að vita með nokkurra vikna fyrirvara hverjir verða á kjörseðlunum, svo hægt sé að prenta þá út og senda á þá sem ætla að greiða atkvæði utan kjörfundar. Nafn Trumps verður á kjörseðlum verði ekki kominn niðurstaða í málið fyrir dómstólum. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Fyrr í þessum mánuði samþykktu dómararnir að taka fyrir mál frá Lousiana um það hvort konur eigi greiðan aðgang að neyðargetnaðarvörnum eins og eftirpillunni svokölluðu. Alríkisdómari í Louisina hafði dregið verulega úr aðgengi kvenna að lyfjunum og staðfesti hæstiréttur úrskurðinn gæti það átt við öll Bandaríkin. Fjölmörg dómsmál og ákærur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, bað dómara hæstaréttar nýverið um flýtimeðferð á máli sem snýr að því hvort Trump njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Dómararnir höfnuðu því. Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu. Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53 Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. 22. desember 2023 10:14 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. 15. desember 2023 17:05 Saka Trump um að hafa æst fólk til ofbeldis Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis. 5. desember 2023 23:00 Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. 6. desember 2023 06:41 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Pressa er því á Hæstarétti Bandaríkjanna um að stíga inn pólitíska deilu og úrskurða um kjörgengi Trumps. Þegar kemur að Maine og Colorado byggja ákvarðanirnar um Trump í einföldu máli á ákvæði sem bætt var við stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir þrælastríðið og var ætlað að koma í veg fyrir að uppreisnarmenn kæmust á þing eða í önnur embætti. Ákvæðið meinar þeim sem hafa í opinberu embætti gerst sekir um einhvers konar uppreisn eða stutt aðila sem gerðu það að bjóða sig fram í kosningum. Sjá einnig: Trump ekki kjörgengur í Maine Einnig hefur verið vísað til þessa ákvæðis í lögsóknum annars staðar í Bandaríkjunum og eru þær höfðaðar á grunni tilrauna Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020 og halda völdum, þó hann hafi tapað kosningunum, og vegna árásarinnar á þinghúsið 6. janúar 2021, þar sem stuðningsmenn hans ruddu sér leið inn í þinghúsið til að koma í veg fyrir formlega staðfestingu á úrslitum kosninganna. Sjá einnig: Má ekki vera á kjörseðlinum í Colorado Margir af stuðningsmönnum Trumps lýstu því einnig yfir að þeir vildu hengja Mike Pence, varaforseta Trumps, því hann neitaði kröfu Trumps um reyna að snúa úrslitum kosninganna. Þá ákvörðun tók Pence á grundvelli þess að hann hafði ekkert vald til að gera slíkt. Þeir sem segja Trump ekki kjörgengan segja hann sekan um uppreisn vegna árásarinnar. Hann hafi kvatt til hennar og þess vegna megi hann ekki bjóða sig fram til embættis. Verjendur Trumps segja í fyrsta lagi að óljóst sé hvort áðurnefn ákvæði stjórnarskrárinnar eigi við forseta Bandaríkjanna. Þá segja þeir meðal annars að kjósendur eiga að svara um kjörgengi Trumps, ekki ókjörnir dómarar. Verjendur Trumps segja einnig að árásin á þinghúsið flokkist ekki sem uppreisn samkvæmt umræddu ákvæði. Þetta hafi frekar verið óeirðir og jafnvel þó þetta hafi verið uppreisn hafi Trump ekki tekið þátt í henni. Hann hafi eingöngu nýtt málfrelsi sitt í aðdraganda árásarinnar. Feta ótroðnar slóðir Dómstólar í Minnestota og Michigan hafa komist að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt meina Trump að vera á kjörseðlum. Innanríkisráðherra Kaliforníu hefur einnig sagt að ekki sé hægt að banna Trump að bjóða sig fram en lög í ríkinu heimila innanríkisráðherra ekki að grípa til slíkra aðgerða. Þá er von á niðurstöðu úr dómsmáli í Michigan, samkvæmt frétt New York Times. Repúblikanar í Colorado hafa þegar áfrýjað úrskurðinum þar til hæstaréttar. Ferli ákvörðunar innanríkisráðherra Maine mun líklega taka lengri tíma. Lögfræðingar sem tengjast bæði Demókrataflokknum og Repúblikanaflokknum hafa kallað eftir því að dómarar hæstaréttar tjái sig um þetta ákvæði stjórnarskrárinnar, þar sem það hefur lítið verið notað í gegnum árin. Embættismenn og dómarar víða um Bandaríkin eru á ótroðnum slóðum. Taki hæstiréttur málið um kjögengi Trumps fyrir og komist hann að þeirri niðurstöðu að ekki sé hægt að meina Trump að bjóða sig fram, væri fátt sem kæmi í veg fyrir það. Tími skiptir þó máli fyrir Trump, þar sem fovöl eru haldin í Maine, Colorado og nokkrum öðrum ríkjum þann 5. mars. Sá dagur er iðulega kallaður „ofurþriðjudagur“ vestanhafs. Starfsmenn kjörstjórna þessara ríkja þurfa að vita með nokkurra vikna fyrirvara hverjir verða á kjörseðlunum, svo hægt sé að prenta þá út og senda á þá sem ætla að greiða atkvæði utan kjörfundar. Nafn Trumps verður á kjörseðlum verði ekki kominn niðurstaða í málið fyrir dómstólum. Umdeildur hæstiréttur Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur þó ekki komist óskaddaður frá pólitískum deilum Bandaríkjamanna undanfarin ár. Þá hafa fregnir af vinskap dómara við bandaríska auðjöfra og ríkulegar gjafir til dómara komið verulega niður á hæstarétti að undanförnu. Fréttir af slíku má finna á undirsíðu Vísis um Hæstarétt Bandaríkjanna. Kannanir hafa á undanförnum árum sýnt fram á að verulega hefur dregið úr trausti almennings í Bandaríkjunum til hæstaréttar. Sex dómarar af níu voru skipaðir af forseta úr Repúblikanaflokknum og þrír dómaranna voru skipaðir af Trump. Undanfarin ár hafa dómararnir ítrekað tekið afstöðu í pólitískum deilumálum íhaldsmönnum Bandaríkjanna í vil. Meðal annars má nefna að hæstiréttur felldi rétt kvenna til þungunarrofs úr gildi, meinuðu yfirvöldum að setja hömlur á vopnaburð á almannafæri og drógu úr getu opinberra stofnana til að skikka fyrirtæki til að draga úr mengun. Hæstiréttur hefur einnig heimilað fordómafullu fólki að neita samkynhneigðum um þjónustu og var það gert á grunni mjög umdeildrar lögsóknar. Fyrr í þessum mánuði samþykktu dómararnir að taka fyrir mál frá Lousiana um það hvort konur eigi greiðan aðgang að neyðargetnaðarvörnum eins og eftirpillunni svokölluðu. Alríkisdómari í Louisina hafði dregið verulega úr aðgengi kvenna að lyfjunum og staðfesti hæstiréttur úrskurðinn gæti það átt við öll Bandaríkin. Fjölmörg dómsmál og ákærur Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins, bað dómara hæstaréttar nýverið um flýtimeðferð á máli sem snýr að því hvort Trump njóti enn þeirrar friðhelgi frá lögsóknum sem fylgir forsetaembættinu. Dómararnir höfnuðu því. Trump stendur frammi fyrir fjórum ákærum vegna tilrauna hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Donald Trump hefur verið ákærður fjórum sinnum á undanförnum mánuðum. Jack Smith, sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, hefur ákært Trump í tveimur málum. Annað þeirra snýr að viðleitni hans til að snúa úrslitum forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2020 á landsvísu. Réttarhöldin eiga að hefjast 4. mars. Hitt snýr að opinberum gögnum og leynilegum skjölum sem hann tók með sér úr Hvíta húsinu þegar hann flutti til Flórída og neitaði að afhenta. Réttarhöldin eiga að hefjast í maí. Hann hefur einnig verið ákærður í New York fyrir brot á lögum um kosningar vegna þagnargreiðslu til klámmyndaleikkonunnar Stormy Daniels. Réttarhöldin eiga að hefjast 25. mars. Trump hefur þar að auki verið ákærður í Georgíu og fyrir að reyna að snúa úrslitum kosninganna þar. Ekki er búið að ákveða hvenær réttarhöldin í Georgíu eiga að hefjast en búið er að ákveða að sýnt verði frá þeim í beinni útsendingu.
Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Donald Trump Joe Biden Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Tengdar fréttir Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53 Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. 22. desember 2023 10:14 Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50 Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. 15. desember 2023 17:05 Saka Trump um að hafa æst fólk til ofbeldis Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis. 5. desember 2023 23:00 Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. 6. desember 2023 06:41 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Umdeild þingkona skiptir um kjördæmi Lauren Boebert, umdeild þingkona Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild Bandaríkjaþings, hefur lýst því yfir að hún ætli að bjóða sig fram í öðru kjördæmi á næsta ári. Andstæðingur hennar í hennar núverandi kjördæmi, Demókratinn Adam Frisch, hefur safnað mun meira fé en hún hingað til. 28. desember 2023 09:53
Giuliani sækir um gjaldþrotaskipti Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri New York og fyrrverandi einkalögmaður Donalds Trump, hefur farið fram á gjaldþrotaskipti. Það gerði hann í New York í vikunni og tíundaði hann skuldir eins og mikinn lögfræðikostnað, ógreidda skatta og 148 milljónir dala, sem hann var nýlega dæmdur til að greiða mæðgum í skaðabætur. 22. desember 2023 10:14
Krefjast þess að Thomas komi ekki að máli Trumps Sífellt fleiri þingmenn Demókrataflokksins krefjast þess að hæstaréttardómarinn Clarence Thomas komi ekki að úrskurði Hæstaréttar varðandi mögulega friðhelgi Donalds Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Er það vegna þess að eiginkona Thomas tók þátt í tilraunum Trumps til að snúa úrslitum forsetakosninganna 2020. 18. desember 2023 16:50
Leynileg Rússamappa hvarf á síðustu dögum Trumps í Hvíta húsinu Mappa sem innihélt leynileg skjöl og gögn um afskipti Rússa af forsetakosningunum í Bandaríkjunum 2016, hvarf á síðustu dögum forsetatíðar Donalds Trump, og hefur ekki fundist enn það dag í dag. Forsvarsmenn leyniþjónusta Bandaríkjanna óttast að sum af best varðveittu leyndarmálum Bandaríkjanna og bandamanna þeirra geti verið opinberuð. 15. desember 2023 17:05
Saka Trump um að hafa æst fólk til ofbeldis Saksóknarar á vegum Jack Smith, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna, segja Donald Trump, fyrrverandi forseta, hafa ítrekað logið um úrslit kosninganna 2020 og æst stuðningsmenn sína til ofbeldis. 5. desember 2023 23:00
Segist aðeins myndu verða einræðisherra fyrsta daginn í Hvíta húsinu Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, neitaði því ekki á kosningafundi í gær að hann myndi nota vald sitt til að ná fram hefndum kæmist hann aftur í Hvíta húsið. 6. desember 2023 06:41