Vill að faðir sinn verði úrskurðaður látinn eftir dularfullt hvarf Jón Þór Stefánsson skrifar 27. desember 2023 13:39 Sean Bradley var búsettur á Selfossi, en hann lék meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Ekkert hefur spurst til hans síðan 2018. Vísir/Vilhelm Moses Bradley, sonur fiðluleikarans Sean Aloysius Maríus Bradley sem spilaði meðal annars með Sinfóníuhljómsveit Íslands, vill að faðir hans verði úrskurðaður látinn. Ekki hefur spurst til Seans síðan um sumarið 2018. Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn. Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Sean Bradley spilaði á fiðlu í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Sonurinn, sem býr í London, höfðar mál í Héraðsdómi Suðurlands þess efnis, en stefna hans er birt í Lögbirtingablaðinu í dag. Í mars 2020 lýsti lögreglan á Suðurlandi eftir Sean Bradley. Í tilkynningu hennar kom fram að hann hafi verið með skráða búsetu á Selfossi. Hann væri fæddur þann 22. apríl 1957 og væri 167 sentímetra hár. Einnig kom fram að Sean væri hreyfiskertur og hann gengi einungis stuttar vegalengdir án stuðnings. Í stefnu sinni segir Moses að hann hafi sett sig í samband við lögreglustjórann á Suðurlandi í desember 2019 og lýsti yfir áhyggjum af föður sínum. Hann sagðist ekki hafa verið í miklum samskiptum við föður sinn því hann hafi átt við langvarandi áfengisvanda að stríða. Þá hafi Sean átt það til að láta ekki ná í sig tímabundið. Moses segist ekki hafa neinar upplýsingar um það hvar faðir hans geti verið niðurkominn. Og þá segir að rannsókn lögreglu á hvarfinu hafi ekki borið árangur. Fyrir dómi hefur lögreglumaður staðfest fyrir dómi að engar upplýsingar liggja fyrir um veru hans. Þó kemur fram að Sean hafi átt bókað flugsæti til Spánar í júni 2018, en ekki hefur fengist staðfest hvort hann hafi nýtt sætið eða ekki, þá hafi engar upplýsingar fengist frá yfirvöldum á Spáni um mögulega komu hans til landsins eða hvort hann dveljist þar. Einnig kemur fram að engin virkni hafi verið á bankareikningum Sean eða greiðslukortum hans í lengri tíma. Sagðist kominn í búddaklaustur Fréttablaðið fjallaði um mál Seans í maí 2020. Þar kom fram að hvarfið hafi borið til með dularfullum hætti. Hann hafi mælt sér mót við vinkonu sína í júní 2018, en hann ekki mætt á stefnumótið og hún ekki náð í hann þrátt fyrir ítrekuð símtöl. Síðan hafi sonur hans komið til landsins en hvergi fundið föður sinn. Síðan hafi Sean tilkynnt á samfélagsmiðlum að hann væri kominn til Spánar. „Það síðasta sem við heyrðum af honum, þá var hann á Spáni. Hann sagðist vera kominn í búdda-klaustur og stunda íhugun, hann hefði það gott og við ættum að láta hann í friði,“ hafði Fréttablaðið eftir vinkonu Seans á suðurlandi. Þeim sem voru honum nákomnir þætti þetta sérstakt því hann væri flughræddur og hefði vegna þess ekki viljað heimsækja fjölskyldu sína á Bretlandseyjum. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands.Vísir/Vilhelm Fréttablaðið ræddi einnig við Odd Árnason, yfirlögregluþjón á Suðurlandi, sem sagði ýmislegt koma til greina. Sean gæti hafa veikst, lent inni á sjúkrahúsi, hann hafi mögulega ákveðið að láta sig hverfa, og mögulega hafi hann verið drepinn. Skora á fólk að stíga fram Í stefnu Moses er skorað á hvern þann sem kunni að hafa upplýsingar um hvarf Seans Bradley að koma fram fyrir dóm við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Suðurlands þann áttunda apríl á næsta ári. Komi ekkert fram sem bendi til þess að Sean sé á lífi, eða aðrar mikilvægar upplýsingar megi vænta þess að Sean verði úrskurðaður látinn.
Dómsmál Lögreglumál Árborg Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði Innlent Loftgæði mælast óholl á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira