Lykillinn að friði Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 25. desember 2023 09:30 Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi. Í tilefni þess var miðbær Münster fullur af ljósum og tónlist, friðarbók lá frammi í ráðhúsinu þar sem þúsundir undirrituðu friðarsáttmála, heiminum til handa, og í leikhúsinu fór fram friðarráðstefna sem ég naut þeirra forréttinda að mega sitja. 30 ára stríðið, sem nefnt er eftir tímalengd þess, hófst í kjölfar mótmælenda-hreyfingarinnar sem við tilheyrum en þegar kaþólska kirkjan klofnaði brutust út átök á milli þeirra sem vildu segja sig úr lögum við Róm og þeirra sem vildu halda í þá trúarlegu og menningarlegu tengingu. Evrópa öll dróst inn í átökin og afleiðingar stríðsins, sem geisaði frá 1618 til 1648, voru víða slíkar að um helmingur íbúa lét lífið og í kjölfarið brutust út plágur sem lögðu heilu héröðin í auðn. Friðarsamningarnir sem þjóðverjar minntust voru samdir í borgunum tveimur, þar sem fulltrúar stríðandi fylkinga gátu ekki hugsað sér að vera í sömu borg á sama tíma, en með liprum milligöngumönnum og samningsvilja var undirritað friðarsamkomulag sem hélst. Borgirnar eru stoltar af þeirri arfleifð að vestfalíski friðurinn hafi komist þar á og friðarsamingurinn sjálfur er til sýnis í gamla ráðhúsinu í Münster. Hátíðarhöldunum var ekki einungis ætlað að halda á lofti minningu 30 ára stríðsins, heldur voru áminning til heimsbyggðarinnar um að friður er mögulegur og í raun eini málstaðurinn sem er þess virði að beita sér fyrir. Meðal framsögumanna á friðarráðstefnunni voru forstöðumaður Stockholm International Peace Research Institute, Dan Smith, og nóbelsfriðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee frá Líberíu. Stockholm International Peace Research Institute hefur það verkefni að fylgjast með átökum og átakasvæðum í heiminum og koma með tillögur að lausnum þegar stofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar íhlutast. Í máli hans kom fram að 56 stríðsátök séu í heiminum í dag, aukning um 5 átakasvæði frá 2021, og að fjögur þessara átaka séu á þessu ári með yfir 10.000 dauðsföll, átökin í Úkraínu, Ísrael/Palestínu, Míanmar og í Nígeríu. Það sorglega er að eftir að kalda stríðinu lauk fækkaði átakasvæðum til muna, en þau hafa þrefaldast á þessari öld. Þá að nóbelsverðlaunahafanum, Leymah Gbowee, en hún ólst upp í Líberíu og þar, líkt og í Serbíu á sínum tíma, lifðu múslimar og kristnir sem nágrannar og vinir þegar hún var barn. Það var vissulega spenna á vettvangi stjórnmála og trúarleiðtoga en daglegt líf einkenndist ekki af spennu, rifjaði hún upp. Borgarastríðið braust út árið 1999 og var, eins og öll stríð skelfilegt, ekki síst fyrir almenna borgara – konur og börn – og fyrrum nágrannar og vinir bárust nú á banaspjótum. Grimmdin var slík, lýsti Leymah, að hermenn veðjuðu hvers kyns ófædd börn voru í barnshafandi konum sem þeir drápu og skáru upp til að athuga. Þegar hatur nær ákveðnum hæðum hverfur öll mennska. Þegar Leymah, ásamt öðrum konum, höfðu fengið nóg af átökum, af hatri, tóku þær sig saman til að mótmæla stríðinu, konur af báðum trúarhefðum, múslimar og kristnir hönd í hönd. Leymah Gbowee skipulagði hreyfinguna og var talskona hennar. Það sem byrjaði með sjö konum með hugsjón, varð að fjöldahreyfingu þar sem þúsundir kvenna buðu hermönnum byrginn, óvopnaðar, til að þvinga fram frið. Á hápunkti mótmælanna sat hún, ásamt fjölda kvenna, fyrir framan forsetahöllina og neitaði að færa sig fyrr en friðarviðræður hæfust á milli stríðandi fylkinga. Þegar hermenn komu úr forsetahöllinni og hótuðu henni valdbeitingu, hótaði hún á móti að afklæðast til að auka á niðurlæginguna. Gagnhótun hennar skilaði árangri og hún sat áfram, fullklædd og stríðandi fylkingar settust niður, sömdu vopnahlé og styrjöldin tók loks enda. 50.000 manns létust í átökunum. Í kjölfarið varð kona úr þessari hreyfingu forseti, Ellen Johnson Sirleaf, og var það í 12 ár eða fram til 2018 og Leymah Gbowee hefur síðan ferðast um heiminn og byggt upp kvennahreyfingar sem beita sér fyrir friði, þvert á trúarhefðir, meðal annars í Palestínu og Ísrael. Lykillinn að friði, segir Leymah, er að endurheimta mennskuna og þar skiptir trúin miklu máli. Leymah er kristin og notar bæn, söng og Biblíuna til að byggja brýr til annarra kvenna, þar á meðal múslima. Það hljómar í eyrum einhverra þverstæðukennt að trúin geti byggt brýr, þegar trú liggur að baki átökunum, en það er það ekki. Friður getur aldrei byggt á því að afneita því hver við erum, heldur er grundvöllur friðar að leggja áherslu á mennskuna, og það hvaðan við komum. Lykilforsenda hreyfingarinnar er að konur af ólíkri trú beiti sér fyrir sameiginlegum málstað, friði. Hugrakki nóbelsverðlaunahafinn frá Líberíu hafði það sem sín lokaorð á friðarráðstefnunni að „mennskan þurfi ávallt að vera í fyrirrúmi“, þegar „mennskan hverfur er voðinn vís“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1lQYI8-v-wQ">watch on YouTube</a> Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Kalda stríðið Trúmál Mest lesið Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Lykill að skilvirkari ríkisfjármálum á Íslandi Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Framsókn í 108 ár! Anton Guðmundsson skrifar Skoðun 27 lundabúðir á Laugaveginum Orri Starrason skrifar Skoðun Jól, hátíð kærleikar og friðar - eða hvað? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Höldum eldsvoðalaus jól Margrét Arnheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Landsvirkjun vill meiri orku (en ekki samt í orkuskipti) Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stúdentar á milli steins og sleggju Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar Skoðun Hallalaus fjölmiðlaumfjöllun Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Mun ný ríkisstjórn tolla? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Stöndum við loforðin Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Það þarf að kyngja klúðrinu Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Komin út í skurð Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Verksmiðjubúskapur og jólahátíðin Þóra Hlín Friðriksdóttir skrifar Skoðun Kristni er miklu meira en menningarleg arfleifð Einar Baldvin Árnason skrifar Sjá meira
Þann 24. október síðastliðinn voru liðin 375 ár frá því að blóðugasta trúarstyrjöld sem Evrópa hafði þá upplifað lauk, 30 ára stríðið, með friðarsamningi sem undirritaður var í borgunum Münster og Osnabrück í Þýskalandi. Í tilefni þess var miðbær Münster fullur af ljósum og tónlist, friðarbók lá frammi í ráðhúsinu þar sem þúsundir undirrituðu friðarsáttmála, heiminum til handa, og í leikhúsinu fór fram friðarráðstefna sem ég naut þeirra forréttinda að mega sitja. 30 ára stríðið, sem nefnt er eftir tímalengd þess, hófst í kjölfar mótmælenda-hreyfingarinnar sem við tilheyrum en þegar kaþólska kirkjan klofnaði brutust út átök á milli þeirra sem vildu segja sig úr lögum við Róm og þeirra sem vildu halda í þá trúarlegu og menningarlegu tengingu. Evrópa öll dróst inn í átökin og afleiðingar stríðsins, sem geisaði frá 1618 til 1648, voru víða slíkar að um helmingur íbúa lét lífið og í kjölfarið brutust út plágur sem lögðu heilu héröðin í auðn. Friðarsamningarnir sem þjóðverjar minntust voru samdir í borgunum tveimur, þar sem fulltrúar stríðandi fylkinga gátu ekki hugsað sér að vera í sömu borg á sama tíma, en með liprum milligöngumönnum og samningsvilja var undirritað friðarsamkomulag sem hélst. Borgirnar eru stoltar af þeirri arfleifð að vestfalíski friðurinn hafi komist þar á og friðarsamingurinn sjálfur er til sýnis í gamla ráðhúsinu í Münster. Hátíðarhöldunum var ekki einungis ætlað að halda á lofti minningu 30 ára stríðsins, heldur voru áminning til heimsbyggðarinnar um að friður er mögulegur og í raun eini málstaðurinn sem er þess virði að beita sér fyrir. Meðal framsögumanna á friðarráðstefnunni voru forstöðumaður Stockholm International Peace Research Institute, Dan Smith, og nóbelsfriðarverðlaunahafinn Leymah Gbowee frá Líberíu. Stockholm International Peace Research Institute hefur það verkefni að fylgjast með átökum og átakasvæðum í heiminum og koma með tillögur að lausnum þegar stofnanir á borð við Sameinuðu Þjóðirnar íhlutast. Í máli hans kom fram að 56 stríðsátök séu í heiminum í dag, aukning um 5 átakasvæði frá 2021, og að fjögur þessara átaka séu á þessu ári með yfir 10.000 dauðsföll, átökin í Úkraínu, Ísrael/Palestínu, Míanmar og í Nígeríu. Það sorglega er að eftir að kalda stríðinu lauk fækkaði átakasvæðum til muna, en þau hafa þrefaldast á þessari öld. Þá að nóbelsverðlaunahafanum, Leymah Gbowee, en hún ólst upp í Líberíu og þar, líkt og í Serbíu á sínum tíma, lifðu múslimar og kristnir sem nágrannar og vinir þegar hún var barn. Það var vissulega spenna á vettvangi stjórnmála og trúarleiðtoga en daglegt líf einkenndist ekki af spennu, rifjaði hún upp. Borgarastríðið braust út árið 1999 og var, eins og öll stríð skelfilegt, ekki síst fyrir almenna borgara – konur og börn – og fyrrum nágrannar og vinir bárust nú á banaspjótum. Grimmdin var slík, lýsti Leymah, að hermenn veðjuðu hvers kyns ófædd börn voru í barnshafandi konum sem þeir drápu og skáru upp til að athuga. Þegar hatur nær ákveðnum hæðum hverfur öll mennska. Þegar Leymah, ásamt öðrum konum, höfðu fengið nóg af átökum, af hatri, tóku þær sig saman til að mótmæla stríðinu, konur af báðum trúarhefðum, múslimar og kristnir hönd í hönd. Leymah Gbowee skipulagði hreyfinguna og var talskona hennar. Það sem byrjaði með sjö konum með hugsjón, varð að fjöldahreyfingu þar sem þúsundir kvenna buðu hermönnum byrginn, óvopnaðar, til að þvinga fram frið. Á hápunkti mótmælanna sat hún, ásamt fjölda kvenna, fyrir framan forsetahöllina og neitaði að færa sig fyrr en friðarviðræður hæfust á milli stríðandi fylkinga. Þegar hermenn komu úr forsetahöllinni og hótuðu henni valdbeitingu, hótaði hún á móti að afklæðast til að auka á niðurlæginguna. Gagnhótun hennar skilaði árangri og hún sat áfram, fullklædd og stríðandi fylkingar settust niður, sömdu vopnahlé og styrjöldin tók loks enda. 50.000 manns létust í átökunum. Í kjölfarið varð kona úr þessari hreyfingu forseti, Ellen Johnson Sirleaf, og var það í 12 ár eða fram til 2018 og Leymah Gbowee hefur síðan ferðast um heiminn og byggt upp kvennahreyfingar sem beita sér fyrir friði, þvert á trúarhefðir, meðal annars í Palestínu og Ísrael. Lykillinn að friði, segir Leymah, er að endurheimta mennskuna og þar skiptir trúin miklu máli. Leymah er kristin og notar bæn, söng og Biblíuna til að byggja brýr til annarra kvenna, þar á meðal múslima. Það hljómar í eyrum einhverra þverstæðukennt að trúin geti byggt brýr, þegar trú liggur að baki átökunum, en það er það ekki. Friður getur aldrei byggt á því að afneita því hver við erum, heldur er grundvöllur friðar að leggja áherslu á mennskuna, og það hvaðan við komum. Lykilforsenda hreyfingarinnar er að konur af ólíkri trú beiti sér fyrir sameiginlegum málstað, friði. Hugrakki nóbelsverðlaunahafinn frá Líberíu hafði það sem sín lokaorð á friðarráðstefnunni að „mennskan þurfi ávallt að vera í fyrirrúmi“, þegar „mennskan hverfur er voðinn vís“. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=1lQYI8-v-wQ">watch on YouTube</a> Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Skoðun Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Hvernig reiddi kosningakerfinu af í nýliðnum alþingiskosningum?" Þorkell Helgason,Kristján Jónasson skrifar
Er snjallsími jólagjöf barnsins í ár? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun