Hversu margir þurfa að deyja? Tómas A. Tómasson skrifar 15. desember 2023 10:00 Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas A. Tómasson Flokkur fólksins Fíkn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á þessu ári munu 80 einstaklingar yngri en 50 ára deyja af völdum fíknisjúkdóms. Hér er hvorki talið með fólk sem er yfir fimmtugt né fólk sem deyr úr sjúkdómnum án þess að hafa farið á Vog. Ef við tækjum þá hópa með væri fjöldinn vel yfir hundrað manns. En hvers vegna vilja stjórnvöld ekki taka almennilega utan um málaflokk þar sem algjört neyðarástand ríkir? Hversu margir þurfa að deyja áður en stjórnvöld grípa til aðgerða? Algengt er að fíknisjúklingar falli frá á meðan þeir bíða eftir að komast í meðferð. Næstum 700 manns eru á biðlistum SÁÁ. Ef ekkert er gert munu fleiri deyja á vegna fíknisjúkdóma næstu árin en vegna umferðarslysa. Flokkur fólksins hefur nýlega lagt til að veitt verði aukið fjármagn til þeirra stofnana sem berjast gegn fíknisjúkdómum. Við viljum að stjórnvöld ráðist í raunverulegt átak til að sinna 700 fárveikum einstaklingum sem bíða nú á biðlista. Því miður var sú tillaga felld þegar Framsókn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri Grænir kusu gegn tillögunni, kusu NEI. Í bakherbergjum ákváðu þingmenn og ráðherrar ríkisstjórnarflokkanna að ekkert verði gert til að koma í veg fyrir 100 ótímabær dauðsföll á ári. Ég velti því fyrir mér hvort það séu kannski fordómar gagnvart fíknisjúklingum sem ráði þessari afstöðu ríkisstjórnarinnar. Varla hefði hún brugðist svona við ef 100 bílaleigur væru komnar í greiðslustöðvun, hvað þá ef 100 hótel væru að segja upp starfsmönnum, vegna tekjutaps. Þá hefðu milljarðarnir flætt út úr ríkissjóði. Hversu margir þurfa að deyja áður en eitthvað verður gert? Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun