Skilur örvæntinguna en segir málið flókið og í skoðun Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 29. desember 2023 12:53 Félagsmálaráðherra segir stöðuna vera flókna en að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu fyrir hendi. Vísir/Ívar/aðsend Ef fram heldur sem horfir á Gasa verða brátt engar fjölskyldur til að sameina á Íslandi. Þetta segja aðgerðasinnar á Austurvelli. Ráðherrar funduðu um stöðu fólksins sem fast er á Gasa í morgun. Félagsmálaráðherra segir stöðuna flókna og að verið sé að kanna hvaða möguleikar séu í stöðunni. Hann kveðst skilja örvæntingu Palestínumannanna. Hópur Palestínumanna hefur stækkað tjaldbúðirnar á Austurvelli til að knýja stjórnvöld til að bjarga fjölskyldum sínum sem eru fastar á Gasasvæðinu en hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Við erum með leyfi frá borginni til að vera með tjaldbúðirnar á Austurvelli þannig að við fengum að láni stórt veislutjald sem við höfum komið fyrir því við erum að áforma að stækka töluvert við tjaldbúðirnar og fara með þetta á annað stig. Við viljum hamra járnið á meðan það er heitt,“ segir Askur Hrafn Hannesson sem er fólkinu innan handar. Þessir drengir hér vilja fá fjölskyldumeðlimi sína úr hættuástandinu á Gasa og í öryggið á Íslandi. Aðsend Fólkið vill að ráðmenn Íslands fullnýti vald sitt til að koma fólkinu út af Gasa og til Íslands sem fyrst. Tíminn vinni ekki með íbúum Gasa. Tíminn á þrotum „Staðan er bara sú að ef það er drollað of lengi við að framkvæma fjölskyldusameininguna þá munu bara ekki vera eftirlifandi fjölskyldumeðlimir þegar loks kemur að því,“ segir Askur en þeir ráðherrar sem málið varðar funduðu um stöðu fólksins sem fast er inná Gasasvæðinu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Þeir ráðherrar sem koma að máli fólksins á Gasa hittust fyrir ríkisstjórnarfund til að bera saman bækur og ræða um stöðu þeirra.Vísir/Ívar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, segist hafa skilning á kröfu fólksins. „Auðvitað skilur maður þá örvæntingu sem gripur um sig hjá fólki vitandi af fjölskyldumeðlimum inn á svæðinu en málið er alls ekki einfalt vegna þess að fólk kemst ekki auðveldlega út af svæðinu.“ Það blasi við tvenns konar áskoranir, annars vegar að koma fólkinu út af Gasa og hins vegar inn til Kaíró. En leiðin ætti að vera tiltölulega greið til Íslands ef fólkið kemst til Kairó vegna samnings Íslands við Alþjóðafólksflutningastofnunina. Ýmsir möguleikar í skoðun „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur segir að Norðurlandaþjóðirnar hafi, ólíkt Íslandi, ekki veitt fleiri dvalarleyfi eftir 7. október. „Mér skilst að Norðurlöndin hafi verið að aðstoða eigin ríkisborgara við að komast yfir landamærin og fólk sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 7. október af svæðinu. Það sem hafði áður verið komið til ríkja eins og Svíþjóðar en hafði aftur farið inn á svæðið. Það er dálítið mismunandi með hvaða hætti ríki eru að aðstoða fólk en ég veit ekki til þess að það sé verið að aðstoða fólk sem hefur nýlega fengið fjölskyldusameiningar,“ segir Guðmundur. Fólkið sem stendur fyrir mótmælunum á Alþingi hefur gist nokkur saman í tjöldunum til að halda á sér hita.Aðsend Heilmikil seigla í fólkinu En aftur að fólkinu sem stendur fyrir mótmælaaðgerðinni á Austurvelli. Askur var spurður hvernig fólkinu liði, hvort því væri ekki allt og kalt þegar á þriðja sólarhringinn væri liðið af aðgerðinni. „Jú, það er vissulega mjög kalt en við erum mjög vel klædd og það er hlýtt inn í tjöldunum og við erum mjög vel búin en svo er náttúrulega bara baráttuandinn í hámarki og palestínska flóttafólkið er eitt þrautseigasta fólk sem þú finnur og baráttuviljinn hjá þeim er ótrúlegur,“ segir Askur. Askur segir að baráttuandinn og þrautseigjan í palestínsku þjóðinni sé með því mesta sem gerist. Það sé honum heiður að fá að taka þátt í baráttunni með palestínska fólkinu sem hér dvelur.aðsend Andleg þolraun að vita af fólkinu sínu í hættu Síma-og netsamband sé stopult á Gasa og að það líði oft nokkrir dagar á milli þar til frá þeim heyrist. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, reynst Palestínufólkinu sem er hér á Íslandi mikil andleg þolraun. „Þau hafa átt erfitt með svefn og hafa þurft að stóla á svefnlyf. Svo hafa verið börn í aðgerðunum, sex ára, tíu ára og fjórtán ára,“ segir Askur en segir þau tvö yngri hafa farið heim á nóttunni. Ástandið á Gasa taki verulega á þau andlega. Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hópur Palestínumanna hefur stækkað tjaldbúðirnar á Austurvelli til að knýja stjórnvöld til að bjarga fjölskyldum sínum sem eru fastar á Gasasvæðinu en hafa dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar. „Við erum með leyfi frá borginni til að vera með tjaldbúðirnar á Austurvelli þannig að við fengum að láni stórt veislutjald sem við höfum komið fyrir því við erum að áforma að stækka töluvert við tjaldbúðirnar og fara með þetta á annað stig. Við viljum hamra járnið á meðan það er heitt,“ segir Askur Hrafn Hannesson sem er fólkinu innan handar. Þessir drengir hér vilja fá fjölskyldumeðlimi sína úr hættuástandinu á Gasa og í öryggið á Íslandi. Aðsend Fólkið vill að ráðmenn Íslands fullnýti vald sitt til að koma fólkinu út af Gasa og til Íslands sem fyrst. Tíminn vinni ekki með íbúum Gasa. Tíminn á þrotum „Staðan er bara sú að ef það er drollað of lengi við að framkvæma fjölskyldusameininguna þá munu bara ekki vera eftirlifandi fjölskyldumeðlimir þegar loks kemur að því,“ segir Askur en þeir ráðherrar sem málið varðar funduðu um stöðu fólksins sem fast er inná Gasasvæðinu fyrir ríkisstjórnarfund í morgun. Þeir ráðherrar sem koma að máli fólksins á Gasa hittust fyrir ríkisstjórnarfund til að bera saman bækur og ræða um stöðu þeirra.Vísir/Ívar Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmálaráðherra, segist hafa skilning á kröfu fólksins. „Auðvitað skilur maður þá örvæntingu sem gripur um sig hjá fólki vitandi af fjölskyldumeðlimum inn á svæðinu en málið er alls ekki einfalt vegna þess að fólk kemst ekki auðveldlega út af svæðinu.“ Það blasi við tvenns konar áskoranir, annars vegar að koma fólkinu út af Gasa og hins vegar inn til Kaíró. En leiðin ætti að vera tiltölulega greið til Íslands ef fólkið kemst til Kairó vegna samnings Íslands við Alþjóðafólksflutningastofnunina. Ýmsir möguleikar í skoðun „Við erum að skoða ýmsa möguleika og fylgjumst mjög vel líka með því hvað önnur ríki eru að gera, ein sog nágrannaþjóðir okkar þannig að almennt séð vil ég bara segja að við höldum því áfram að skoða hvaða möguleikar kunna að vera í stöðunni,“ segir Guðmundur Ingi. Guðmundur segir að Norðurlandaþjóðirnar hafi, ólíkt Íslandi, ekki veitt fleiri dvalarleyfi eftir 7. október. „Mér skilst að Norðurlöndin hafi verið að aðstoða eigin ríkisborgara við að komast yfir landamærin og fólk sem hefur fengið dvalarleyfi fyrir 7. október af svæðinu. Það sem hafði áður verið komið til ríkja eins og Svíþjóðar en hafði aftur farið inn á svæðið. Það er dálítið mismunandi með hvaða hætti ríki eru að aðstoða fólk en ég veit ekki til þess að það sé verið að aðstoða fólk sem hefur nýlega fengið fjölskyldusameiningar,“ segir Guðmundur. Fólkið sem stendur fyrir mótmælunum á Alþingi hefur gist nokkur saman í tjöldunum til að halda á sér hita.Aðsend Heilmikil seigla í fólkinu En aftur að fólkinu sem stendur fyrir mótmælaaðgerðinni á Austurvelli. Askur var spurður hvernig fólkinu liði, hvort því væri ekki allt og kalt þegar á þriðja sólarhringinn væri liðið af aðgerðinni. „Jú, það er vissulega mjög kalt en við erum mjög vel klædd og það er hlýtt inn í tjöldunum og við erum mjög vel búin en svo er náttúrulega bara baráttuandinn í hámarki og palestínska flóttafólkið er eitt þrautseigasta fólk sem þú finnur og baráttuviljinn hjá þeim er ótrúlegur,“ segir Askur. Askur segir að baráttuandinn og þrautseigjan í palestínsku þjóðinni sé með því mesta sem gerist. Það sé honum heiður að fá að taka þátt í baráttunni með palestínska fólkinu sem hér dvelur.aðsend Andleg þolraun að vita af fólkinu sínu í hættu Síma-og netsamband sé stopult á Gasa og að það líði oft nokkrir dagar á milli þar til frá þeim heyrist. Þetta hefur, eins og gefur að skilja, reynst Palestínufólkinu sem er hér á Íslandi mikil andleg þolraun. „Þau hafa átt erfitt með svefn og hafa þurft að stóla á svefnlyf. Svo hafa verið börn í aðgerðunum, sex ára, tíu ára og fjórtán ára,“ segir Askur en segir þau tvö yngri hafa farið heim á nóttunni. Ástandið á Gasa taki verulega á þau andlega.
Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43 Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42 „Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hafa komið upp stærðarinnar tjaldi á Austurvelli Fólk á flótta frá Gasa, sem síðustu tvo sólarhringa hefur dvalið í tjöldum á Austurvelli í Reykjavík, hefur nú komið upp stærðarinnar tjaldi á staðnum. Fólkið hefur dvalið í tjöldunum til að mótmæla því sem lýst er sem aðgerðarleysi stjórnvalda varðandi fjölskyldusameiningu palestínsks flóttafólks. 29. desember 2023 07:43
Fjölskylda fjórtán ára drengs föst á Gasa Palestínskur drengur biðlar til stjórnvalda að koma foreldrum sínum og systkinum út úr Gasa. Í nótt gisti hann, í reginkulda, í tjaldi á Austurvelli og þar hyggst hann og fleiri Palestínumenn dvelja þar til fjölskyldur þeirra eru komnar í öruggt skjól. Þingmaður Pírata segir orð ekki duga til, nú þurfi aðgerðir. 28. desember 2023 19:42
„Við fylgjumst bara með fjölskyldu okkar deyja smám saman“ Palestínumenn með samþykkta fjölskyldusameiningu hafa reist tjöld fyrir utan Alþingi til að minna á fjölskyldur sínar sem hafast við í tjöldum á götum Gasa við skelfilegar aðstæður. Þeir segja tímann á þrotum og að þeir neyðist til að fylgjast með fjölskyldum sínum vera því sem næst við dauðans dyr. 27. desember 2023 20:28