Hátíð síma og friðar – 8 atriði um skjátíma og jólin Skúli Bragi Geirdal skrifar 14. desember 2023 10:30 Þegar skammdegið fer að nálgast og fólkið laðast að skjám og PISA könnunin boðar komu sína á ný. Þá snjórinn fellur á bergmálshella og skjáfíklar verða til, í leikjum barnanna sem að bíða jólanna. Hátíð síma og friðar verður haldin hér í dag... ...og við færumst fjær hvort öðru í dag. Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um. Umkringd fólki en leitum í þá sem eru ekki á staðnum. Saman fyrir framan skjáinn. Með alla afþreyingu heimsins en leiðist samt. Of hrædd við að leiðast svo við höldum áfram að skrolla. Týnumst í leit að því sem okkur vantar en sjáum ekki það sem við höfum. Margt sem áður var óþarfa glingur Er nú lent inní stofu hjá mér Margt sem áður var aðeins hjá hinum okkur vantar líka... Þetta verður allt í lagi svo lengi sem við brosum bara saman á myndinni sem við setjum á Instagram. Það er það sem allar hamingjusamar fjölskyldur gera, ekki satt? 8 atriði um skjátíma og jólin: 1. Ef fengi ég bara að vera í friði! Þurfum við að svara strax öllum skilaboðum og vinnutölvupóstum sem við fáum í jólafríinu? Er það okkur fyrir bestu að vera alltaf til taks, öllum stundum, alltaf þegar öllum öðrum hentar að ná í okkur? Okkar eigin skjáþreyta gerir það að verkum að við þráum frið frá öllu áreitinu og upplýsingaflóðinu. Reynum að vera meðvituð um að kaupa sem sjaldnast frið og skjátíma fyrir okkur sjálf með auknum skjátíma fyrir börn. 2. Ég leitaði einhverju að en aldrei fann neitt Tímalengdin ein og sér er ekki eini mælikvarðinn sem skiptir máli heldur hvað við erum að gera í þessum nettengdu skjátækjum. Erum við að nýta tækin til að læra, skapa og halda okkur upplýstum eða til að fletta gegnum myndbönd af fólki að sprengja bólur, smjatta á mat og gefa okkur hálf innihaldslausar ráðleggingar um hvernig við getum haldið áfram að lifa lífinu 5 kílóum frá því að vera hamingjusöm? 3. Það deyr enginn úr leiðindum Börn í dag fæddust inn í heim þar sem skjáir eru hvert sem litið er. Þau eru vön því að geta leitað í afþreyingu í skjáina og við erum orðin vön að rétta þeim tækin til að passa að þeim leiðist aldrei. Ef heilinn fær aldrei frí frá áreiti fær hann aldrei tækifæri til þess að vinna úr þeim upplýsingum sem við erum að meðtaka á hverjum degi. Þegar okkur leiðist þá virkjum við sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið til þess að finna leiðir til þess að hafa ofan af fyrir okkur. Jólafríið gæti einmitt verið tíminn þar sem við höfum tíma til þess að prófa okkur áfram á þessu sviði. 4. Skild‘ það vera jólahjól Við myndum ekki gefa barni, sem ekki kann að hjóla, í jólagjöf hjól með engum hjálpardekkjum, endurskinsmerkjum eða bremsum. Við myndum heldur ekki sleppa því að setja á það hjálm og senda það af stað sjálft án þess að kenna því að hjóla fyrst. Það sama ætti að gilda um síma sem á að gefa um jólin. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið er út frá því að allir séu komnir með aldur og þroska til þess að nota tækið á ábyrgan og öruggan hátt. Með símanum ætti auðvitað að fylgja öryggisbúnaður en í staðinn er ábyrgðinni skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er. Ég veit að ég sjálfur sem barn hefði ekki haft þolinmæði fyrir því að þurfa að bíða með að leika mér með dótið sem ég var að fá í jólagjöf meðan að það væri gert öruggt. Hugum að þessum hlutum áður en símanum er pakkað inn. 5. Hann sér þig er þú sefur, hann sér þig vöku í... Það er gott fyrir foreldra, jólasveina, ömmur og afa, frændur og frænkur að kynna sér aldursmerkingar áður en það vinsælasta á jólagjafalistanum er keypt í jólapakkann. Börn eru forvitin og áhrifagjörn og eiga það því sum hver til að biðja um gjafir sem eru ekki við hæfi barna. Hér vil ég sérstaklega nefna tölvuleiki sem vert er að skoða vel hvort séu við hæfi. Spyrjum frekar en að taka sénsinn. 6. Mamma og pabbi, glotta í laumi í kampinn Munum að horfa líka í eigin barm og verum góðar fyrirmyndir. Bendum ekki ásökunar fingri á börnin og ungmennin við matarborðið þegar við sjálf getum ekki staðist freistinguna að svara kallinu þegar tilkynningin kallar í okkar eigin síma. Af þeim rúmlega 2300 börnum sem hafa tekið þátt í Netumferðarskólanum segja 95% að þeim finnist að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. 7. Gleðileg jól allir saman Njótum tímans saman um jólin. Það er munur á því að sitja saman og horfa á jólamynd og þegar allir sitja í sínu horni í símanum sínum að fletta. Skjátími getur á þann hátt verið samverustund en munum að það er margt annað sem hægt er gera saman sem fjölskylda þar sem skjár kemur ekki við sögu. Það segir sig sjálft en bara það eitt að minna sig á það hvetur okkur til þess að prófa eitthvað nýtt. Jólin eru frábær tími til þess að spila, föndra, kubba, lesa, baka, púsla, syngja, mála og vera skapandi í að búa til frumlega leiki svo eitthvað sé nefnt. 8. Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Mundu að þú ert ekki leiðinlegt foreldri fyrir að vilja sína ábyrgð í verki með því að setja mörk um notkun skjátækja. Það er einmitt á tímum sem þessum þegar við erum í fríi sem við leyfum okkur aðeins og leitum í þægindin. Veljum skyndibita, hámhorf og vökum frameftir. Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Sjá einnig: Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Markmiðið með þessum skrifum var ekki að þyngja okkur róðurinn um jólin, koma inn hjá okkur samviskubiti og ásaka okkur um að vera ekki að reyna að gera okkar besta. Flest atriðin snúast um að skapa meðvitund, auka samveru og að við sem fjölskylda lítum inn á við og skoðum okkar skjánotkun, hvernig okkur líður og hvaða mörk við myndum vilja setja. Kannski, bara kannski ættum við að prófa að setja okkur mörk og gæta örlítið að hófsemi til þess að létta á janúarpressunni þegar allir ætla að hjóla í áramótaheitin og leiðrétta allt sukkið á einu (hlaupa)bretti. Við þurfum ekki að sigra heiminn um þessi jól en eitt skref í einu í rétta átt er hluti af ferðalaginu... Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér. Nú á ég jólin með þér! Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Bragi Geirdal Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Jól Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vegferð menntunar Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Sjá meira
Þegar skammdegið fer að nálgast og fólkið laðast að skjám og PISA könnunin boðar komu sína á ný. Þá snjórinn fellur á bergmálshella og skjáfíklar verða til, í leikjum barnanna sem að bíða jólanna. Hátíð síma og friðar verður haldin hér í dag... ...og við færumst fjær hvort öðru í dag. Jólin eru handan við hornið og við sitjum föst í umferð á rauðu ljósi í símanum að svara skilaboðum og klára síðustu jólainnkaupin á netinu. Framundan er jólafríið langþráða í faðmi fjölskyldu, vina og þeirra sem okkur þykir vænt um. Umkringd fólki en leitum í þá sem eru ekki á staðnum. Saman fyrir framan skjáinn. Með alla afþreyingu heimsins en leiðist samt. Of hrædd við að leiðast svo við höldum áfram að skrolla. Týnumst í leit að því sem okkur vantar en sjáum ekki það sem við höfum. Margt sem áður var óþarfa glingur Er nú lent inní stofu hjá mér Margt sem áður var aðeins hjá hinum okkur vantar líka... Þetta verður allt í lagi svo lengi sem við brosum bara saman á myndinni sem við setjum á Instagram. Það er það sem allar hamingjusamar fjölskyldur gera, ekki satt? 8 atriði um skjátíma og jólin: 1. Ef fengi ég bara að vera í friði! Þurfum við að svara strax öllum skilaboðum og vinnutölvupóstum sem við fáum í jólafríinu? Er það okkur fyrir bestu að vera alltaf til taks, öllum stundum, alltaf þegar öllum öðrum hentar að ná í okkur? Okkar eigin skjáþreyta gerir það að verkum að við þráum frið frá öllu áreitinu og upplýsingaflóðinu. Reynum að vera meðvituð um að kaupa sem sjaldnast frið og skjátíma fyrir okkur sjálf með auknum skjátíma fyrir börn. 2. Ég leitaði einhverju að en aldrei fann neitt Tímalengdin ein og sér er ekki eini mælikvarðinn sem skiptir máli heldur hvað við erum að gera í þessum nettengdu skjátækjum. Erum við að nýta tækin til að læra, skapa og halda okkur upplýstum eða til að fletta gegnum myndbönd af fólki að sprengja bólur, smjatta á mat og gefa okkur hálf innihaldslausar ráðleggingar um hvernig við getum haldið áfram að lifa lífinu 5 kílóum frá því að vera hamingjusöm? 3. Það deyr enginn úr leiðindum Börn í dag fæddust inn í heim þar sem skjáir eru hvert sem litið er. Þau eru vön því að geta leitað í afþreyingu í skjáina og við erum orðin vön að rétta þeim tækin til að passa að þeim leiðist aldrei. Ef heilinn fær aldrei frí frá áreiti fær hann aldrei tækifæri til þess að vinna úr þeim upplýsingum sem við erum að meðtaka á hverjum degi. Þegar okkur leiðist þá virkjum við sköpunarkraftinn og ímyndunaraflið til þess að finna leiðir til þess að hafa ofan af fyrir okkur. Jólafríið gæti einmitt verið tíminn þar sem við höfum tíma til þess að prófa okkur áfram á þessu sviði. 4. Skild‘ það vera jólahjól Við myndum ekki gefa barni, sem ekki kann að hjóla, í jólagjöf hjól með engum hjálpardekkjum, endurskinsmerkjum eða bremsum. Við myndum heldur ekki sleppa því að setja á það hjálm og senda það af stað sjálft án þess að kenna því að hjóla fyrst. Það sama ætti að gilda um síma sem á að gefa um jólin. Fullorðnir og börn fá sama tækið í hendur og gengið er út frá því að allir séu komnir með aldur og þroska til þess að nota tækið á ábyrgan og öruggan hátt. Með símanum ætti auðvitað að fylgja öryggisbúnaður en í staðinn er ábyrgðinni skellt á foreldra að gera tækið eins öruggt og mögulegt er. Ég veit að ég sjálfur sem barn hefði ekki haft þolinmæði fyrir því að þurfa að bíða með að leika mér með dótið sem ég var að fá í jólagjöf meðan að það væri gert öruggt. Hugum að þessum hlutum áður en símanum er pakkað inn. 5. Hann sér þig er þú sefur, hann sér þig vöku í... Það er gott fyrir foreldra, jólasveina, ömmur og afa, frændur og frænkur að kynna sér aldursmerkingar áður en það vinsælasta á jólagjafalistanum er keypt í jólapakkann. Börn eru forvitin og áhrifagjörn og eiga það því sum hver til að biðja um gjafir sem eru ekki við hæfi barna. Hér vil ég sérstaklega nefna tölvuleiki sem vert er að skoða vel hvort séu við hæfi. Spyrjum frekar en að taka sénsinn. 6. Mamma og pabbi, glotta í laumi í kampinn Munum að horfa líka í eigin barm og verum góðar fyrirmyndir. Bendum ekki ásökunar fingri á börnin og ungmennin við matarborðið þegar við sjálf getum ekki staðist freistinguna að svara kallinu þegar tilkynningin kallar í okkar eigin síma. Af þeim rúmlega 2300 börnum sem hafa tekið þátt í Netumferðarskólanum segja 95% að þeim finnist að reglur um síma ættu líka að gilda um foreldra. 7. Gleðileg jól allir saman Njótum tímans saman um jólin. Það er munur á því að sitja saman og horfa á jólamynd og þegar allir sitja í sínu horni í símanum sínum að fletta. Skjátími getur á þann hátt verið samverustund en munum að það er margt annað sem hægt er gera saman sem fjölskylda þar sem skjár kemur ekki við sögu. Það segir sig sjálft en bara það eitt að minna sig á það hvetur okkur til þess að prófa eitthvað nýtt. Jólin eru frábær tími til þess að spila, föndra, kubba, lesa, baka, púsla, syngja, mála og vera skapandi í að búa til frumlega leiki svo eitthvað sé nefnt. 8. Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Mundu að þú ert ekki leiðinlegt foreldri fyrir að vilja sína ábyrgð í verki með því að setja mörk um notkun skjátækja. Það er einmitt á tímum sem þessum þegar við erum í fríi sem við leyfum okkur aðeins og leitum í þægindin. Veljum skyndibita, hámhorf og vökum frameftir. Af hverju ætti sá sem engin mörk fær að virða mörk annarra? Sjá einnig: Þú ert ekki leiðinlegt foreldri! Markmiðið með þessum skrifum var ekki að þyngja okkur róðurinn um jólin, koma inn hjá okkur samviskubiti og ásaka okkur um að vera ekki að reyna að gera okkar besta. Flest atriðin snúast um að skapa meðvitund, auka samveru og að við sem fjölskylda lítum inn á við og skoðum okkar skjánotkun, hvernig okkur líður og hvaða mörk við myndum vilja setja. Kannski, bara kannski ættum við að prófa að setja okkur mörk og gæta örlítið að hófsemi til þess að létta á janúarpressunni þegar allir ætla að hjóla í áramótaheitin og leiðrétta allt sukkið á einu (hlaupa)bretti. Við þurfum ekki að sigra heiminn um þessi jól en eitt skref í einu í rétta átt er hluti af ferðalaginu... Nú er allt annað hjá mér, hjá mér, hjá mér. Nú á ég jólin með þér! Höfundur er verkefnastjóri miðlalæsis hjá Fjölmiðlanefnd.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun