Annar skandall í Tyrklandi: Forsetinn dró liðið af velli Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. desember 2023 07:15 Ecmel Faik Sarialioglu tók leikmenn Istanbulspor af velli í mótmælaskyni í leiknum gegn Trabzonspor í gær. getty/Kadir Kemal Behar Í annað sinn á skömmum tíma fór forseti liðs inn á völlinn í leik í tyrknesku úrvalsdeildinni. Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði. Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira
Fyrr í mánuðinum fór forseti Ankaragucu, Faruk Koca, inn á völlinn eftir jafntefli við Caykur Rizespor og kýldi dómarann Halil Umut Meler. Koca var handtekinn og öllum leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni frestað vegna atviksins. Keppni í henni hófst að nýju í gær en annar forseti liðs stal þá fyrirsögnunum. Botnlið Istanbulspor tók á móti Trabzonspor í gær. Gestirnir komust í 1-2 á 68. mínútu þegar Paul Onuachu skoraði. Heimamenn voru afar ósáttir og töldu sig hafa átt að fá vítaspyrnu skömmu áður. Ecmel Faik Sarialioglu, forseti Istanbulspor, gerði sér í kjölfarið ferð niður á völlinn og tók leikmenn liðsins út af í mótmælaskyni. Nokkrir leikmenn Istanbulspor reyndu að telja Sarialioglu hughvarf og Fílbeinsstrendingurinn Simon Deli kraup meira að segja fyrir framan forsetann. Honum var samt ekki haggað og leiknum var hætt. Óvíst er hvað gerist í framhaldinu en Sarialioglu fær væntanlega þunga refsingu. „Þetta er sorgardagur fyrir fótboltann. Við bíðum eftir ákvörðun knattspyrnusambandsins,“ sagði þjálfari Trabzonspor, Abdullah Avci, eftir leikinn. Trabzonspor er í 4. sæti tyrknesku úrvalsdeildarinnar en Istanbulspor á botninum eins og áður sagði.
Tyrkneski boltinn Tyrkland Mest lesið Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti Tómas Bent seldur til Skotlands Íslenski boltinn Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga Fótbolti Fleiri fréttir Tómas Bent seldur til Skotlands Ronaldo vill gera Greenwood aftur að liðsfélaga „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Hato mættur á Brúnna Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Bröndby mætir í Víkina með tap í farteskinu Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Viðar var ekki lengi að stanga boltann í netið Tók Ara ekki nema tvær mínútur að skora Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Marta mætti og bjargaði Brasilíu Messi meiddur af velli en Miami barðist til baka án hans Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Ramsdale mættur til Newcastle Sjá meira