Birgitta Líf er markaðsstjóri World Class og byrjaði parið að rugla reitum saman í ársbyrjun 2022.

Það vakti mikla athygli í september síðastliðinn þegar tilkynnt var um kyn barnsins mep hjálp þyrlu sem dreifði bláum reyk úr lofti yfir heimili þeirra í Skuggahverfinu. Samkvæmt bláa litnum mátti leiða líkur að því að þau ættu von á dreng.

Af því sem sjá má af myndum af viðburðinum sem birtar voru á Instagram var boðið upp dýrindis veitingar. Tertur og fínt kampavín voru á boðstólum og gestir komu með gjafir handa barninu ófædda.
Einnig voru miðar þar sem gestir gátu giskað á nafn barnsins, hvenær það kæmi í heiminn, augnlit, hárlit og fleira.
Það hefur vakið athygli undanfarin ár að getnaður og öll þau nær endalausu veisluhöld sem haldin eru í kringum fæðingu séu gríðarlega kostnaðarsöm fyrir vini og ættingja. Ofan á hina hefðbundnu sængur- og skírnargjöf tíðkist nú sums staðar að gefa gjafir í kynjaveislum og steypiboðum, innfluttum bandarískum hefðum.